Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 77

Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 77
LAUGARDAGUR 8. mars 2008 37 urðardrottning og mér reyndist það álag erfitt.“ Verð þá að minnsta kosti hamingju- söm og feit Manuela segir að henni hafi ein- mitt reynst erfitt árin eftir keppn- ina að líta „eðlilegum“ augum á það hvað það væri að vera í formi. „Í keppninni gengur allt út á það fyrst og fremst – að vera með línurnar í hundrað prósent lagi – og það send- ir stúlkum svo ofboðslega röng skilaboð. Verkefni mitt í keppninni var auðvitað að vera tipp topp en svo eftir að því tímabili lauk hætti ég að sjá mörkin – hvað væri eðli- legt í því samhengi og hvað ekki. Metnaðurinn hafði verið sá að missa ekki tökin og fitna ekki og ég var svo hrædd um það að ég sá ekki að ég var í raun löngu búin að missa tökin og það í hina áttina.“ Manuela segir að henni hafi hingað til ekki þótt rétt að ræða þetta tímabil íl lífi sínu og vera einhver fyrirmynd þegar hún hafi enn verið að kljást við þetta. „Ég tala samt opið um þetta við fólk í dag en það hefur tekið sinn toll að losna undan þessum brenglaða hugsun- arhætti – og Grétar kom þar mjög sterkt inn í að hjálpa mér.“ Manu- ela hefur líka sterkar skoðanir á því hvað keppnin geti gert ómótuð- um stelpum: „Það er afskaplega óhollt fyrir ungar stelpur að kom- ast áfram á einhverju sem er bara út á við – vera fyrst og fremst metnar eftir útliti en ekki hvers virði þær eru sem manneskjur og þessi keppni er að mínu mati því miður einfaldlega ávísun á ein- hvers konar átröskun. Ég er ekki að segja að keppnin eigi ekki rétt á sér, það er ekki mitt að dæma það, en þú þarft að vera helvíti sterk til að höndla pressuna sem fylgir því að láta segja við þig: „Þú ert of feit – þú verður að léttast um 10 kíló til að eiga möguleika.“ Þetta var skemmtileg lífsreynsla á þessum tíma en gjaldið er bara hærra en marga grunar eftir á og ég er alveg viss um að stór hluti stúlkna sem fara í fegurðarsamkeppnir enda oft með einhvers konar átröskun- arvandamál þótt þau séu misalvar- leg. Fyrir mig í dag er stærsta skrefið sem ég tók þegar ég hugs- aðu með sjálfri mér: Ókei, ef ég verð feit – þá verð ég allavega hamingjusöm og feit! Það var stór sigur!“ Manula segist hafa átt frábæra undanfarna mánuði en mikla athygli vakti þegar hún og Grétar Rafn giftu sig eftir aðeins nokk- urra mánaða kynni. Manuela kímir þegar hún er spurð út í hvernig þau kynntust. „Úff. Ég get svarið það. Það er það hallærislegasta í heim- inum. En jæja, við kynntumst á Myspace. Hver kynnist ekki á Myspace í dag? Internetið hentaði okkur allavega mjög vel þarna því hann var í Hollandi og ég var á Íslandi og þetta gaf okkur tæki- færi til að kynnast afskaplega vel. Við töluðum saman allan sólar- hringinn og mér fannst þetta mun skemmtilegra en hið dæmigerða þvingaða stefnumót. Svo kom hann til Íslands þremur vikum eftir að við fórum að spjalla á Myspace og þá small þetta bara allt saman. En jú, jú, fólki fannst þetta samt frek- ar skrítið og átti erfitt með að trúa að við hefðum getað orðið ástfang- ið á netinu, byrjað saman og gift okkur svo eftir þrjá mánuði. En við vissum að þetta var rétt og mér þótti þetta langtum betra en hefð- bundna leiðin sem er kannski að hittast ofurölvi á djamminu og fara heim eftir nokkurra klukkustunda kynni – jafnvel þótt fólki þyki það jafnvel „eðlilegra“. En við erum bæði þannig að okkur hefur alltaf verið sama um hvað öðrum finnst og teljum okkur afskaplega heppin að hafa fundið hvort annað.“ Geymir Myspace-samskiptin Þótt Manuela hafi varla þekkt haus né sporð á boltaíþróttum áður en hún kynntist Grétari segir hún að hún sé öll að koma til og fari á leik- ina með Bolton og sé smám saman að komast inn í knattspyrnuheim- inn. „Annars erum við Grétar mjög lík og þetta er í fyrsta skipti sem ég er fullkomlega viss – það er ekk- ert sem vantar eða eitthvað eitt sem böggar mig.“ Og Manuela við- urkennir hlæjandi að geyma Myspace-samskiptin þeirra – um 78 blaðsíður. „Þetta er eins og skoða gamalt myndaalbúm fyrir okkur. En hvað sá ég við hann? Jú, hann er bara svo margt. Afskap- lega vel gefinn, metnaðarfullur, hrikalega fyndinn og jú,jú, mynd- arlegur og það allt en það skiptir nákvæmlega engu máli í saman- burði við allt hitt. Það er algert aukaatriði. Ég ætlaði alls ekki út í samband þegar ég hitti hann en hann en okkar samband var bara allt of sérstakt til að sleppa því.“ Manelu segist líða sem heppnustu konu í heimi í dag. „Jóhann Grétar skemmtir mér á hverjum degi, það er auðvitað allt öðruvísi fyrir einkabarnið mig að eignast barn og félaga heldur en kannski marga. Nú veit ég að ég verð aldrei ein, Jóhann Grétar fylgir mér og mér finnst ég geta gert hvað sem er. Ég á yndislega fjölskyldu sem ég er þakklát fyrir og líður afskaplega vel.“ Ekki síst finnst henni gott að vera komin út. „Það er að vísu eitt og annað sem maður þarf að læra – eins og að keyra á öfugum vegar- helmingi og ég verð nú að viður- kenna að ég náði að klessa hvíta fína Range Roverinn minn en þetta er allt að koma. Hvað gerum við? Ég get sagt þér að við erum örugg- lega leiðinlegasta fólk í heimi til að hanga með! Ég hef aldrei smakkað áfengisdropa og við djömmum því ekkert og best finnst okkur að kúra, elda góðan mat og fara í bíó. Sófadýr algjör sem sagt. En okkur líkar það afskaplega vel og ég hlakka til að njóta lífsins með fjöl- skyldunni.“ ➜ VISSIR ÞÚ... ..að Manuela er fædd 29. septemb- er, 1983 en dagurinn er tengdur íslenskri hjátrú - menn trúðu að veðurfarið þennan dag héldist næstu þrjár vikur. ...að samkvæmt stjörnuspá Man- úelu er hún afar ræktarsöm hvað sína nánustu varðar. ...að Manuela Ósk er frænka Bubba Morthens. ...að Manuela ætlar til Flórída í sumar og sýna eiginmanni sínum fjölskylduhúsið þar. ...að ef þú googlar nafnið „Manuela Ósk“ færðu 438 niðurstöður. SKRÚFUDAGUR Komdu og taktu þátt í skemmtilegri dagskrá í Fjöltækniskóla Íslands og Flugskóla Íslands við Háteigsveg í dag kl. 13:00 - 16:30. NÁMSKYNNING Stúdentspróf Einka- og atvinnuflugmannspróf Vélstjórnar- skipstjórnarpróf Alþjóðleg réttindi Nám í Iðnskólanum í Reykjavík DAGSKRÁ Véla-, siglinga- og flughermar Nemendur og kennarar að störfum við vélar og tæki Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun kl. 14:00 Turninn verður opinn gestum Ókeypis ferðir á milli Fjöltækniskólans og Flugskólans á Reykjavíkurflugvelli Ferðaklúbburinn 4x4 verður með jeppasýningu á staðnum Dregið úr lukkupotti kl. 16:00. Tímar í flughermi og útsýnisflug yfir Reykjavík í verðlaun. Útsýnisflugið er strax að útdrætti loknum Kvenfélögin Hrönn og Keðjan selja kaffiveitingar gegn vægu gjaldi Allir velkomnir Vinnið útsýnisflug yfir Reykjavík og tíma í flughermi. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun kl. 14:00. HÁTEIGSVEGI 105 REYKJAVÍK SÍMI 522 3300 WWW.FTI.IS Nám í Fjöltækniskóla Íslands og Flugskóla Íslands hentar m.a. þeim sem vilja ljúka stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með véltækni,- raftækni,- skipstækni- eða einkaflugmannsprófi. Náimið hentar líka þeim sem vilja verða skipstjórar, flugmenn, vélstjórar, vélfræðingar hjá orkufyrirtækjum eða vilja undirbúa sig fyrir háskólanám á tæknisviði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.