Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 58

Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 58
 8. MARS 2008 LAUGARDAGUR16 ● fréttablaðið ● ferðaklúbburinn 4x4 25 ára Fjarskipti skipta miklu máli í jeppaferðamennsku á Íslandi. Jeppaferðamenn ferðast oftast nokkrir saman í hóp og þá skiptir miklu máli að hafa góð fjarskipti á milli bíla. Samband við byggð er einnig mikið öryggisatriði ef óhöpp verða og einnig til að láta vita af ferðum sínum. Við búum í landi sem er að mörgu leyti erfitt hvað varðar ör- yggisfjarskipti. Á Íslandi eru víð- áttumiklar óbyggðir og það er kostnaðarsamt að halda úti fjar- skiptakerfum sem duga fyrir allt landið. Í rauninni er ekkert innlent fjarskiptakerfi sem dugar á land- inu öllu og ekki er fyrirséð að neitt kerfi muni geta það í náinni fram- tíð. Einungis gervihnattasímar á borð við Iridium ná sambandi hvar sem er á landinu en notkun þeirra er mjög dýr. Miklar breytingar standa nú yfir á farsímakerfum á hálend- inu. Slökkt verður á NMT-far- símakerfinu innan tíðar og ferða- menn finna nú þegar fyrir minni þjónustu við kerfið. Uppbygging er hafin á nýjum fjarskiptakerf- um sem ætlað er að koma í stað- inn og miklu máli skiptir fyrir ferðamenn að vel takist til. Ástand öryggisfjarskipta á hálendinu er því langt frá því að vera ásættan- legt eins og staðan er nú. Hlutverk fjarskiptanefndar Ferðaklúbbsins 4x4 er að gæta hagsmuna félags- manna á þessu sviði. Flestir félagsmenn eru með VHF-talstöðvar í bílum sínum til samskipta á milli bíla. VHF-tal- stöðvar eru nokkuð háðar sjón- línu og draga ekki miklar vega- lengdir nema við góðar aðstæður. Ferðaklúbburinn 4x4 rekur sextán VHF-endurvarpa á fjallstoppum víðs vegar um landið og þeir auka verulega langdrægni og notagildi VHF-talstöðvanna sem öryggis- tækis. Fjarskiptanefnd hefur um- sjón með rekstri endurvarpanna og Ferðaklúbburinn 4x4 leggur talsverða fjármuni í þetta verk- efni. Nú vinnur fjarskiptanefndin að þróun á búnaði sem mun gera mögulegt að koma á neyðarhlustun fyrir endurvarpana á hagkvæman hátt, meðal annars með því að nýta Internetið. Mikil uppbygging er nú í gangi á Tetra-kerfinu, en það er framtíðar- fjarskiptakerfi löggæslu og björg- unaraðila. Tetra-kerfið hefur nú þegar náð meiri útbreiðslu held- ur en NMT-kerfið og Neyðarlín- an, sem rekur kerfið, stefnir á að kerfið muni ná yfir mestallt landið síðar á þessu ári. Félagar í Ferða- klúbbnum 4x4 fá nú aðgang að Tetra-kerfinu, sem er mikið fram- faraspor. Tetra-kerfið er uppbyggt þannig að auðvelt er að halda samskipt- um F4x4 félaga aðskildum frá lög- gæslu og björgunaraðilum að öllu jöfnu en samtengja eftir þörf- um. Það er mikið öryggisatriði að Ferðaklúbburinn 4x4 fær aðgang að Tetra-kerfinu af því að það er nú langútbreiddasta fjarskipta- kerfið á landinu sem hefur örugga neyðarhlustun. Ekki er fyrirséð að annað fjarskiptakerfi verði byggt upp með betri útbreiðslu á mark- aðslegum forsendum. Félagsmenn í Ferðaklúbbnum geta líka reynst mikilvægir við erfiðar björgun- araðgerðir á hálendinu því farar- tæki félagsmanna eru mörg hver með þeim öflugustu á landinu. Það getur því verið heppilegt að geta tengt fjarskipti þessara aðila saman á einfaldan hátt. Vodafone hefur hafið uppbygg- ingu á langdrægu GSM-kerfi og einhver kerfi eru í burðarliðn- um hjá Símanum. GSM-kerfi Vod- afone lofar góðu og nú er komið GSM-samband í Setrinu, fjalla- skála f4x4, sem er sunnan undir Hofsjökli. Þrátt fyrir að mikil uppbygging á fjarskiptakerfum standi yfir er ljóst að þau muni ekki ná landinu öllu. Öll þessi kerfi byggja meira og minna á sjónlínu og fagmenn sjá fyrir að skuggasvæði vegna mishæða og fjalla verði víða. Eitt af hlutverkum fjarskiptanefndar er að leita leiða fyrir örugg fjar- skipti á þessum skuggasvæðum, á annan hátt en með dýrum gervi- hnattasímum. VHF-kerfi Ferða- klúbbsins 4x4 mun koma að góðum notum á mörgum af þessum stöð- um og einnig er horft til fjarskipta á lægri tíðnum sem ekki eru háð sjónlínu, svokallaðra HF-fjar- skipta. Dæmi um slík fjarskipti eru gömlu Gufunestalstöðvarnar en hlustun á þær var aflögð þegar NMT-kerfið var byggt upp. Einföld og ódýr leið til að stunda HF-fjar- skipti er að gerast radíóamatör, en þeir stunda HF-fjarskipti með til- tölulega ódýrum búnaði um allt land og jafnvel á milli landa. Rad- íóamatörum fer mjög fjölgandi í Ferðaklúbbnum 4x4 og það segir sína sögu um það hvað félagsmenn hafa fundið fyrir sambandsleys- inu við umheiminn á fjallaferðum sínum undanfarin ár. Snorri Ingimarsson Nefndir innan 4x4 Loftnet sett upp við VHF-endurvarpa á Þrándarhlíðarfjalli við Skagafjörð. LITLANEFND Litlanefndin hefur verið starfrækt innan klúbbsins til nokk- urra ára. Hlutverk hennar var að fara með lítið eða ekki breytta bíla í ferðir, ýmist dags- eða helgarferðir. Síðastliðið haust gerðist það svo að alger endurnýjun varð á nefnd- inni. Þeir sem í henni höfðu setið hurfu til annarra starfa og nýir menn tóku við. Við það tækifæri var starfsháttum nefndarinnar breytt og á hún meðal annars að sjá um nýliðafræðslu og skipu- leggja nýliðaferðir. Það hefur loðað við klúbbinn að erfitt sé fyrir nýja félaga að kynnast starfsemi hans, uppbyggingu og öðrum félagsmönnum. Því tók nefndin að sér að reyna að breyta. Sett var saman veglegt rit um klúbbinn þar sem komið er inn á ástæður fyrir stofnun hans, núver- andi uppbyggingu og margt annað varðandi félagsstarfið. Nýjum félögum hefur verið sent bréf þar sem þeir eru boðnir velkomnir í klúbbinn og nú fyrir stuttu var haldin í fyrsta skipti sérstök ný- liðakynning. Nýliðum var boðið að koma á þá kynningu ásamt fjöl- skyldum sínum. Óhætt er að segja að þessi fyrsta kynning hafi heppnast mjög vel. Á hana mætti á þriðja tug nýliða. Farið var yfir starfsemi klúbbs- ins fyrr og nú ásamt því að rætt var um ýmis mál varðandi klúbbinn og ferðamennsku almennt. Í framhaldi af kynningunni var í sam- vinnu við hjálparsveit klúbbsins haldið svokallað „bílskúrskvöld“ hjá Bílabúð Benna. Þangað var félögum boðið að koma og kynnast fyrirtækinu. Einnig var farið yfir notkun dráttartóga, drullutjakka og grunnatriði í að gera við dekk á ferðalögum. Á næstu vikum mun litlanefndin svo efna til dagsferðar í sam- vinnu við afmælisnefnd klúbbsins. Þá verður farið í ferð sem hent- ar öllum jeppum, óháð dekkjastærð. Hvert farið verður og hvenær verður auglýst sérstaklega á vef klúbbsins, líklegast verður ekið um Reykjanesið. Emil Borg RITNEFND Ritnefnd er ein af elstu nefndum Ferðaklúbbsins 4x4 og hef- ur markmið hennar frá stofnun verið að gefa út fréttabréf til að koma upplýsingum um klúbbstarfið til félagsmanna. Upphaflega var gefinn út ljósritaður einblöðungur fyrir aðalfund en síðan átti útgáfan eftir að vinda upp á sig. Þegar mest lét voru gefin út fréttablöð, brotin um og litprentuð, einu sinni í mánuði og stóð útgáfan undir sér með auglýsingasölu. Eftir að vefsíða Ferðaklúbbsins f4x4.is var stofnuð fer upplýs- ingamiðlun til félagsmanna öll fram þar og því nauðsyn á útgáfu fréttablaðs ekki fyrir hendi lengur. Undanfarin ár hefur dregið úr útgáfu fréttablaðanna og fyrir tveimur árum voru gefin út fjögur fréttablöð sem innihéldu aðallega ferðasögur og myndir. Á síðasta ári ákvað ritnefnd í samvinnu við stjórn að fækka enn frekar útgefnum blöðum og voru tvö blöð gefin út. Ritnefnd ákvað jafnframt að kanna grundvöll fyrir því að gefa út stærra og veg- legra blað sem innihéldi ýmsar tæknilegar og fræðandi upplýsing- ar sem gott væri að grípa til þegar ferðast er um landið. Afrakstur þessarar vinnu kom í ljós í byrjun desember á síðasta ári þegar 108 blaðsíðna bók rann inn um póstlúgur félagsmanna. Þessari nýjung hefur af flestum félagsmönnum verið vel tekið. Ritnefnd stendur núna í samvinnu við afmælisnefnd og stjórn að útgáfu þessa blaðs. Í september er svo áætlað að út komi veglegt rit eins og kom fyrir áramót og fer vinna og auglýsingasöfnun við þá útgáfu að hefjast fljótlega. Í ritnefnd eru: Sigurður Ásmundsson formaður Halldóra Ingvarsdóttir Einar Sólonsson Guðrún Rut Gunnlaugsdóttir Sólveig Ásgeirsdóttir Sigurður Ásmundsson formaður VEFNEFND Vefnefnd sér um daglegan rekstur og ritstjórn vefsíðu Ferða- klúbbsins 4x4. Nefndin var stofnuð þegar núverandi vefur félagsins var tekinn í notkun. Hlutverk hennar er að sjá um daglegan rekstur og ritstjórn vefsins. Nefndin sér um tæknilega umsjón hans, svo sem skrán- ingu á lénum, samskipti við hýsingaraðila og þess háttar. Einnig eru nefndarmenn félögum og öðrum nefndum innanhandar við innsetn- ingu efnis ef þörf er á. Nefndarmenn hafa sinnt minniháttar lagfæringum á vefkerfinu og haldið vefnum gangandi síðan hann fór í loftið. Framundan er smíði á nýjum vef fyrir klúbbinn og verður hann vonandi kominn í gagnið innan fárra mánaða. Bjarni G. Vefnefnd FJARSKIPTANEFND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.