Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 52

Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 52
 8. MARS 2008 LAUGARDAGUR10 ● fréttablaðið ● ferðaklúbburinn 4x4 25 ára Þegar upphaf og fyrstu ár Ferðaklúbbsins 4x4 eru skoð- uð er eitt nafn sem kemur oft upp, en það er nafn Garðars Skaptasonar, sem kom fram fyrir hönd undirbúningshóps- ins á stofnfundi félagsins 10. mars 1983. Garðar Skaptason var formaður félagsins 1984 og 1985 og í stjórn með honum voru Snorri Ingimars- son, Þorvarður Hjalti Magnússon, Árni Brynjólfsson, Hafþór Ferd- inandsson, Þorgrímur St. Árna- son, Bergþór Bjarnason og Kol- beinn Pálsson. Á þessum tveim- ur árum varð mikill viðsnúningur í starfi félagsins. Félagið fékk að- stöðu á Hótel Loftleiðum og voru fundir haldnir eins og nú einu sinni í mánuði. Einnig fjölgaði mikið í Ferðaklúbbnum 4x4 um þetta leyti auk þess sem nefndir eins og dekkjanefndin sem síðar varð tækninefndin tók til starfa. Undirrituð hafði ásamt Svein- birni Halldórssyni upp á Garðari og við hittum hann yfir kaffibolla í glænýrri aðstöðu klúbbsins á Eir- höfða þriðjudaginn 19. febrúar 2008 og fengum hann til að rifja upp þá daga þegar klúbburinn varð til. „Það voru margir sem komu að stofnuninni og lengi höfðu jeppa- menn rætt það sín á milli að þeir þyftu að gera eitthvað til að standa saman í baráttunni við yfirvöld og ná sátt um að fá að breyta bílum og keyra um á stórum dekkjum. Að öllum öðrum ólöstuðum þá var það Hafþór heitinn Ferdinands- son, kallaður Hveravalla-skrepp- ur, sem átti hvað stærstan þátt í því að Ferðaklúbburinn 4x4 var stofnaður,“ segir Garðar. „Á þessum dögum var þetta ekk- ert grín, menn voru að baxa við það hver í sínu horni að breyta bílum og setja þá á stærri dekk. Sumir gerðu þetta vel en aðrir illa eins og gengur, en allir voru í sama ves- eninu við yfirvöld. Menn voru að breyta bílum til baka fyrir skoð- anir, fóru með stóru dekkin í kerru út fyrir bæinn og skiptu þar um dekk; laumuðust hliðargötur út úr bænum því lögreglan átti það til að sitja fyrir mönnum. Ímynd almenn- ings var sú að þetta væru brjálað- ir menn á allt of stórum dekkjum sem færu spólandi og spænandi um landið. En þetta var fyrst og fremst hópur sem vildi fá að ferð- ast um landið í friði og sátt við nátt- úruna. Spól og náttúruskemmd- ir minkuðu til mikilla muna eftir að klúbburinn varð til, bæði því að menn fóru að ferðast miklu meira á veturna og strax frá upphafi var náttúruvernd og landgræðsla stór hluti af starfi klúbbsins.“ Garðar segir að þrátt fyrir að klúbburinn hafi verið stofnað- ur sem hagsmunasamtök en ekki ferðafélag stóð hann strax frá upp- hafi fyrir ferðum, því töluverð- ur þrýstingur var frá hálfu félags- manna um það. „Markmiðið með stofnun klúbbsins var að menn gætu sam- einast með yfirvöldum um að koma á lögum og reglum sem hægt væri að fara eftir og er það engin spurning að við værum ekki að keyra um í dag á breyttum jepp- um ef þessi vinna hefði ekki verið unnin á þessum tíma. Á stofnfund- inum komu þrjár tillögur að nafni. Það voru nöfnin Ferðaklúbbur- inn 4x4, Fjallfari og Drif á öllum. Einnig kom upp sú tillaga (sem var samþykkt) að fresta ákvörðun um nafnið þar til á næsta fundi til að gefa mönnum tíma til að íhuga til- lögurnar en að félagið skyldi kallað Ferðaklúbburinn 4x4 þangað til.“ Hvernig finnst þér Ferðaklúbbur- inn 4x4 í dag og stefna hans? „Ég vildi að ég vissi meira um hvað þið í klúbbnum eruð að gera; ég hef verið utanveltu svo lengi í þessu starfi að ég get ekki sagt mikið um það, en ég þarf ekki annað en að líta í kringum mig til að vera ákaflega ánægður með það hvernig til hefur tekist. Ánægjulegt að sjá hversu margir af upphafsmönnunum eru enn virkir félagar í klúbbnum. Patrol eða Toyota? „Aldrei í lífinu, það er bara amer- ískt sem kemur til greina.“ Helena Sigurbergsdóttir Upphaf og fyrstu ár klúbbsins Garðar Skaptason í nýrri aðstöðu klúbbsins á Eirhöfða. MYND/HELENA SIGURBERGSDÓTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.