Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 46

Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 46
● hús&heimili Jón Marínó Jónsson er þúsund- þjalasmiður, í orðsins fyllstu merk- ingu. Honum er ekkert ómögulegt, hvort sem það er á sviði grófari húsasmíða eða fínlegri vinnu lista- gyðjanna. „Sem drengur hafði ég yndi af því að tálga og naut kennslu út- skurðarmeistarans Erlings Jóns- sonar í Keflavík á unglingsárun- um. Mig langaði alltaf að reyna á mig að geta smíðað hljóðfæri, en þegar ég lærði húsasmíði í kring- um 1980 var markaður til slíks lít- ill sem enginn hér heima. Ég hugs- aði það því meira sem hobbí en hitt, en draumurinn lét mig ekki í friði,“ segir Jón Marínó, sem hlýddi loks ævintýraþránni og fór með fjölskylduna til náms á Eng- landi í þrjú ár. „Þetta er hreint yndislega gaman og þótt ég taki stundum skorpur í húsasmíðinni er ég jafn- an orðinn óþreyjufullur að kom- ast í hljóðfærasmíðina aftur eftir skamma hríð. Það er eitthvað ein- stakt við það að skapa nýtt hljóð- færi því hvert þeirra býr yfir ólíkum karakter og unun að fylgja honum eftir frá upphafi og upplifa endanlega útkomu; svo ég tali ekki um þegar fyrsti tóninn er dreginn,“ segir Jón Marínó sem smíðar full- komnar fiðlur á fjórum mán- uðum, en nokkuð teygist á ferlinu við smíðar sellós og kontrabassa. „Markaðurinn heima er enn fremur smár í snið- um. Íslendingar eru haldn- ir dálítilli minnimáttar- kennd að halda að allt sé betra frá útlöndum. Það er leitt því sérsmíð- uð hljóðfæri hér heima eru svo miklu vandaðri og betri, og reyndar allt að 30 prósent ódýrari líka. Loftslag spilar stórt hlutverk í gæðum og endingu, því á Íslandi er þurr- ara loftslag en gerist á meg- inlandinu og þegar evrópsk hljóðfæri hafa verið hér á landi í fjóra til sex mánuði koma í þau sprungur. Til sam- anburðar getur fólk ferðast með íslenska hljóðfæra- smíð um allan heim án þessa að hún ofþorni eða springi, en inn á borð til mín kemur ótrúlegt magn erlendra hljóðfæra sem farið hafa illa vegna loftlagsmunar,“ segir Jón Marínó og bætir við að stærstur hluti hljóðfæra hérlendis sé fjölda- framleiddur í verksmiðjum ytra. „Mikið er flutt inn frá verk- smiðjum í Kína og Evrópu. Slík hljóðfærasmíð er ekki samanburð- arhæf því karakter verður fjölda- framleiddur líka. Hljóðfærasmið- ur er sífellt að banka í smíðina og finna rétta tóninn, og þyngd skipt- ir öllu, bæði upp á tóngæði og hljóðfæraleikarann að gera. Þungt hljóðfæri reynir of mikið á kjálka- bein og höku, og í samanburði við fjöldaframleidda fiðlu sem er 700 grömm, er sérsmíðuð fiðla aðeins 400 grömm,“ segir Jón Marínó um leið og bíll rennur í hlað og inn kemur áhugasamur tónlistarmað- ur til að máta sig við hljóðfæra- smíð. „Fólki finnst gaman að sjá hverju fram vindur í ferlinu þegar Galdrar sáluhjálparans ● Falinn í ævintýralegri skógarumgjörð situr hljóðfærasmiður við rómantíska vinnu sína. Hann lærði guðdómlegt handverk sitt á slóðum Hróa hattar í Skírisskógi og smíðar nú hljómfögur strokhljóðfæri í himinlifandi hendur íslenskra hljóðfæraleikara. Jón Marínó Jónsson hljóðfærasmiður og húsasmíðameistari á vinnustofu sinni. Hann heldur á fiðlu sem hann hefur smíðað úr hlyn og greni. Hægt er að smíða hljóðfæri úr öllum viði, en þessi uppbygging hefur verið notuð síðan á 16. öld og kemur best út. Jón Marínó og eiginkona hans Jóna Björk Guðnadóttir lögfræðingur búa í fallegu einbýlishúsi í Seljahverfinu, sem teiknað var af Vífli Magnússyni. Á haustmánuðum umbreyttu þau stórum hluta innanhúss, en hér má sjá eldhúsið teiknað af Valgerði Sveins- dóttur arkitekt og smíðað af Við og Við í Grafarvogi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jón Marínó er listamaður á sviði húsasmíða líka. Honum varð ekki skotaskuld að rífa niður veggi, þakbita og heilt gróðurhús til að smíða í staðinn þennan fallega gluggavegg. Séð inn í hlýlega og fallega stofuna. Undurfögur og ómþýð fiðla, smíðuð af Jóni Mar- ínó Jónssyni árið 2006. MYND/JÓN MARÍNÓ JÓNSSON Þetta fallega orgel er orðið yfir aldargamalt og er morgungjöf afa Jóns Marínós til ömmu hans á brúðkaupsdag þeirra. Vel er hægt að spila á það enn, en Jón Marínó spilar sjálfur á gítar og semur tónlist; nú síðast við ljóð Álfs Magnússonar, langafa eiginkonu sinnar, sem spruttu fram úr gítarnum við lestur þeirra fullsköpuð og er verið að taka þau upp í hljóðveri þessa dagana. Framhald á bls.6 8. MARS 2008 LAUGARDAGUR4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.