Fréttablaðið - 08.03.2008, Síða 106

Fréttablaðið - 08.03.2008, Síða 106
66 8. mars 2008 LAUGARDAGUR KÖRFUBOLTI Bikarmeistarar Grindavíkur taka á móti KR í lokaumferð Iceland Express- deildar kvenna, en undir er heimavallarréttur í einvígi þessarra sömu liða í komandi undanúrslitum úrslitakeppninnar. KR er með tveimur stigum meira en Grindavík og má tapa með fimmtán stigum. Vinni Grindavík með 16 stigum þá verða liðið jöfn innbyrðis og þá er Grindavík ofar á betra stigahlut- falli úr öllum leikjum deildarinn- ar. Grindavík og KR geta mæst sex sinnum í röð á næstu þremur vikum því auk leiksins í dag þá getur einvígi þeirra í úrslita- keppninni farið alla leið í fimm leiki. - óój Bikarmeistarar Grindavíkur: Þurfa að vinna með 16 stigum GÓÐ GEGN KR Tiffany Roberson hjá Grindavík. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN HANDBOLTI Þegar Viggó Sigurðs- son var tilkynntur sem þjálfari Fram á næsta tímabili, þegar enn eru átta umferðir eftir af N1-deild karla, var mörgum örugglega hugsað til þess sem gerðist á Strandgötunni í Hafnarfirði fyrir rétt tæpum átta árum. Það var nefnilega þannig síðast þegar Viggó Sigurðsson var ráð- inn þjálfari liðs meðan annar þjálf- ari var í sama starfi að sá þjálfari skilaði liðinu Íslandsmeistaratitli um vorið. Fyrir átta árum var Viggó að koma heim frá Þýskalandi þar sem að hann hafði þjálfað þýska liðið Wuppertal í þrjú ár. Hann hafði þjálfað lið Hauka árartugi áður, en snéri þá aftur heim til Íslands. Nú hefur hann lítið þjálfað síðan hann hætti með íslenska landsliðið en hjálpaði þó bæði til hjá þýska liðinu Flensburg sem og Haukum á síðasta tímabili. Fréttin um komu Viggós fyrir átta árum fór í loftið 25. janúar 2000 eða í miðju EM-fríi í deild- inni. Haukarnir voru þá dottnir út úr bikarnum og aðeins í 7. sæti deildarinnar með 12 stig út úr 13 leikjum. Það var stutt í næstu lið fyrir neðan og ljóst að framundan var hörð barátta um að komast í úrslitakeppnina. Á þessum tíma var örugglega enginn að hugsa um möguleikann á Íslandsmeistara- titlinum því Afturelding var í toppsætinu með ellefu stigum meira en Haukar. Guðmundur Karlsson var fag- mennskan uppmáluð og Haukarn- ir fór á mikið flug í framhaldi af EM-fríinu. Haukaliðið tapaði aðeins einum af síðustu níu leikjum sínum og fékk 14 stig út úr þeim eða tveimur stigum meira en liðið náði í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins. Haukarnir komu sér upp í 4. sæti deildarinnar og voru með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Í úrslitakeppninni héldu Hauk- um síðan engin bönd. Þeir unnu ÍBV (5. sæti) 2-0 í 8 liða úrslitum, unnu 2-1 sigur á deildarmeisturum Aftureldingar í undanúrslitum og unnu síðan Fram 3-1 í lokaúrslit- unum þrátt fyrir að hafa tapað fyrsta leiknum með tíu mörkum. Guðmundur kvaddi því með því að gera Hauka að Íslands meisturum í fyrsta skipti í 57 ár, en Viggó átti síðan eftir að verja titilinn árið eftir og vinna hann síðan aftur árið 2003. Nú er að sjá hvort fréttin í fyrra- dag hafi sömu áhrif á Ungverjann Ferenc Buday en Framliðið er nú í 2. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Haukum en búið að spila leik meira. Hver veit neima að sagan geti endurtekið sig. - óój Viggó Sigurðsson í sömu stöðu og fyrir átta árum: Vinnur Fram titil- inn eins og Haukar? KLÁRAÐI MEÐ STÆL Guðmundur Karlsson gerði Hauka að Íslandsmeisturum árið 2000 þótt að hann vissi að Viggó Sigurðsson yrði næsti þjálfari liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL. FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson verður í sviðsljósinu á Old Trafford í dag þegar lið hans Portsmouth sækir ensku meistarana í Manchester United heim í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Leikurinn hefst klukkan 12.45 og er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Hermann viðurkennir það alveg að þeir hefðu getað verið heppnari þegar dregið var í átta liða úrslitin. „Þetta gat ekki verið verri dráttur fyrir okkur. Það hefði verið allt annað að fá annaðhvort Chelsea eða Manchester United á heimavelli því við erum búnir að spila við þau bæði á okkar heimavelli og töpuðum hvorugum leiknum. Útivöllur er alltaf erfiðari og þá sérstaklega að fara á Old Trafford sem er það erfiðasta sem hægt var að fá. Það þýðir samt ekki að velta því fyrir sér núna því það er bara komið að þessu. Við vitum það líka að ef þú ætlar að vinna bikarinn þá þarftu að vinna stóru liðin,“ segir Hermann sem segir að Portsmouth ætli bara að mæta meisturunum á sínum forsendum og spila sinn bolta. „Það hefur gengið vel á útivelli hjá okkur í vetur en auðvitað þarf að spila agaðan varnarleik á móti Manchester og við vitum það. Þeir eru búnir að vera stórkostlegir í vetur. Það er samt allt annað andrúmsloft þegar komið er að bikarnum. Við höldum bara okkar leikkerfi, reynum að spila agaðan varnarleik en ætlum ekkert að pakka í vörn. Það gefur okkur ekkert því við þurfum að skora mark til þess að komast áfram,“ segir Hermann en það er bara rétt rúmur mánuður síðan Portsmouth mætti United á Old Trafford í deildinni. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk leiksins á 10. og 13. mínútu. „Þeir gjörsamlega keyrðu yfir okkur á fyrsta korterinu og voru þá komnir strax í 2-0 og leikurinn var í rauninni búinn. Þá voru þeir í essinu sínu, héldu boltanum vel og við vorum bara í þvílíkum eltingarleik. Það var mjög lélegur leikur af okkar hálfu og það jákvæða við að vera að fara aftur á Old Trafford er að við getum sýnt hvað í okkur býr. Það býr miklu meira í liðinu en það sýndi í deildarleiknum á dögunum á Old Trafford,“ segir Hermann. Hermann hefur spilað í enska boltanum í meira en áratug en hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit enska bikarsins. „Ég hef aldrei komist í undanúrslitin í enska bikarnum og það er mikið í húfi því undanúr- slitin eru á Wembley. Það væri draumurinn að komast þangað því ég hef aldrei náð að spila á Wembley. Þetta er búið að vera mjög gott tímabil. Það eru tíu leikir eftir og 30 stig eftir í pottinum. Ef við myndum ná Evrópusæti þá væri þetta alveg frábært tímabil,“ segir Hermann sem er í fínu standi og klár í að taka á mönnum eins og Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney í Leikhúsi draumanna í dag. Chelsea fær síðan lið Barnsley í heimsókn í hinum bikarleik dagsins en hann hefst klukkan 17.30 og er einnig sýndur á Sýn. ooj@frettabladid.is Hef aldrei náð að spila á Wembley Hermann Hreiðarsson fær að glíma við snillinga á borð við Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney á Old Trafford í dag í leik Manchester United og Portsmouth í átta liða úrslitum enska bikarsins. Í GÓÐU STANDI Hermann Hreiðarsson er tilbúinn í leikinn við Man. United í dag. NORDICPHOTOS/GETTY Allir geta spilað með og röðin kostar aðeins tíkall! Ekki m issa af þessu tækif æri Ekki miss a af þess u tæ kifæ ri Tippaðu á enska boltann á næsta sölustað eða á www.getraunir.is Opið til kl. 14.00 í dag laugardag. Íslenskar getraunir styrkja íþróttafélögin í landinu um tugi milljóna á hverju ári. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.