Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 38

Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 38
[ ]Safaríferð er ævintýraleg upplifun sem allir ættu að reyna einhverntíma á ævinni. Suður-Afríka er spennandi og þar eru heimkynni ljónanna. Með hækkandi sól fara ungmenni mörg hver að iða í skinninu og gera ráðstafanir til að komast út í hinn stóra heim í leit að ævintýrum. Möguleikarnir eru margir og til að mynda er vinsælt að fara á tónlistarhátíðir, í inter-rail ferðir, málaskóla og starfsþjálfun yfir vor- og sumartímann. Hróarskelduhátíðin, sem er stærsta tónlistarhátíð í Norður- Evrópu, hefur notið gríðarlegra vinsælda um margra ára skeið og ekkert hefur dregið úr straumi Íslendinga á hana. Ekki spillir fyrir að ágóði af sölu miða rennur til góðgerðarmála en á síðasta ári seldust þeir upp. Miðasala fyrir þetta ár hófst í desember 2007 en hátíðin fer fram dagana þriðja til sjötta júlí. Tjald- svæðið opnar þó nokkrum dögum áður, eða 29. júní. Miðasala á hátíðina fer fram á miði.is. Þar er hægt að kaupa staka miða inn á hátíðina sem kosta 23.500 krónur stykkið en einnig verður boðið upp á pakkaferðir með flugi. Fjölmargar hljómsveitir og tónlistarmenn hafa boðað komu sín á hátíðina og má þar nefna Radiohead, Chemical Brothers og Neil Young. Inter-rail ferðir eru ekki síður vinsælar hjá ungu fólki og hjá Stúdentaferðum Exit.is er boðið upp á ýmsa möguleika. Hægt er að kaupa lestarmiða fyrir einstök lönd eða Evrópu eins og hún leggur sig og gefur það einstakt tækfifæri til að kynnast því besta sem álfan hefur upp á að bjóða. Nóg er að panta lestarmiðana með tveggja vikna fyrirvara en flug er betra að panta fyrr. Mánaðarkort sem gild- ir um alla álfuna kostar 45.900 fyrir 25 ára og yngri en einnig er hægt að kaupa kort sem gilda í styttri tíma og ná til færri landa. Þá sjá mörg ungmenni sér hag í því að sækja málaskóla á sumrin en þannig er hægt að ná góðum tökum á erlendri tungu sem nýtist til framtíðar. Það sama gildir um starfsþjálfun en hægt er að velja um þjálfun á hótelum og veitinga- húsum eða tengda námi viðkom- andi. Exit.is er í samstarfi við fjölda málaskóla og hefur milli- göngu um starfsþjálfun í mörgum Evrópulöndum. vera@frettabladid.is Hvert skal halda? Að dvelja á útihátíð í rigningu og roki er upplifun útaf fyrir sig og sumir láta það ekkert á sig fá að þurfa að vaða drullu upp að hnjám. Nú er rétti tíminn til að fara að huga að sumarfríinu. MYND/GETTY Ógleymanleg ævintýri Á FERÐ UM HEIMINN KILIMANJARO 7. - 22. júní Mt. BLANC 21. -29. júní UMHVERFIS Mt. BLANC 1. - 9. Júlí SUÐUR GRÆNLAND 18. - 25. júlí 25. júlí - 1. ágúst örfá sæti laus 1. - 8. ágúst MAROKKÓ 6. - 13. september NEPAL 18. október - 10. nóvember www.fjallaleidsogumenn.is sími: 587 9999 Sp ör - R ag nh ei ðu r Á gú st sd ót ti r Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir s: 570 2790 www.baendaferdir.is Kynningarfundur um spennandi göngu- og hjólaferðir Sunnudagskvöldið 9. mars í Síðumúla 2, kl. 19:30 Fararstjórar okkar verða á staðnum og kynna ferðirnar Hjólaferðir: - Austurríki og Slóvenía - Rómantíska leiðin - Loire dalurinn í Frakklandi - Dólómítarnir og Slóvenía Gönguferðir: - Portofino skaginn & Cinque Terre - Comovatn - Mont Blanc hringurinn - Monte Rosa hringurinn - Í svissnesku Ölpunum á slóð skógarbjarnanna - Haute Route - Wallis Alparnir Níu 4000 metra tindar á einni viku - Tindur Mont Blanc 4808 metrar - Kilimanjaro - Gönguævintýri í Nepal Íslenski alpaklúbburinn stefnir að að eins dags skíðaferð á Eyjafjallajökul þann 5. apríl. Þar sem daginn er tekið að lengja og snjóalög eru með besta móti eins og er þykir Íslenska alpaklúbbnum tilhlýðilegt að efna til skíðaferðar í byrjun næsta mánaðar, nánar tiltekið laugardaginn 5. apríl. Eyjafjallajökull er fyrirheitna landið og er heitið á fjallaskíðafólk að slást í förina. Þar sem farið er á jökul eru allir minntir á að hafa með sér tilhlýðilegan jöklabúnað auk hefðbundins snjóflóðagírs, eins og segir í tilkynningu á heima- síðu klúbbsins. Mæting er við Klifurhúsið klukkan sjö að morgni og er tilvalið að sameinast í bíla austur undir Eyjafjöll en lagt verður upp frá Seljavöllum. Þar sem sundlaug er á staðnum ætti sundfatnaður að fylgja með í farteskinu. -gun Skíðað á jökli Skíðafærið verður vonandi gott á Eyjafjallajökli í byrjun apríl. MasterCard Mundu ferðaávísunina! BARCELONA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.