Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 96

Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 96
56 8. mars 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Hvorki meira né minna en fjórar einkasýningar voru opnaðar í listamannahúsinu StartArt, Laugavegi 12b, síðastliðinn fimmtudag og því ekki seinna vænna en að gera þeim skil. Fyrsta ber að nefna málverkasýningu Peters Andersson sem nefnist „Title of Exhibition.“ Það er óhætt að kalla Peter fjölhæfan en auk mynd- listarinnar er hann dansari, danshöfundur, hefur leikstýrt kvikmyndum og er meðlimur spuna- grínshópsins „Watch my back.“ Málverk Peter byggja á hreyfingu og breiðum strokum sem koma frá öllum líkamanum. Fyrsta sýning hans „Magical Iceland“ opnaði í Gallery Turpentine árið 2007 og hafa verk hans vakið mikla athygli. Hildur Margrétardóttir er annar listamaður sem nú sýnir í StartArt. Verk Hildar á sýningunni eru blekteikningar, unnar af síðum breskra slúðurblaða. Þar birtist veruleiki fræga fólksins sem útleggjast mætti sem hámark fullkom- leikans eða alsæla. Hátíska, grannir líkamar, stinn brjóst og æðisleg samskipti stjarnanna einkenna þennan heim þar sem hversdagslegir atburðir fá umfjöllun á forsíðum og miðopnun tímarita sem prentuð eru á háglanspappír til að unaðshrollurinn hámarkist örugglega hjá lesendum. Á sýningu Eddu Þóreyjar Kristfinnsdóttur eru meðal annars skúlptúrar, textaverk og ljósmyndir á striga, en verkin eiga það sam- eiginlegt að vera innblásin af vistaskiptum og eilífu ferðalagi okkar um lífið. Verk Eddu fjalla um flutninga hús úr húsi, sveit úr sveit, borg úr borg og land úr landi. Vistin getur verið frá því að vera góð til þess að vera nöturleg, en víst er að við ráðum ekki alltaf för. Enn er ónefnd sýning Rósu Sigrúnar Jóns- dóttur. Verkin á sýningunni eru unnin í mis- munandi miðla og efni, til að mynda götukort, en rauði þráðurinn í sýningunni er þó ferðalög og upplifanir. - vþ Götukort, frægð og fleira BORGARMYND Verk eftir Rósu Sigrúnu Jónsdóttur. Klink og bank hefur fundið sér húsaskjól eftir nokkra leit, en húsið á Laugavegi 23 bíður þess að verða rifið og hefur Hljómalind sest þar að: grasrótarfyrirtækin í miðborg Reykjavíkur eru nú á hrakhólum. Klink og bank hefur tímabundið sest að í húsi Samhjálpar á Hverf- isgötu 42 þar sem kvikmynda- klúbburinn Filmía var til húsa á sjöunda áratugnum. Listahópurinn sem stofnaði Klink og bank og átti sitt skeið í samstarfi við Landsbankann um rekstur Kling og bang í gömlu Hampiðjunni opnar nýja sýning- arsalinn í dag. Fyrstur til að sýna í hinu nýja húsnæði er Kristján Björn Þórðar- son með sýningu er ber heitið Spegillinn hefur ekkert ímyndun- arafl. Kristján Björn útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995 og þaðan lá leið- in til Vínarborgar þar sem hann komst inn í skólann sem hafnaði Hitler, Akademie der Bildende Kunste Wien. Kristján var þar í námi hjá prófessor Frans Graf á árunum 2003 til 2006. Á sýningunni í Kling & bang gallerí verður boðið upp á ferða- lag um þjóðgarð mannsandans og um göngustíga hugans. Gestum er ráðlagt að treysta á sitt innsæi og ímyndunarafl þegar þeir koma í þennan þjóðgarð myndlíkinga sem Kristján Björn hefur búið til og þá fyrst finna þeir kannski lyktina af gervinu í grasinu. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 8. mars klukkan 17 og stendur til sunnudagsins 5. apríl. Galleríið í Samhjálparsalnum gamla verður opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. pbb@frettabladid.is Klink og bank í Samhjálparsal Kl. 13 Kennarar við Tónlistarskóla Kópa- vogs flytja tvö kammerverk eftir W. A. Mozart, strengjakvintett í g-moll og píanókvartett í g-moll, í Salnum í dag kl. 13. Þessir skemmtilegu hádegistónleikar eru liður í TKTK, tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs, og eru klukkustundar langir án hlés. Almennt miðaverð er 1.500 kr. Franski leikhópurinn VIVARIUM STUDIO frá París frumsýndi verkið L´Effet de Serge í Smiðjunni, leik- rými Listaháskólans við Sölvhóls- götu, á leiklistarhátíðinni Lókal á fimmtudagskvöld. Einmana gjörn- ingalistamaður býður til sín áhorf- endum, sem gætu alveg eins verið við, á eins mínútna sýningu á hverj- um sunnudegi stundvíslega klukk- an sex. Leikmyndin er nokkuð tómleg íbúð en þó gott rými til þess að leyfa áhorfendum að sitja eða standa og fylgjast með þeim töfrum sem lista- maðurinn býður upp á. Listamaðurinn birtist okkur fyrst að utan þar sem hann mætir í eins- konar geimfarabúning sem hefur í raun ekkert að gera með sýninguna en kemur svo í ljós í spjalli eftir á að er síðasta atriði síðustu sýningar hópsins. Svolítið eins og upprifjun í sápuþáttaveröld sjónvarpsins. Sömuleiðis lauk þessari sýningu með því að áhorfendum var beint inn í upphafsatriði næstu sýningar, mjög góð aðferð til að skapa for- vitni á því sem næst verður á döf- inni. Í fyrstu virðist þetta ósköp ein- falt, verið að tæta upp dótakassa og skoða fjarstýringar og þeyta flögu- pökkum á sjálfstýrðum heimagerð- um smábílum en svo þegar á líður kristallast einmanaleikinn og sam- bandsleysið þrátt fyrir dótið og hugdetturnar. Gjörningurinn sem hann sýnir hverjum gesti, þróast og verður umfangsmeiri eftir því sem á líður. Limaburður og fágaðar örfínar hreyfingar listamannsins gerðu hann trúverðugan og á köflum hlægilegan í sinni nokkuð tilgangs- lausu veröld. Hann vinnur með leiser geisla og ýmis hljóð en fyrst og fremst er hann að samhæfa þekkta tónlist ýmsum hljóðum og hugmyndum úr okkar daglega lífi. Margt í sýningunni var skemmti- lega útfært eins og atriðið þegar bíllinn kemur upp að glerdyrum hans og hann býður fólki til sætis og kynnir tónlist sem leikin er nánast af ljósum bílsins. Það er erfitt að setja verðmiða á list sem vaknar til lífs í brjóstum hvers og eins meðan á er horft og má eiginlega segja að hér sé um þverskurðarsýningu gjörninga og leiklistar. Það fólk sem kom þessum einmana listamanni til aðstoðar, það er gestir hans, voru ekki atvinnuleikarar heldur fólk sem tengist leiklistinni á ýmsa vegu. Eins og t.d. Ólöf Ingólfsdóttir sem var fyrsti gesturinn og í raun sá eini sem sýndi einhver tilþrif þar sem gestgjafinn bað hana að tjá sig um heimatilbúið míní-farartæki sem brunaði um gólfið með stjörnu- ljós á þakinu. Ólöf í líki alvenju- legrar frekar lummó konu lýsti því sem fyrir augu hennar bar, hvernig henni fannst þessi kassi vera orðinn hjólhýsi sem var alveg frjálst og aftengt. Hennar litla innkoma þarna var skemmtileg. Philippe Quesne sem semur og leikstýrir verkum hópsins vinnur ekki með hefðbundið handrit held- ur eru aðstæður hvers augnabliks skoðaðar og stöðugt unnið með and- stæður. Andstæður sem kallast á í nokkurs konar súrrealístisku raun- sæi. Sé slíkur ismi ekki til þá verður hann einhvern veginn til hér. Það var almenn ánægja með sýninguna. Elísabet Brekkan Ekki sæld að lifa á listinni KRISTJÁN BJÖRN ÞÓRÐARSON Býður gestum í þjóðgarð mannsandans. LEIKLIST L´ EFFET DE SERGE Höfundur og leikstjóri: Philippe Quesne Leikarar: Gaëtan Vourc´h, Tristan Var- lot, Zinn Atmane, Pascal Vilmen, auk íslenskra leikarara sem voru: Snæ- björn Brynjarsson, Vilborg Ólafsdóttir, Svandís Einarsdóttir, Ólöf Ingólfs- dóttir, Una Þorleifsdóttir, Ragnheiður E. Clausen og tíkin Krumma. ★★★ Þverskurðarsýning gjörninga og leiklistar. Í dag Kl. 15.00Ode to the man who kneels Hafnarfjarðarleikhúsinu Kl. 17.00 L’effet de Serge í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13 Kl. 20.00 No Dice í Sætúni 8 (áður Heimilistæki) Kl. 13.00-16.00 Nemendur leiklistardeildar LHÍ Sölvhólsgötu 13 Dagskrá og nánari upplýsingar á www.lokal.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.