Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 50

Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 50
 8. MARS 2008 LAUGARDAGUR8 ● fréttablaðið ● ferðaklúbburinn 4x4 25 ára Aðdragandi og uppbygging Setursins. Snemma ársins 1984 var byrjað að ræða hugsanlega skálabygg- ingu á vegum Ferðaklúbbsins 4x4. Um tvo staði var að ræða á þess- um tíma: á Breiðbaki eða í Faxa- sundum á Skaftafellsafréttum. Síðar komu upp svæði við Heklu í Rauðufossafjöllum eða Reykjadöl- um og síðla ársins 1986 var kannað svæðið norðan Laufafells. En árið 1987 komst loks skrið- ur á skálamál Ferðaklúbbsins 4x4; haldnir voru fundir með sveitar- stjórn og hreppsnefnd Rangár- hrepps. Ekki gekk klúbbnum vel að sannfæra hreppsnefndina og að lokum fékk Ferðaklúbburinn 4x4 neitun um skála á svæði Rangár- hrepps. Þá kom upp sú hugmynd að leita svæðis sunnan Hofsjök- uls á svæði sem nefnist Kisubotn- ar. Eftir mikil fundarhöld og bréfa- skriftir fengust jákvæð viðbrögð frá öllum aðilum bæði frá hrepps- nefnd og Náttúruverndarráði. Strax um veturinn var hafin vinna skálanefndar Ferðaklúbbsins 4x4 að undirbúningi við skálabygg- ingu. Var skálinn upphaflega teikn- aður 60 fermetrar og var áætlaður byggingarkostnaður 770.000 krón- ur. Var teikning og kostnaðráætl- un samþykkt á félagsfundi 2. maí 1988. Hinn 7. júlí 1988 lögðu skála- nefndarmenn af stað frá Reykja- vík til að leita að heppilegu skála- stæði fyrir skálabyggingu Ferða- klúbbsins 4x4. Var ferðinni heitið í Kerlingarfjöll, þaðan niður í Jök- uldal og keyrt sem leið lá að Kisu- botnasvæðinu. Eftir að hafa keyrt um svæðið og leitað að heppilegu skálastæði var ákveðið að leita að heppilegu svæði til að slá upp tjald- búðum. Eftir ítarlega leit fannst loks hinn eini sanni græni blettur og var slegið upp tjaldbúðum um nóttina. Morgunin eftir var farið að kanna svæðið betur og kom þá í ljós að g-bletturinn var hið besta skálastæði. Var nú haldið til baka inn að Kerlingafjöllum til að taka á móti stórum hópi félaga úr Ferða- klúbbnum 4x4 sem lagt höfðu af stað á laugardagsmorgninum. Var farið með leiðangursmenn að hæð- ardraginu þar sem tjaldbúðirn- ar voru og var það almennt álit að þetta hæðardrag væri hinn besti staður til að byggja skála. Eftir stuttan fund undir beru lofti var ákveðið að skálastæð- ið yrði á þessu hæðardragi; þessu til staðfestingar var rekin niður stöng ein með veifu og varða hlað- in í kring. Helgina 15. til 17. júlí fór flokk- ur manna til að grafa fyrir sökkl- um og byggður var vinnuskúr. Helgina 22. til 24. júlí voru allar undirstöður steyptar, um var að ræða níu rúmmetra af steypu sem steyptir voru við mjög erfiðar að- stæður . Um verslunarmannahelgina var skálinn reistur og hann gerður fok- heldur. Um er að ræða tveggja hæða hús sem er um það bil 60 fer- metrar að grunnfleti. Helgina 5. til 7. ágúst var gert klárt fyrir gólfklæðningu og ýmis frágangsvinna unnin. Helgina 12. til 14. ágúst var unnið við klæðningu að utan, þak einangrað, gólf klædd og gler sett í. Helgina 19. til 21. ágúst var unnið við utanhússklæðningu, hús einangrað og og pallur smíðaður fyrir framan húsið. Helgina 26. til 28. var unnið við ýmsan frágang og smíðað náðhús. Á fundi félagsins í desember árið 1988 afhenti skálanefndin Ferðaklúbbnum 4x4 skálann. Árið 1989 var efnt til keppni um nafn á skálanum, komu ýmis nöfn fram meðal annars Skálabotn- ar, Gullinhof, Kisubotn, Miðgarð- ur, Hofsbotnar, Sel, Setrið og Óðal. Var nafnið Setrið valið sem nafn á skálann. Höfundur: Sveinbjörn Halldórsson Heimildir: Saga Ferðaklúbbsins 4x4 í 15 ár eftir Ólaf Ólafsson Fyrir 25 árum, nánar tiltekið 10. mars 1983, var haldinn fundur í Vél- skóla Íslands (Fjöltækniskólinn í dag) um að stofna hagsmunasamtök um ferðalög og búnað fjórhjóladrifsbifreiða. Á fundinn mættu 52 og var farið yfir undirbúning, kosin stjórn og lög klúbbsins samþykkt. Nokkrar hugmyndir að nöfnum komu upp á fundinum. Þar má nefna helst: „Ferðaklúbburinn 4x4,“ „Fjallafarar“ og „Drif á öllum.“ Ákveð- ið var að fresta nafngiftinni þar til síðar og notast við „Ferðaklúbb- urinn 4x4“ til bráðabirgða. Hefur það nafn síðan fest við klúbbinn. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og í dag eru um 5 til 6.000 félagsmenn vítt og breitt um landið. Starfandi eru tíu landsbyggðar- deildir: Húsavíkurdeild, Eyjafjarðardeild, Húnvetningadeild, Skaga- fjarðardeild, Vestfjarðadeild, Suðurnesjadeild, Vesturlandsdeild, Austurlandsdeild og Hornafjarðardeild. Þar fyrir utan eru starfandi fyrir klúbbinn átta fastanefndir; umhverfisnefnd, tækninefnd, rit- nefnd, hjálparsveit, fjarskiptanefnd, litlanefnd, vefnefnd og skála- nefnd. Árið 1988 var starf- semi ferðaklúbbsins komin vel af stað eftir að tekist hafði að vinna reglugerðir um jeppa- breytingar með yfir- völdum og var mik- ill hugur í mönnum að reisa skála á hálendinu fyrir þessa áköfu ferða- menn. Fyrir valinu varð stæði við rætur Hofs- jökuls við Kisubotna. Skálinn er hinn glæsi- legasti í dag, með rennandi köldu vatni, vatnssalernum og rafmagni sem er keyrt með rafstöð auk kamínu sem hitar vatn fyrir ofnalagn- ir. Í honum geta gist á sjöunda tug manna í einu. Megináhersla klúbbsins er hagsmunagæsla fyrir áhugafólk um ferðir á hálendinu í sátt við náttúruna og á breyttum farartækjum. Með þetta var lagt af stað fyrir 25 árum og er stefnan sú sama í dag. Lögð hefur verið áhersla á náttúruverndarmál og er klúbburinn með öfluga umhverfisnefnd. Einnig hefur mikið verið lagt upp úr tækni- málum frá upphafi. Leggur klúbburinn mikla áherslu á að starfa með yfirvöldum hverju sinni að umhverfis- og tæknimálum. Hefur sam- vinnan tekist mjög vel og eflst með hverju árinu enda talið mikil- vægt að fræða þá sem ekki þekkja þessa ferðamennsku og stuðla að betur upplýstum ákvörðunum um hana hverju sinni. Ekki skiptir máli hvort menn séu á breyttum jeppum eða ekki til að fá inngöngu í klúbbinn, reynt er að finna eitthvað við allra hæfi. Farnar eru um það bil fjórar nýliðaferðir á ári, allt frá smájeppum upp í jeppa með 54 tommu dekkjastærð. Auk þeirra eru alltaf nokkr- ar skipulagðar ferðir á hverjum vetri og síðan tvær sumarferðir, landgræðsluferð sem farin er í umsjá umhverfisnefndar og umarhá- tíð 4x4 sem haldin er á mismunandi stöðum um landið á láglendi og eru báðar þessar ferðir ævinlega vel sóttar. Klúbburinn var lengi til húsa í Mörkinni 6, í húsnæði Ferðafélags Íslands, en nú um miðjan febrúar ákváðum við að færa okkur um set þar sem klúbburinn hefur stækkað og var húsnæðið orðið of lítið. Í dag erum við á Eirhöfða 11, skemmu 3, 110 Reykjavík og er skrifstofan opin á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 13 til 16 og á fimmtudögum frá kl. 13 til 18 en lokað er á föstudög- um. Agnes Karen Sigurðardóttir, formaður Ferðaklúbbsins 4x4. Ávarp formanns Agnes Karen Sigurðardóttir, formaður Ferða- klúbbsins 4x4. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Tilgangur skálanefndar er að hafa umsjón með Setrinu sem er skáli klúbbsins og stendur sunnan við Hofsjökul. Skála- nefnd sér um að leigja skálann út og einnig að halda honum við. Skálinn stendur sunnan við Hofs- jökul og geta 67 manns gist í honum. Þar er rafstöð sem er notuð fyrir ljós, rafmagnsofna og vatnsdælu sem dælir vatni úr bor- holu nálægt skálanum. Í honum er olíuofn sem hitar vatnið fyrir ofn- ana í húsinu. Skálinn er búinn öllum helstu þægindum, í honum er gott eld- hús með örbylgjuofni, ískáp og gaseldavél. Þar eru öll helstu fjarskiptatæki til dæmis NMT, TETRA-símar, VHF og CB-tal- stöðvar. Einnig eru þrjú vatnskló- sett á svæðinu, tvö í húsinu og eitt í útihúsi hinum megin á planinu ásamt kamri. Síðustu verkefni Skálanefndar hafa verið að byggja við skálann salernishús sem er innangengt í úr anddyri og leysir það af hólmi annað salernishús sem stendur ut- arlega á bílastæðinu. Önnur verk- efni hafa verið að færa olíutank sem var á pallinum aftur fyrir hús á betri stað. Nýlega var farið í það að skipta um ljósavél en hún var orðin of lítil og var helmingi stærri vél sett í stað þeirra gömlu. Á næsta ári stendur til að fara að huga að innviðum hússins, en það er aðeins farið að láta á sjá eftir mikla notkun síðustu ára. Einnig þarf að fara huga að grunni fyrir annað hús en við höfum leyfi til að byggja annað hús sem teng- ist við gamla andyrið. Síðast en ekki síst er það á stefnuskránni að leita að heitu vatni í nágrenninu, því það mundi gjörbreyta allri að- stöðu í Setrinu. Ef einhverjir hafa hug á að leigja skálann er best að hafa sam- band við skrifstofu Ferðaklúbbs 4x4 í síma 5684444 eða í Magnús Tómasson í síma 8217260. SKÁLANEFND: Kári Þórisson formaður Magnús Tómasson gjaldkeri Daníel Hartmannson Hermann Þór Jónsson Sveinbjörn Ingi Þorkelsson SKÁLANEFND Mynd frá kvennaferð Ferðaklúbbsins 4x4 árið 2006, tekin fyrir framan Setrið. MYND/AGNES KAREN SIGURÐARDÓTTIR Skálabygging Ferðaklúbbsins 4x4 Fjöldi vaskra manna lagði hönd á plóg svo skálabygging Ferðaklúbbsins 4x4 gæti orðið að veruleika. Ábyrgðarmaður: Sigurður Ásmundsson ritnefnd@f4x4.is Að blaðinu komu: Sveinbjörn Halldórsson, Helena Sigurbergsdóttir og Stjórn, Nefndir og deildir ferðaklúbbsins 4x4. Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.