Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 57

Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 57
LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 Vesturlandsdeild Ferðaklúbbsins 4x4 var stofn- uð á Akranesi og verður því 14 ára í vor. Vesturlandsdeild Ferðaklúbbsins 4x4 var stofnuð á Akranesi í maíbyrjun 1993 og verður því 14 ára í vor. Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Ferðaklúbbs- ins 4x4, og Guðmundur B. Hannah, Sigurþór Ágústs- son og Örn Thomsen (Arctic Trucks Norge í Drammen) boðuðu til stofnfundarins og var deildin í byrjun hluti Akstursíþróttafélags Vesturlands. Skráðir félagar eru nú um 180 talsins. Starfið er nokkuð svipað og hjá félaginu í Reykja- vík. Fjölskylduferðir hafa átt veglegan þátt í starfi okkar og einnig höfum við eina til tvær konur í stjórn deildarinnar. Deildin leigir fundaraðstöðu í Jónsbúð af Kvennadeild slysavarnarfélagsins Landsbjargar Akra- nesi og eru haldnir fundir annan mánudag hvers mán- aðar kl. 20.00. Dagskrá fundanna er af ýmsum toga. Yfirleitt er farið yfir málefni sem eru á döfinni, ferðir eða sam- komur, félagsmenn koma með myndir sem þeir hafa tekið í skipulögðum ferðum eða á eigin vegum. Við höfum líka gert nokkuð af því að heimsækja fyrirtæki og verslanir í Reykjavík til að kynna okkur starfsemi þeirra og sérvörur eða að þau koma til okkar. Verk- stæðisfundurinn sem er haldinn í janúar ár hvert er einn af okkar fjölsóttu kynningum en þá erum við með ákveðið þema í bílategundum eða breytingum en um 70 manns mættu á síðustu kynningu. Undanfarin ár hefur verið farin dagsferð snemm- sumars með fatlaða einstaklinga sem búa á Vesturlandi. Ekið er um Vesturland að einhverjum góðum stað og grillað ofan í mannskapinn við mikinn fögnuð þátttak- enda. Fatlaðir einstaklingar eru einstaklega þakklátir þegar eitthvað svona er gert, en upprifjun frá ferðinni er svo í desember með myndasýningu í fundaraðstöð- unni í Jónsbúð. Þá bjóðum við líka upp á heitt súkkulaði og jólasmákökur sem fólk kann vel að meta. Deildin hefur haldið þorrablót síðan veturinn 1999 í eða við Húsafell en það er góð staðsetning þar sem stutt er á jökulinn og auðvelt að leigja sér félagsbú- staði yfir helgina. Oftast er fullt hús og félagar mæta með fjölskyldur sínar og er aldursdreifing allt frá nokkurra mánaða til sextugs. Utan þessara stærstu viðburða eru nokkrar skipu- lagðar helgar- og dagsferðir farnar á hverjum vetri en einnig eru félagsmenn duglegir að ferðast saman í hópum eða á eigin vegum. Haust-, áramóta- og vorferð- ir eru vinsælastar, en vorferðin er oftast varin á Vatna- jökulssvæðið. Við höfum farið með Fjölbrautarskóla- nemendur í þriggja daga ferðalag í opinni viku skólans í febrúar, en þar hafa nemendur einnig komið á sínum eigin bílum eða foreldra sinna, en þessar ferðir eru oftar en ekki fyrsta ferð margra út á jökla eða vegleys- ur landsins og margir koma með okkur ár eftir ár. Deildin hefur komið sér upp góðum lager af tækjum og tólum sem eru til afnota fyrir félaga. Má þar nefna spil, tóg, járn- og álkarla, VHF-handtalstöðvar og ým- islegt fleira þess háttar. Einnig á deildin mjög góðan sjúkrakassa sem passar á toppgrindur flestra jeppa, en í honum má meðal annars finna fullkomið bretti til að flytja slasað fólk, spelkur og allan almennan fyrst- uhjálpar-búnað. Þennan búnað geta félagar fengið lán- aðan með sér í ferðir og hefur það komið sér vel að hafa hann þegar félagar hafa komið að slysum, en sem betur fer hafa félagar ekki þurft á honum að halda fyrir sig sjálfa. STJÓRN VESTURLANDSDEILDAR 20072008 Karl Ingi Sveinsson formaður, kisvg@simnet.is og karl@hrv.is, sími: 864 0746 Flemming Madsen gjaldkeri, flemming@fva.is sími: 863 6638 Ásgeir Sæmundsson ritari, geiris@vortex.is sími: 894 8118 Sigurbjörn Hafsteinsson meðstjórnandi, siljaallans@visir.is sími: 893 0922, Helgi Þór Heiðarsson meðstjórnandi, helgi@helgi.org sími: 899 7433 Sigurður Ó. Guðmundsson meðstjórnandi, sjuddi75@simnet.is sími: 899 7445 Lilja Birkisdóttir meðstjórnandi, lilja@fva.is sími: 691 3254 Gísli J. Guðmundsson meðstjórnandi, villgill@simnet.is, sími: 863 0071 Deildin heldur úti heimasíðu http://www.vest4x4.net Karl Ingi Sveinsson formaður Mynd tekin úr ferð félagsins á Vatnajökul í maí árið 2007. MYND/KARL INGI SVEINSSON VESTURLANDSDEILD
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.