Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 36
36 8. mars 2008 LAUGARDAGUR Þ að er að taka fjöl- skylduna tíma að koma sér fyrir í Bolt- on. Manuela flutti út með Grétari Rafni Steinssyni, eigin- manni sínum og knattspyrnu- manni, fyrst til Hollands og nú nýlega til Bolton þar sem Grétar leikur með liðinu. Jóhann Grétar sonur Manuelu er þriggja ára og kominn á leikskóla en fyrsta mán- uðinn bjuggu þau á hóteli, fengu svo hús sem þau voru ekki fullsátt við og eru því að flytja í annað þessa helgina. Manuela segir hlut- ina líka talsvert ólíka því sem gengur og gerist á Íslandi. „Vanti þig sjónvarp, gengurðu bara inn í BT og ferð heim með sjónvarpið sama dag. Hér ganga hlutirnir bara alls ekki þannig fyrir sig. Fyrst pantarðu sjónvarpið – svo bíðurðu – í þrjár vikur jafnvel! Þannig er þetta með allt, internetið og bara nefndu það.“ Manúela er þó sem betur fer komin með síma og segir blaðamanni sögu af stelpu úr Vesturbænum sem var einu sinni var eina barnið í allri fjöl- skyldunni. Bjó í þjóðleikhúsinu „Ég var eina barnið í fjölskyldunni og þá meina ég stórfjölskyldunni því ég var bæði eina barnið og eina barnabarnið. Ég á reyndar mun stærri fjölskyldu pabba megin, en sambandi var því miður svo lítið að ég náði aldrei að kynnast þeim almennilega. Þannig var ég alltaf mest í kringum fullorðið fólk, átti engin systkini né frændsystkini og mín örlög urðu svolítið þau að vera mikið ein og dunda mér. Mér fannst það fínt, í staðinn fyrir að vera að rífast um dót við einhvern var ég þá bara í skólaleik með ömmu og svolítið í fullorðinsheimi. Ég átti fáa vini og kunni vel að hafa ofan af fyrir mér.“ Áhugmál- in voru því ekki barbí eða bílaleik- ir? „Ónei, ég var með talsvert full- orðinsleg áhugamál – klassíska tónlist og leikhús. Og svo hefði ég aldrei verið í bílaleik því ég var svo mikil stelpa. Hefðir þú flett upp orðinu stelpa hefði birst mynd af mér – í bleikum balletbúningi.“ Faðir Manuelu lést þegar hún var tveggja ára gömul og eftir það bjó hún með móðir sinni við Hring- braut en dvaldist líka mikið hjá ömmu sinni og afa. Amma hennar var sýningarstjóri í Þjóðleikhús- inu og Manuela bjó þar hálfpartinn og fór svo að leika þegar hún var fimm ára gömul, fyrst í Fjalla- Eyvindi. „Það leið ekki ár án þess að ég væri með í einhverri sýn- ingu. Ef það vantaði litla stúlku einhvers staðar upp á svið, og þá í fullorðinsleikrit helst, var ég köll- uð til og ég naut þess alla tíð að vera í leikhúsinu. Svo fékk ég klassíska uppeldið – balletnám og píanótíma og ég held ég sé ekki minni stelpa í dag en þá. Sit til dæmis núna fyrir framan bleika tölvu með Skellibjöllu-límmiðum á.“ Fannst ég síður en svo ung Manuela gekk hina hefðbundnu Vesturbæjar-menntaleið – Mela- skóli, Hagaskóli og MR og náms- maðurinn Manuela hefur ekki átt í vandræðum með að sitja á skóla- bekk og hyggst fara í nám næsta haust. Hún var byrjuð í sálfræði hér heima eftir að hafa staldrað aðeins við í verkfræði og segir sál- fræðina henta sér mun betur þar sem mannlegi þátturinn sé veiga- meiri. Manuela tók svo stórt stökk þegar hún var 18 ára inn í tilveru sem var henni með öllu ókunn – heim fegurðardrottninga – þegar hún vann titillinn Ungfrú Ísland árið 2002. Hvernig lítur keppnin við henni svo löngu síðar? „Ég get allavega sagt að ég myndi aldrei taka þátt í dag. Ég var auðvitað mjög ung þarna, þótt mér sjálfri hafi ég síður en svo fundist ég vera það, og þetta var eitthvað sem er mjög algengt að stelpum á þessum aldri finnist eftirsóknarvert. Hver fegurðardrottningin á fætur ann- arri fer með þá klisju að fegurðar- samkeppnir eigi að vera svo góðar til þess að byggja upp sjálfsmynd og slíkt en það er því miður bara bull. Ég fékk kórónu á hausinn og var sagt að ég væri fallegust en sjálfri leið mér ekki þannig og hvað einhverjum dómurum úti í sal fannst breytti engu um það. Þessi klisja með „bætta sjálfs- ímynd“ er mjög þreytt vægast sagt. Þetta getur slípað sviðs- skrekk hjá einhverjum en ég var ekki betri manneskja eftir þessa keppni.“ En tækifærin – þessi fjöl- mörgu sem stelpum á að bjóðast að lokinni keppni? „Jú, ég fékk þau, og er mjög þakklát því, en keppn- inni fylgdu svo margir aðrir hlutir í kjölfarið sem ég hefði viljað sleppa við. Þar var það ekki síst pressan og sú pressa hættir ekki þótt maður skili titlinum. Maður á alltaf að halda í ímyndina sem feg- KYNNTUST Á MYSPACE „Úff. Ég get svarið það. Það er það hallærislegasta í heiminum. En jæja, við kynntumst á Myspace. Hver kynnist ekki á Myspace í dag? Internetið hentaði okkur allavega mjög vel þarna því hann var í Hollandi og ég var á Íslandi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Árin eftir keppnina voru erfið Fyrir um sex árum var Manuela Ósk Harðardóttir, þá 18 ára, kosin fegurðardrottning Íslands. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og ólíkt mörgum fegurðardrottningum með eilífðarsetninguna á vörunum – að keppnin „styrki sjálfsmyndina“ er Manuela ófeimin við að draga tjöldin frá. Manuela sagði Júlíu Margréti Alexandersdóttur frá uppvaxtarárum í fullorðinsheimi, hamingjuríkum hveitibrauðsdögum og hvernig það gengur að keyra á öfugum vegarhelmingi í Bretlandi. „Það er afskaplega óhollt fyrir ungar stelpur að komast áfram á einhverju sem er bara út á við – vera fyrst og fremst metnar eftir útliti en ekki hvers virði þær eru sem manneskjur og þessi keppni er að mínu mati því miður einfaldlega ávísun á einhvers konar átrösk- un.“ VARÐ AÐ HÆTTA KEPPNI Manuela Ósk á æfingu fyrir keppnina um Ungfrú heim árið 1999 en Manuela var nokkrum klukkutímum síðar orðin fárveik af matareitrun og varð að hætta keppni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.