Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 39

Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 39
[ ]Farangursgeymsla á bílþakið kemur sér vel á lang-ferðum. Þegar farangurinn er allur kominn upp á þak er líka meira pláss fyrir farþegana í bílnum. Guðjón Magnússon er löggiltur ökukennari sem rekur heima- síðuna www.aksturogkennsla. is. Á heimsíðunni er að finna allar þær upplýsingar sem þarf fyrir undirbúning ökunáms. Allir ökunemendur þurfa að fara í gegnum ákveðið ferli sem þarf að hugsa vel um enda afar mikilvægt að nýir ökumenn fái góða kennslu áður þeir halda út í umferðina. „Fyrsta skrefið í ferlinu er að finna sér ökukennara. Margir þekkja til ökukennara en aðrir leita í gegnum auglýsingar í blöð- um og á netinu. Þegar valið á öku- kennaranum er komið hefjast öku- tímar hjá honum,“ segir Guðjón. Ökunemandinn þarf að taka minnst sextán ökutíma áður en farið er í próf. Æfingaakstur er yfirleitt í höndum foreldris en ef velja á einhvern annan verður nem- andinn fá einhvern sem hefur náð tuttugu og fjögra ára aldri. Æfinga- akstur er ekki skylda en til þess að fá að fara í hann verður nemandinn að vera búinn að fara í tíu tíma hjá ökukennara og að klára fyrri hlut- ann í Ökuskólanum. „Ökuskólinn skiptist í tvo hluta. Í fyrri hluta lærir nemandinn öku- lögin, skiltin, gatnakerfið og annað. Í seinni hlutanum er farið yfir við- horf nemandans til aksturs og veru hans í umferðinni.Allir verða að fara í Ökuskólann til þess að fá að fara í bóklega prófið og allir verða að sækja um ökuskírteini til þess að geta farið í bóklegt- og verklegt próf. Allt námsefni fyrir prófin fá nemendur hjá Ökuskólanum og einnig hjá ökukennurum sem eru tengdir Ökuskólanum.“ útskýrir Guðjón. Kosturinn við það er að nemendur fá námsefnið strax í hendurnar en annars þarf að bíða eftir að Ökuskólinn hefst. Bóklega prófið fer alltaf fram hjá Frumherja. Í því eru þrjátíu krossaspurningar sem skiptast í tvo hluta, A og B. A-hlutinn er um gagnmót og skilti en B-hlutinn almennt um akstur og getur einnig um hvaða réttindi ökumenn fá, tryggingar, skyndihjálp og viðhald á bílnum. „Ef nemandi fellur á bóklega prófinu þarf hann að bíða í viku til þess að taka prófið aftur. Verklega prófið er oftast tekið viku áður en ökunemandinn nær bílprófsaldri en þeir sem hafa náð ökuréttinda- aldri þurfa að bíða í styttri tíma til þess að taka verklega prófið.“ Í verklega prófinu keyrir öku- neminn bílinn sem hann lærði á hjá ökukennara. Í verklega hlutanum er ökuhæfni og þekking á umferð- lögum könnuð. Inn í verklega próf- ið fellur munnlegt próf þar sem nemandinn er spurður út úr um mælaborðið og viðvörðunarljós og öryggisbúnað bílsins. Ef nemand- inn nær verklega hlutann fær hann bráðabirgðaskírteini sem gildir í þrjú ár. Nemendur verða að fá hjá sýslumanni akstursheim- ild á meðan sjálft skírteinið er búið til. „Ef menn lenda í tjóni með útrunnið skírteini þá fær viðkom- andi sekt og hætta er á því að trygg- ingafélagið borgi ekki tjónið. Öku- námið kostar rúmlega 150 þúsund og innifalið í því verði eru lág- markstímar hjá ökukennara, Öku- skólinn, prófgjöld og námsefni,“ segir Guðjón. mikael@frettabladid.is Skrefin að ökuskírteininu FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI Guðjón Magnússon ökukennari segir mikilvægt að skipuleggja ökunámið vel. Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Bíla- og hjólalyftur Vökvadrifnar á góðu verði P R E N T S N IÐ E H F .                  !  "#$%&                           "!                               !" #         $  
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.