Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 86
46 8. mars 2008 LAUGARDAGUR H rafnhildur flutti til New York eftir að hafa farið þangað í útskriftarferð með Mynd- og handíða- skólanum. Hún tók masterinn í School of Visual Arts og hefur búið í borginni síðan. Hún er ennþá viss um að það hafi verið rétt ákvörðun og hún hefur nýtt sér tækifærin sem bjóðast í borginni til hins ýtrasta og starfar fyrst og fremst sem myndlistarkona þó hún daðri stundum við fatahönnun og bregði sér stundum í hlutverk stílista. Það er allavega alltaf nóg á prjónunum (eða í greiðunni) hjá Hrafnhildi. Hár á heilanum Hrafnhildur er ekki bara með hár á höfðinu, hún er líka með hár á heilanum. Hárskúlptúrar hennar hafa öðlast frægð og frama og enduðu á Medúllu-plötuumslaginu hennar Bjarkar, þar sem Hrafnhildur sá um búninga og hárskraut. Það var líka í gegnum Björk sem hún kynntist píanósnillingnum og Íslandsvininum Nico Muhly en hann vann einnig við gerð Bjarkarplötunnar. „Nico er tónskáld sem er að skjótast upp á stjörnuhimininn og á mikilli velgengni að fagna. Hann er rosalega hæfileikaríkur og flottur og mikill heiður að fá að vinna með honum. Hann kom að máli við mig fyrir einu og hálfu ári og spurði hvort ég vildi gera þetta verkefni með sér. Við höfðum haft áhuga á því að vinna saman í langan tíma og Kitchen samþykkti þetta samstarfsverkefni okkar. Nico samdi tónverk fyrir uppákomuna, það er svo rosalega fallegt stykki að ég fæ alveg gæsahúð við tilhugsunina. Það kom strax upp þessi hugmynd að nota húð, bein og hár. Þannig að ég er að búa til eins konar sviðsmynd og einhvers konar hljóðfæri sem verða notuð í tónverk- unum. Ég bý til hljóðfæri út frá verkunum mínum, eða verkin mín verða að hljóðfærum. Þetta er einhvers konar tónlistar- og myndlist- argjörningur.“ Mannabein og mennsk hárharpa Efniviðurinn sem Hrafnhildur notar er frekar sérstakur og hugmyndirnar framúrstefnulegar. „Ég er til dæmis að búa til hljóðfæri sem ég kalla mennska hárhörpu. Hún mun saman- standa af þremur konum sem eru allar með mjög sítt hár og Nico mun „spila“ á þær. Svo er ég að búa til stóran heklaðan og hnýttan vef með gervi- mannabeinum í sem verður spilað á og er hann hangandi fyrir ofan ásláttar- hljóðfæraleikarann og svífur yfir verkinu,“ útskýrir Hrafnhildur en sýningin er greinilega stór og viðamik- il. „Það verða líka hárflekar á gólfinu sem er mesta tengingin við eitthvað sem ég hef áður gert. Þetta er mjög ævintýrakennt og draumórakennt og hárfléttur læðast um. Það er sterkur hárþráður í mínum verkum en ég vinn líka mikið með annan efnivið eins og við og latex. Núna er ég mjög spennt fyrir þessum beinum, á dauða mínum átti ég von en ekki að ég færi að vinna í beinagrindum. En einhvern veginn ræðst maður á hlutina. Það er svo skrítið, maður hefur alla stjórn á þróuninni en samt eitthvað svo litla. Ég leyfi mér að vinna í hvaða efnivið sem mér hentar og ætla að halda því striki áfram.“ Hljóð úr hári og beinum Hrafnhildur bendir á að hljóðfæri og þessi grunnefniviður tengist frá fornu fari. „Bein voru notuð til að slá á trommur, tromman er úr skinni og svo er hár í boganum fyrir strengja- hljóðfæri. Þetta eru allt stór hluti af hljóðfærum frá upphafi. Við erum svolítið að varpa ljósi á það og fagna því.“ „Nico er búinn að vera að taka upp hljóð sem okkur finnst tengjast beinum. Við fundum til dæmis hvaltennur og hann fór með þar í upptökustúdíó og tók upp hljóðið í þeim sem hann notar svo í tónverkið. Hann tók líka upp þegar hár er burstað mjög harkalega og alls konar hljóð sem tengjast þessum þremur fyrirbærum, húð, beinum og hári, sem síðan eru notuð á elektrónískan hátt í tónlistinni og verða líka flutt lifandi.“ Áhrifin frá verkinu eru farin að setja svip sinn á umhverfi Hrafnhild- ar og bein liggja á víð og dreif. „Ég var að kaupa mörg kíló af beinum og stúdíóið mitt lítur út eins og þar hafi einhver hræðilegur atburður átt sér stað. Bein úti um allt og hár. Þetta er mjög óhuggulegt en á sama tíma frekar eðlilegt. Við lifum í þessum heimi með öllum þessum stríðum og dauðsföllum þannig að ég veit ekki hvort þetta er einhvers konar leið til að benda á það. Einhver mannleg sorg og missir. Eitthvað drama en á sama tíma reyni ég að vera með bjartsýni og hefja dramað upp á fallegt plan. Það er hægt að gera minnisvarða um allan þennan missi með von um breytingu á því.“ Tvö börn og myndlist á Manhattan Það heyrist í Mána Lucjan, fjögurra ára syni Hrafnhildar í bakgrunninum og hún kallar á barnapíuna. Hrafn- hildur á líka Úrsúlu Milionu sem er eins árs með Michal manninum sínum og þau búa í lofti í Chinatown á Manhattan, en Hrafnhildur fer létt með það að vera myndlistarkona í New York og tveggja barna móðir. „Það gengur bara vel og þau eru rosalega flott og dugleg. Ég held bara mínu striki í listinni. Ég fékk níu mánaða stúdíódvöl í Lower Manhatt- an Cultural Counsil á síðasta ári og aftur núna í tvo mánuði fyrir þetta Margir þekkja listakonuna Hrafnhildi Arnar- dóttur einnig sem Shoplifter. Shoplifter nafnið varð til fyrir misskilning þegar hún flutti til New York. Það var á myndlistaropnun þegar hún kynnti sig sem Hrafnhildur en manneskjan svaraði “nice to meet you shoplifter” og hafði bara gjörsamlega misheyrst. Þetta varð að einhverju djóki en á endanum tók nafnið yfir og hefur orðið að “alter-egói.” Hrafnhildur sem einnig er þekkt sem Shoplifter býr og starfar í New York þar sem hún hefur fengist við innsetningar, skúlptúra, ljósmynd- un, teikningar, málverk og gjörninga. Shoplift- er hefur vakið athygli fyrir hárskraut, hárverk og skúlptúra úr hári. Nýleg verk eru Siamese Rapunzels sem er lengsta mennska hárfléttan fyrir Deitsch-listagalleríið í New York og risa veggverk úr hári fyrir NIKE. Bone – skin – hair er fyrsta samstarfsverkefni Shoplifter og Nico Muhly en hann er tónskáld sem hefur gefið út plötur hjá íslensku útgáf- unni Bedroom Community. verkefni. Það er bæði mikill heiður að fá þarna inni, margir sækja um en fáir komast að, og svo er það mjög hvetjandi af því að maður hittir aðra listamenn sem eru með stúdíó þarna í hverri viku. Þetta er líka ofsalega góð kynning og þessi samtök eru mjög dugleg að kynna mig og hafa mikinn áhuga á verkunum mínum. Stúdíóið er staðsett í Wall Street, í miðju fjármálahverfinu,“ segir Hrafnhildur og hlær. „Það er er svo fyndið, ég fer bara í vinnuna í venjulegu skrifstofu- háhýsi ásamt einhverju jakkafataliði. Það er alveg hressandi að fara bara í mína vinnu eins og hver annar. Fólk heldur svo oft að listafólk fari ekki í vinnuna. Ég er með skrifstofu heima en ég er löngu hætt að geta unnið myndlist þar með krakkana.“ Listamannalaunin Nýverið fékk Hrafnhildur úthlutað listamannalaunum til tveggja ára sem kemur sér að sjálfsögðu mjög vel. „Það er alveg guðdómlegt að fá þessi laun. Ég er búin að vera hérna í New York og ströggla við að gera mína myndlist og trúa á það. Ég er mikið að sýna og er mjög aktív en lista- mannalaunin hjálpa mikið. Ég verð með sýningu í i8 bráðlega á Íslandi, og svo er hitt og þetta á prjónunum, sýningar fyrirhugaðar og svo framvegis.“ Stál og hnífur Hrafnhildur hefur starfað lengi og komið víða við í borginni sem aldrei sefur þannig að ólíklegustu verkefni dúkka upp hjá henni. „Ég hef alltaf unnið öðru hvoru sem stílisti. Ég fékk ótrúlega frábært verkefni um daginn við að stílisera módel fyrir gyðingahárkollufyrirtæki sem er auðvitað gjörsamlega innan míns áhugasviðs,“ segir Hrafnhildur með áherslu. „Ég og Edda, sem köllum okkur Steel and Knife, fengum þetta verkefni saman. Ég skemmti mér konunglega með þessar hárkollur sem eru rándýrar og geggjaðar. Gyðingakonurnar raka af sér hárið og ganga svo með hárkollur eftir að þær gifta sig. Við Edda hönnuðum líka nokkra fylgihluti, eins og hársmekki og hárherðaslár, fyrir VPL (Visible Panty Line) fatalínuna sem hönnuð er af Victoriu Bartlett og sýndum á tískuvikunni í New York. Það er búið að panta þessa hluti fyrir sérverslun í Sádi-Arabíu, einhver prinsessa búin að kaupa fyrir búðina sína. Mér finnst mjög gaman að fá svona verkefni inn á milli. Þetta eru svona ígrip og ég nýt þess alltaf að vinna á þessu gráa svæði og færa myndlistina út fyrir veggi gallería.“ Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir og tónlistarmaðurinn Nico Muhly stilla saman strengi sína fyrir sýningu í The Kitchen í New York. Strengirnir eru reyndar úr hári enda er sá efnivið- ur í miklu uppáhaldi hjá Hrafnhildi sem er fyrir löngu orðin fræg fyrir hárskúlptúra og önnur hárlistaverk. Hanna Björk Valsdóttir sló á þráðinn. HRAFNHILDUR AKA SHOPLIFTER MEÐ HÚÐ OG HÁRI Núna er ég mjög spennt fyrir þessum beinum, á dauða mín- um átti ég von en ekki að ég færi að vinna í beinagrind- um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.