Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 92
52 8. mars 2008 LAUGARDAGUR GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN „Við vorum bara vaxnir upp úr þessari tónlist, og spilagleðin var ekki sú sama,“ útskýrir Hallberg Daði Hallbergsson, gítar- leikari Jakobínurínu sem fékk fyrir tveimur árum glimrandi dóma tónlistarblaðsins Rolling Stone. Þá voru meðlimirnir aðeins um sextán ára gamlir en nú tekur alvara lífsins við að sögn Hallbergs. „Við erum samt alls ekkert hættir í tónlistinni,“ útskýrir hann en fjórir meðlimir eru að vinna nýja tónlist. „Ég ætla ekki að tala um tónlistina ennþá, það er of snemmt. En hún er meira fullorðinsleg, meira „psychedelic“ og við sækjum áhrif meira til fortíðarinn- ar.“ Vinabönd Jakob- ínurínu, Mammút og Singapore Sling, munu hita upp og þau taka sitthvort „cover“- lagið. „Slingararnir taka til dæmis lagið His Lyrics Are Disastrous og ég er mjög spenntur að heyra útkomuna á því,“ segir Hallberg en bandið mun formlega leysast upp að loknum tónleikum í kvöld. „Við ætlum að hætta með stæl. Og þegar tónleikunum er lokið þá tökum við kastið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30 og miðaverð er 1.000 krónur. Eintak af plötu Jakobínurínu fylgir með miðanum. - amb Ætlum að taka kastið Bjartasta von íslenska rokksins, Jakobínarína, hættir með stæl í kvöld á Organ. JAKOBÍNARÍNA SINGAPORE SLING MAMMÚT 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið Brettin upp á DVD! Leyst u kross gátun a! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur Góð vika fyrir … Arnald Indriðason Fáheyrðir yfirburðir hans í könnun Fréttablaðsins sem spurði almenning „Hvern telur þú besta núlifandi rithöfund landsins“ hljóta að teljast ánægjuleg tíðindi fyrir þennan ágæta metsöluhöfund. Tæplega 40 prósent nefndu hann sem bestan og vöktu þessi tíðindi mikla athygli, ekki síst meðal menningarvita sem fussuðu og töldu könnunina hreinlega ekki við hæfi. En Arnaldur hefur efni á að láta sér fátt um finnast. Ólaf Jóhann Ólafsson Rithöfundar áttu margir góða viku og Ólafur Jóhann er sann- arlega einn þeirra. Hann hlaut hin virtu O’Henry-verðlaun í Bandaríkjunum fyrir smásagna- safn sitt Aldingarðinn. Hann er nú kominn í hóp rithöfunda á borð við Hemingway, Steinbeck, Faulkner og Salinger. Og geri aðrir betur. Helga Björns Íslendingar í útlöndum eru að gera það gott og ekki síst Holy B sem er elskaður og dáður í Þýskalandi þar sem hann rekur risastórt menn- ingarhús. Helgi og húsið hans, House of the Holy eða Admiralspal- ast eins og það heitir, hefur hlotið tilnefn- ingu til hinna miklu Der Deutsche Live Entertainment verðlauna. Þau verða afhent með viðhöfn á þriðjudag og býr Helgi sig nú undir að þakka mömmu og pabba á þýsku fyrir að hafa getið af sér þennan afburðadreng. Vond vika fyrir … Jóhönnu Vilhjálms og Kastljósið Jóhanna keyrði óvart grínauglýs- ingu í viðtali við furðu lostinn Karl Th. Birgisson og Silju Báru Ómarsdóttur. Þar kom fram að dauðasveitir Hillary Clinton ætluðu að drepa börn þeirra sem ekki kysu hana. 24 stund- ir tala um eitt neyðarlegasta atvik íslenskr- ar sjónvarpssögu og DV telur ekki trúverðug sú eftiráskýring Þórhalls Gunnarssonar að þetta hafi allt verið tækniliðinu að kenna. Til að bæta gráu ofan á svart eru ýmsir femínistar þeirrar meiningar að Kastljósið hafi verið að koma höggi á Hill- ary meðal íslenskra kjósenda. Eirík Jónsson Eiríkur hefur mátt sitja undir furðudómum í hrotu meiðyrða- mála sem dundu yfir DV á sínum tíma. Hvorki blaðamannafé- lagið né stéttin hreyfði legg né lið og nú eru komin dómafordæmi – nú sjá menn lag. Og þar sem Eiríkur situr við og reynir að gera lífið skemmti- legra við að ritstýra Séð og heyrt er honum hótað lögsókn af hálfu Ingu Birnu Dungal vegna mynda sem Eiríkur fékk lánaðar af Tar- antino í kossaflensi og svo Ruth Reginalds. Ofan í kaupið þarf Eiríkur að þola þreytt grín af hálfu 24 stunda sem notar gamla DV-fyrirsögn sem fyrirmynd: „Ruth reið Eiríki“. Davíð Oddsson Valgerður Bjarnadóttir er með vesen og vill ekki gefa sig vegna þess sem hún kallar „eftirlauna- ósómann“. Hún er nú að grennsl- ast fyrir um hvað orðið er um frumvarp sitt þar sem hún vill afnema lögin um sanngjörn eftirlaun Davíðs og annarra ráðamanna. Hvaða vesen er á konunni?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.