Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 104

Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 104
64 8. mars 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Þau komu talsvert á óvart tíðindin á fimmtudag að Viggó Sigurðsson væri búinn að semja við Fram til næstu tveggja ára. Hann tekur við starfinu af Ungverjanum Ferenc Buday en samningur hans við Safamýrarliðið rennur út í lok tímabils. „Okkur barst til eyrna að hann hefði áhuga á að koma aftur í þjálfun og heyrðum fyrst í honum á þriðjudaginn og lokuðum málinu á fimmtudag. Þetta var einfalt. Við viðruðum okkar hugmyndir, honum leist vel á þær og við kláruðum dæmið,“ sagði Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, en leikmönnum og núverandi þjálfara liðsins var tilkynnt um ráðninguna eftir leikinn gegn Aftureldingu á fimmtudag. Tímasetningin vekur eðlilega athygli enda tímabilið ekki búið og vandséð hvernig tíðindin fara í leikmenn sem og núverandi þjálfara. „Við vildum ekkert vera í felum með þetta. Það er algjör óþarfi. Buday fékk líka að vita að hann nyti fulls stuðnings stjórnar út tímabilið. Það er alls ekkert verið að reka hann, málið er einfaldlega að hann er bara að klára sinn samning. Við vorum að velta fyrir okkur framhaldinu og hvaða þjálfara við vild- um. Viggó var í boði og hann er frábær þjálfari sem við vildum fá. Ég væri að ljúga ef ég segði að við hefðum ekki áhyggjur af því hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa í framhaldinu. Við höfum samt trú á Buday, hann er reyndur kappi sem klárar þetta örugglega með sæmd. Hann tók fréttunum af fag- mennsku,“ sagði Jón. Viggó Sigurðsson hefur verið ákaflega sigursæll þjálfari í gegnum tíðina. Það er ljóst að slíkur þjálfari kostar skildinginn. „Það er ekkert ókeypis í lífinu. Við höfum vel efni á Viggó, annars værum við ekki að standa í þessu,“ sagði Jón Eggert en það eru hvorki einstaklingar né fyrirtæki sem fjármagna þessa tilteknu ráðningu líkt og oft tíðkast í íþróttalífinu hér heima. „Við erum bara duglegir að safna peningum. Þetta rúmast vel innan rekstraráætlunar næsta árs og það er gert ráð fyrir þessu á áætluninni árið þar á eftir.“ VIGGÓ TEKUR VIÐ AF BUDAY: TÓK AÐEINS TVO DAGA FYRIR FRAMARA AÐ NÁ SAMNINGUM VIÐ VIGGÓ Við höfum vel efni á Viggó Sigurðssyni HANDBOLTI Eins og kunnugt er mun Viggó Sigurðsson taka við liði Fram næsta sumar er samningur Ungverjans Ferenc Buday rennur út. Buday sagðist hafa fengið tíðindin eftir leik Fram og Aftureldingar á fimmtudag og játaði að þau hefðu komið sér nokkuð á óvart. Hann sagði að þó svo að hann ætti ekki framtíð hjá félaginu myndi hann klára tímabilið af fullum krafti fyrir Fram. Buday sagði framhaldið hjá sér óljóst en taldi nokkuð víst að hann ætti að geta komist að hjá félögum í Evrópu eða í heima- landinu. Aðspurður hvort hann hefði áhuga á að þjálfa áfram á Íslandi sagðist hann einfaldlega skoða allt sem kæmi upp með opnum huga en eins og staðan væri núna myndi hann eflaust halda heim á leið. - hbg Ferenc Buday: Væntanlega á leið heim Á FÖRUM Ferenc Buday fer líklega aftur til Ungverjalands í sumar. Iceland Express-deild karla Snæfell-Grindavík 75-72 Þór Ak.-Fjölnir 106-81 Iceland Express deild kvk. Keflavík-Hamar 97-74 (51-37) Stig Keflavíkur: Kesha Watson 42, Margrét Kara Sturludóttir 15 stig (14 frák., 6 stolnir), Pálína Gunnlaugsdóttir 13 (10 frák.), Susanne Biemer 10, Birna Valgarðsdóttir 9, Rannveig Randvers- dóttir 4, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2, Halldóra Andrésdóttir 2. Stig Hamars: Lakiste Barkus 28 stig (9 frák. 9 stoðs.), Iva Melevoj 20 (8 frák., 6 stoðs.), Hafrún Hálfdánardóttir 8 (7 frák.), Jóhanna Björk Sveins- dóttir 7, Sóley Guðgeirsdóttir 4, Fanney Lind Guðmundsdóttir 3, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir 2, Íris Ásgeirsdóttir 2. Algarve Cup Ísland-Írland 4-1 1-0 Erla Steina Arnardóttir (7.), 2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (12.), 3-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (18.), 3-1 (23.), 4-1 Margrét Lára Viðarsdóttir (40.). *Ísland mætir heimaliði Portúgal á mánudaginn. ÚRSLITIN Í GÆR > Ragna hætti keppni vegna meiðsla Ragna Ingólfsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í badmin- ton, varð að hætta keppni á alþjóðlega badmintonmótinu Croatian International í gær. Ragna mætti þá Kristinu Ludikovu frá Tékklandi í fyrstu umferð mótsins en varð fyrir því óláni að snúa sig í annarri lotu og varð í framhaldinu að gefa leikinn. Samkvæmt heimasíðu Badmintonsam- bands Íslands munu meiðsli Rögnu ekki vera talin alvarleg en hún fer strax í meðferð hjá læknum og sjúkraþjálf- urum við heimkomuna til Íslands. Ragna mun líklega fara á færri mót á næstunni en hún hafði planað og einbeitir sér væntanlega að því að verða klár í slaginn á Evrópumót- inu í apríl næstkomandi. FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið í knattspyrnu sigraði Íra auð- veldlega 4-1 á Algarve Cup í Portú- gal í gær. Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik en þetta var annar leikur Íslands í mótinu og annar sigurinn. Erla Steina Arnardóttir kom Íslandi yfir strax á 7. mínútu og Margrét Lára Viðarsdóttir bætti öðru marki við fimm mínútum síðar. Sara Björk Gunnarsdóttir, sem var að leika sinn fyrsta lands- leik í byrjunarliðinu, skoraði þriðja markið á 18. mínútu en fimm mínútum síðar minnkuðu írsku stelpurnar muninn. Það var svo Margrét Lára sem skoraði síð- asta mark leiksins á 40. mínútu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, var afar sáttur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í leikslok í gær. „Ég er mjög ánægður með leik liðsins og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn, sem er einn sá besti sem liðið hefur spilað undir minni stjórn. Það var virkilega góð bar- átta í liðinu og við náðum að skapa okkur sex til sjö góð færi og nýtt- um fjögur af þeim. Varnarleikur- inn var líka til fyrirmyndar og ég er reyndar búinn að vera ánægður með varnarvinnu liðsins í síðustu leikjum. 4- 3-3 leikkerfið sem við höfum verið að spila er líka að gefa sig vel. Við héldum alltaf áfram þrátt fyrir að við höfum komist fljótlega í 3-0 og í seinni hálfleik gat ég leyft mér að gera margar breyt- ingar á liðinu til þess að dreifa álag- inu og leyfa fleiri stelp- um sem höfðu spilað minna að fá tækifæri til að sanna sig og það var mjög fínt,“ sagði Sigurður Ragnar og sá ástæðu til þess að hrósa ungum og efnilegum stelpum sem eru að koma inn í landsliðið. Efnilegar stelpur að stíga fram „Sara Björk hefur staðið sig frá- bærlega á mótinu og er mjög efni- leg. Rakel Hönnudóttir kom vel inn í fyrsta leikinn en meiddist þá en getur vonandi spilað á mánu- daginn,“ sagði Sigurður Ragnar, sem telur möguleika Íslands í lokaleik riðilsins á mánudag gegn heimaliði Portúgals vera góða. „Lokaleikur riðilsins gegn Portúgal verður algjör úrslita- leikur, en portúgalska liðinu hefur greinilega farið fram frá því í fyrra þar sem það lagði bæði Pól- land og Írland að velli þrátt fyrir að þau lið séu bæði ofar en Portú- gal á styrkleikalista. Okkur dugir jafntefli til þess að enda í toppsæti riðilsins en stefnum að sjálfsögðu á sigur,“ sagði Sigurður Ragnar ákveðinn. omar@frettabladid.is Öruggur sigur gegn Írlandi Ísland sigraði Írland með miklum yfirburðum, 4-1, í öðrum leik liðsins á Algarve Cup í Portúgal í gær. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari liðsins, var sáttur með leikinn í gær og telur möguleika liðsins góða gegn Portúgal í næsta leik. ÖFLUGAR Margrét Lára Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir voru í eld- línunni þegar Ísland sigraði Írland 4-1 á Algarve Cup í Portúgal í gær. Margrét Lára skoraði tvö mörk í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL EFNILEG Sara Björk Gunn- arsdóttir skoraði þriðja mark Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur tóku við deildarmeistaratitlinum eftir 23 stiga sigur á Hamri, 97-74, í lokaheimaleik sínum í Iceland Express deildinni í gær. Keflavík vann þar með alla tólf heimaleiki sína í vetur og hefur nú heima- vallarréttinn út úrslitakeppnina. Kesha Watson skoraði 42 stig í leiknum, Margrét Kara Sturlu- dóttir var með 15 stig, 14 fráköst og 6 stolna bolta og Pálína Gunn- laugsdóttir bætti við 13 stigum og 10 fráköstum. Hjá Hamri var Lak- iste Barkus með 28 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar og Iva Melevoj var með 20 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. „Mér finnst allt vera að ganga upp hjá okkur núna, við höfum stefnt að því allan veturinn að toppa á réttum tíma og ég tel að það sé að gerast núna. Við ætluð- um okkur stóra hluti í vetur og erum búin að vinna þrjá af fjór- um titlum sem hafa verið í boði. Það voru gríðarlega mikil von- brigði fyrir liðið að detta út úr undanúrslitum í bikar en það gerir okkur bara ennþá ákveðnari í að standa okkur vel í úrslita- keppninni og ég vildi helst að úrslitakeppnina byrjaði á morg- un,“ sagði Jón Halldór Eðvalds- son, þjálfari nýkrýndra Íslands- meistara. - óój Keflavík tók við deildarmeistaratitlinum í gærkvöld: Allt að ganga upp VERÐLAUNAAFHENDING Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, afhendir hér Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur, fyrirliða Keflavíkur, deildarmeistaratitilinn í Keflavík í gærkvöld. ÞORGILS/VÍKURFRÉTTIR KÖRFUBOLTI Snæfell er ekki búið að segja sitt síðast í baráttunni um fjórða sætið og sigraði Grindavík 75-72 í Hólminum í gær. Slobodan Subasic tryggði Snæfelli sigur á lokasekúndunum með þriggja stiga körfu. Snæfell komst með sigrinum upp að hlið Njarðvíkur í fjórða sætinu en bæði lið eru með 24 stig þegar tveimur leikjum er ólokið áður en úrslitakeppnin hefst og fjórða sætið er síðasta sætið sem gefur heima- leikjarétt í henni. Grindavík heltist úr lestinni um deildartitilinn með tapinu og er sem stendur fjórum stigum á eftir Keflavík og KR. Hlynur Bæringsson var sáttur með stigin en ekki spilamennsku Snæfells. „Mér fannst við ekki vera að spila vel og við vorum búnir að eiga við einhver meiðsli og veikindi fyrir leikinn en sigurinn var mikilvægur. Við náðum því sem við lögðum upp með og það voru stigin tvö,“ sagði Hlynur í viðtali við Fréttablaðið í gær. - óþ Iceland Express-deild karla: Snæfell sigraði Grindavík
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.