Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 44

Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 44
● hús&heimili Herdís, sem er kennari að mennt, hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og og gerðist verslunar- stjóri Saltfélagsins eftir fæðingar- orlof. Hún á sér uppáhaldshorn á heimilinu þar sem gamlir og nýir tímar mætast. „Stóllinn er fyrsta húsgagnið sem við hjónin keyptum okkur. Við fengum hann í antik-versluninni 1928. Hann var þá nýbólstraður og hefur fylgt okkur síðan,“ segir Herdís. Hún býr á miklu bóka- heimili og er maðurinn hennar sérstaklega mik- ill bókaunnandi. „Ég vil helst hafa nógu mikið af bókum og lista- verkum í kringum mig,“ segir Herdís og er greini- lega ekki ein af þeim sem lokar bækurnar inni í skáp. Nýjasta bókahillan er úr Salt- félaginu og heitir Random. „Hún er alger snilld og eins og nafnið gefur til kynna er hægt að raða í hana af handahófi. Hún tekur ótrú- lega mikið magn af bókum og svo er gaman að brjóta upp með alls kyns skrauti. Herdís er að safna trémunum af ýmsu tagi og heldur til dæmis mikið upp á trédúkkur sem fást í Saltfélaginu. Ég er líka mjög hrif- in af apanum sem ég fékk í Epal. Síðan er ég pínulítið veik fyrir fuglum og er fuglinn á gólfinu Umkringd bókum, hönnun og listaverkum ● Herdís Þórsteinsdóttir, verslunarstjóri Saltfélagsins, blandar saman gömlu og nýju og hefur yndi af bókum og list. Herdís í stólnum góða sem var fyrsta húsgagnið sem hún og eiginmaðurinn keyptu sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ● HÚSGAGN OG BLÓMAPOTTUR Þótt úti falli snjórinn á götur borgar og bæja er tilvalið að huga að sumrinu. Garðhúsgögnin lúra inni í skúr en sumir vilja endurnýja gamalt og úr sér gengið dót. Sniðugar hug- myndir eru alltaf vel þegnar og slíkar hugmyndir hafa hönnuðir 5.5 design nóg af. Það sést bersýnilega á þessum garðhúsgögnum sem þeir kalla Furniture to garden. Bekkirnir eru steyptir og bökin mótuð þannig að þau mynda blómaker sem gaman er að leika sér með. Í kerin má setja bæði einærar plöntur eða runna. Þá þarf heldur ekki að geyma hús- gögnin inni yfir veturinn enda úr sterku og ending- argóðu efni. Nánar um hönnuðina á www.cinqcinqdesigners. com ● Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók þessa mynd á heimili Jóns Marinó Jónssonar hljóðfærasmiðs. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykja- vík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@ frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlits- hönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. í garðinn É g veit ekki alveg hvaða fólk það er sem hefur efni á því að fara í sólina í febrúar. Um það leyti sem móðurættlegg- urinn sólar sig á Kanarí er ég að skófla kreppumat ofan í heimilisfólkið með trekt og gleðst yfir hundrað-köllum sem ég finn á bílastæðinu (vanmetin búbót). Eins og ég nýt þess stund- um að eyða um efni fram er ég líka sparnaðarperri á móti þegar hart er í ári og fylgist spennt með helgartilboðunum, skófla af- göngum ofan á brauð og hita í ofni daginn eftir og klippi kremtúp- urnar í tvennt til að skafa síðustu dropana innan úr þeim. Basl er rómó – svo hrikalega 1980 og eitthvað – þegar allir voru að byggja og maður keypti kúlur fyrir glerflöskur með hor í nös. Aftur á móti getur maður svo helst öfund- ast út í þá sem komast í utanlandsferðirnar á meðan öreigarnir hanga heima hvítir og koma ekki heim krumpaðir í nýjum kamel- lituðum útlandafötum. En þar koma ímynd- unarleikirnir sterkir inn. Ó, já, því enginn er nokkru sinni of gamall til að leika sér. Þannig að ef þú vilt komast í hlýrra loftslag en átt ekki pening fyrir tveggja vikna ferð til Portúgal þá er ekkert mál að rigga smá sólar- landafíling upp innan veggja heimilisins: þú hækkar alla ofna í botn og smyrð vænni slummu af brúnkukremi yfir líkamann. Drekkur kokteila úr skálum með röri og gengur um íbúðina á baðfötum og dæsir: „Djöfull er heitt hérna á Spáni“ – en þú ert auð- vitað enn í Breiðholtinu. Ferð með svínsskrokk út á svalir og steikir í heilu lagi og lætur eins og þú sért á grísahátíð á Benidorm. Bryður saltpillur til að vinna upp vökvatapið í hitan- um og borðar bakaðar baunir úr dós sem þú fékkst „sent að heiman“ – „krakkarnir elska þetta“. Og hattar – barðastórir hattar. Út af sól- inni sjáðu til. Svo tekurðu myndir af herlegheitun- um, færir stofupálmann í bakgrunninn, felur glugga og blindhríð og skellir í jólakortið. – Við fórum VÍST til Kanarí. Benidorm í Bökkunum, Grísaveisla í Teig- unum, Costa del sol í Kósölum – þetta er bara spurning um hugarfar. Costa del sol í Kórsölum Ó, já, því enginn er nokkru sinni of gamall til að leika sér. Þannig að ef þú vilt komast í hlýrra loftslag en átt ekki pening fyrir tveggja vikna ferð til Portúgal þá er ekkert mál að rigga smá sólarlandafíling upp innan veggja heimilisins: Húseigendur! Aukið þægindin og lækkið hitunarkostnaðinn með ECL stjórnstöð á hitakerfið Kynnið ykkur kosti og verð ECL stjórnstöðvarinnar frá Danfoss ECL stjórnstöðvar fyrir hitakerfi Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins HEIMILISHALD JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR 8. MARS 2008 LAUGARDAGUR2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.