Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 62
 8. MARS 2008 LAUGARDAGUR20 ● fréttablaðið ● ferðaklúbburinn 4x4 25 ára Suðurlandsdeild var stofnuð í Tryggvagötu á Selfossi 16. janúar 1989. Stofnfundur Suðurlandsdeildar var haldinn 16. janúar 1989 í Tryggva- skála á Selfossi og mættu þar um 80 manns. Á fundinn mættu tveir stjórn- armenn úr Reykjavík, þeir Ólafur Ólafsson og Jakob Þorsteinsson og kynntu þeir starfsemi Ferðaklúbbs- ins 4x4. Aðeins ein deild var starf- andi í klúbbnum á þessum tíma, það er Húsavíkurdeild. Fundurinn sam- þykkti að vera deild í Ferðaklúbb- num 4x4 og voru félagslög samþykkt í samræmi við það. Á aðalfundinum 1990 var upplýst að 54 hefðu greitt félagsgjald. Suðurlandsdeildin starfar á Sel- fossi og heldur fundi einu sinni í mánuði í Golfskála Selfoss á þriðju- dagskvöldum. Einnig er opið hús einu sinni í mánuði þar sem komið er saman á Kaffi-Krús og spjallað. Þá er deildin með heimasíðu www.f4x4su- dur.is þar sem dagskráin er auglýst og spjallað. Hefðbundið vetrarstarf hefst gjarnan á haustferð og fyrsti félagsfundurinn er í september og endað á aðalfundi í maí. Þá heldur deildin árshátið, „Byggðabrölt,“ með heimatilbún- um skemmtiatriðum fyrir jól. Þá er gjarnan farin afmælisferð upp úr áramótum og þorrablótsferð. Oft er bryddað upp á öðrum ferðum í nafni klúbbsins er líður á veturinn og seinni árin oft boðið upp á sum- arferð. Næsta ferð er fyrirhuguð í mars í Sigurðarskála í Kverkfjöllum og verður gist þar tvær nætur. Nánar um það á heimasíðunni. Í deildinni eru núna um 200 manns og er hún ein stærsta deild klúbbsins. Nokkrar starfsnefndir starfa milli aðalfunda, til dæmis kofaráð, skemmtinefnd og vefnefnd. Deildin hefur til umráða Sult- Deildir in Upp úr 1970 stofnuðu nokkrir jeppaeigendur á Suðurnesjum Jeppavinafélag Suðurnesja og var markmiðið að ferðast um hálendi Íslands að sumri til á þeim tíma. Í vetrarferðamennskuna áttu nokkrir félagar snjóbíla sem þeir notuðu til að ferðast að vetri til og þá sérstaklega í Landmannalaugar. Á þessum tíma kom oft og iðulega fyrir að þeir voru síðustu menn í Landmannalaugar að hausti til og um páska þegar farið var í Laug- arnar á snjóbílunum, höfðu engir komið þar frá því um haustið. Á níunda áratugnum fer þessi ferðamennska að breytast. Menn eru búnir að leggja snjóbílunum og farnir að ferðast um á jeppum á stærri dekkjum á veturna í Þórs- mörk og Landmannalaugar. Smám saman fjölgar breyttum jeppum, félögum fjölgar í Jeppavinafélag- inu og 1996 er samþykkt að Jeppa- vinafélagið gangi inn í Ferða- klúbbinn 4x4 sem sérdeild. Um tíma voru fundir mánaðar- lega í húsi björgunarsveitarinnar Stakks í Keflavík og 1994 er Hlöðu- vallaskáli tekinn í vetrarfóstur frá Ferðafélagi Íslands. Var þá farið í heilmikla vinnu við að lagfæra skálann og bæta en upp úr sam- starfinu slitnaði 1996. Á þessum árum ferðuðust menn mjög mikið um hálendi Íslands í félagahópum en ekki var verið með skipulagðar ferðir á vegum klúbbsins. Í febrúar 2000 er fyrsta skipu- lagða þorrablótið haldið á vegum Suðurnesjadeildar í Landmanna- laugum og var metþátttaka eða 107 manns á 41 bíl. Síðan hefur þorrablótið verið fastur liður í vetrardagskránni, ýmist í Land- mannalaugum en núna seinni árin í Setrinu, skála Ferðaklúbbsins 4x4 undir Hofsjökli, en núna síðast var farið aftur í Landmannalaugar. Veturinn 2004/2005 tók deild- in gamla skálann í Landmanna- helli í vetrarleigu og var með hann þar til sumarið 2006 þegar hann brann. Síðan hefur deildin verið með nýjan skála, Fell,sem Hellis- menn eiga á sama svæði. Sá skáli tekur 18 til 20 manns í gistingu, er kyntur með gasi og er með salern- isaðstöðu. Vetrardagskrá deildarinnar snýst núorðið um skálann ef svo má segja. Farið er í haustferð í október til að gera skálann kláran og síðan eru skipulagðar ferð- ir í kringum skálann til að nýta hann vel. Hann er þó fulllítill fyrir þorrablótið sem alltaf er mjög vel sótt þótt ekki náist metið frá fyrsta þorrablótinu. Fundir eru haldnir fyrsta mið- vikudag í hverjum mánuði í húsi björgunarsveitarinnar Suðurness Holtsgötu 51 í Njarðvík yfir vetur- inn, frá september og fram í maí. Engin starfsemi hefur verið yfir sumarið en einstaka félagar hafa þó sótt sumarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4. Síðustu tvö ár hefur starfsemi deildarinnar hafist með hóp akstri á Ljósanótt í Reykjanesbæ með fornbílum og mótorhjólum en þá fara menn í skúrinn og bóna og pússa bílana fyrir hóp aksturinn og fjölmenna í hann. Framundan í starfi deildarinn- ar eru nokkrir atburðir sem finna má á heimasíðu Ferðaklúbbsins 4x4, www.f4x4.is, undir deildir. STJÓRN SUÐURNESJADEILDAR 4X4 20072008 Heiðar S. Engilbertsson formaður, heidar@iav.is sími: 6606222, Marteinn Jensen gjaldkeri, skugg@simnet.is sími: 8610052 Hörður Birkisson ritari, hordur@ heklakef.is sími: 8250016 Steinar Freyr Sigurðsson meðstj., gamli82@hotmail.com sími: 8617459 Magnús Hafsteinsson meðstj., magnusxx757@simnet.is sími: 8605252 Ágúst Þór Guðbergsson varastj., agust@isfoss.com sími: 8935414 Jökull Einarsson varastj., jokulle@ internet.is sími: 8650470 Heiðar S. Engilbertsson formaður HÚNVETNINGADEILD SUÐURNESJADEILD Húnvetningadeild var stofn- uð við Skagaströnd árið 1992. Húnvetningadeild var stofnuð 30. desember 1992. Stofnfund- urinn var haldinn í skíðaskálan- um við Skagaströnd og mættu þar 28 félagar. Á fyrsta aðalfundi var farið að ræða skálamál og fleira. Nokkrir skálar komu til greina í upphafi. Þegar farið var að skoða þá nánar og tala við hlut- aðeigandi varð ljóst að einn skála skyldi skoða betur. Það var Álkuskáli sem er á Gríms- tunguheiðinni. Voru félagar fengnir til að ræða við hreppsnefndir Sveins- staða- og Áshrepps. Var samn- ingur undirritaður 1995. Höfum við haft umsjón með skálan- um síðan. Þá hófst vinna við að klæða hann að utan og mála hann að innan og sett var upp ljósavél sem sér skálabúum fyrir hita og birtu. Reynt hefur verið að halda félagsfundi einu sinni í mán- aði og fundir verið haldnir á ýmsum stöðum. Hafa í deildinni verið frá tuttugu og upp í fjöru- tíu félagsmenn. Ýmsar hefðir hafa komist á í deildinni svo sem jólaglögg í desember og einnig hefur verið haldið þorrablót frá árinu 1999 og hefur verið vel mætt á þau. Farnar hafa verið stuttar og langar ferðir á vegum deild- arinnar til dæmis í Laugarfell, Setrið og inn á Hveravelli. Í framtíðinni er ætlunin að reyna að fara fleiri jeppaferð- ir og vinna meira við skálann okkar. Markmið deildarinnar er að efla félagsmenn, stuðla að bættum akstri á fjallvegum og að aka ekki utanvegar. STJÓRN HÚNVETNINGADEILDAR 20072008 Jakob Á. Jóhannsson formaður, kobbi@simnet.is sími: 8665502 / 4510032 Björn S. Þórisson gjaldkeri, bokh 8644820 Sighvatur Steindórsson ritari, kerrur@simnet.is sími: 8614024 Ingvar F. Ragnarsson gjaldkeri kolugilcentrum.is sími: 4512563 Bjarni Ottósson, jennal@simnet. is sími: 8930479 / 4522779 Árni Einarsson meðstjórnandi, krimmi75@simnet.is sími 8940816 Bjarni G. Stefánsson varamaður, gerpir@islandia.is Deildin heldur úti heimasíðu www.123.is/4x4hunar Jakob Á. Jóhannson Frá þorrablóti Húnvetningadeildar árið 2008. Bílar á Hveravöllum. MYND/JAKOB HÚNAKÓNGUR Vestfjarðadeild Ferðaklúbbsins 4x4 var endurreist á fundi árið 2005. Frá þeim tíma hefur deildin staðið fyrir tveimur skipulögðum ferðum á Langjökul og í báðum tilvikum var ferðatíminn mun lengri en áætlað var í upphafi. Auk þess hafa verið farnar fjöldi ferða á Drangajökul og á Glámu. Flestar hálendisferðir okkar Vest- firðinga byrja annað hvort á Stein- grímsfjarðarheiði eða á Hrafns- eyrarheiði. Frá Hrafnseyrarheiði er hægt að keyra á Sjónfríð og yfir Glámu, upp á Rauðfossafjöll og yfir Þorskafjarðarheiði á Steingríms- fjarðarheiði. Þaðan er síðan hægt að fara á Drangajökul. Á þessu ári er ætlunin að taka þátt í ferð með Skagafjarðadeild F4X4 og mun ferðinni heitið í Kverkfjöll. Um páskana verður farið á Dranga- jökul þar sem tekið verður á félags- mönnum annarra deilda. Vestfjarðadeildin heldur félags- fundi annan hvern laugardag að Sindragötu 14. STJÓRN VESTFJARÐADEILD 20072008 Barði Önundarson formaður, bar- dion@simnet.is sími: 8920429 / 4564747 / 8534153 Ólafur Hallgrímsson olih@tmd.is Sími 898-8646/554-5140 Ritari Árni Þór Einarsson meðstjórnandi, trukkurinn@simnet.is sími: 8944713 / 854-4813 Einar Már Gunnarsson, einarm@ simnet.is sími: 8924864 / 4563502 Björn Bergsson varamaður, bjossi- bergs@snerpa.is sími: 8993451 / 8543451 Ólafur Hallgrímsson ritari VESTFJARÐADEILD Mynd tekin við Goðastein á Eyjafjallajökli. SUÐURLANDSDEILD Svona gerist stundum líka í ferðum, allir sluppu þó ómeiddir úr þessu óhappi sem varð í janúarferð á Grímsfjalli 2007. MYND VILHELM ÞÓR ÞÓRARINSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.