Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 2
2 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Frábært verð 43% afsláttur 79kr.stk. Ungnautahamborgarar 90 g TILBOÐ! VIRKJANAMÁL „Ef það kemur fram í umhverfismati að framkvæmdin verði sjálfri sér næg um fyllingu, en svo krefjast menn þess að námur verði hafðar klárar, þá stenst ekki ein af forsendum umhverfis- matsins og þar með niðurstaðan,“ segir Jón Árni Vignisson, íbúi í Flóahreppi, um mat á umhverfis- áhrifum Urriðafossvirkjunar. Fréttablaðið hefur undir höndum bréf frá Helga Bjarnasyni, verkefnisstjóra hjá Landsvirkjun, til sveitarstjórnar Flóahrepps, frá því snemma í fyrra. Þar er þess óskað að náma í Hjálmholtslandi verði sett á skipulag og rekin áfram á næstu árum. Í skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfis- áhrifum er hins vegar gert ráð fyrir því að allt efni til Urriðafossvirkjunar komi frá virkjunarstaðnum. Náman er á vatnsverndarsvæði og stóð til að henni yrði lokað. „Þarna er gríðarlega mikið ferskvatnsból undir,“ segir Jón Árni. „Ef þessi náma verður sett inn á aðalskipulag þá er ekki verið að fara eftir umhverfis- matinu í einu eða neinu. Þá er það bara óþarft,“ segir Jón Árni. Hann segir þetta ekki eina dæmið um að umhverfis matið sé marklaust plagg. „Til að mynda sé þar talað um aðra lónsstærð við Urriðafoss- virkjun en nú.“ Hann segir Landsvirkjunarmenn gera sér grein fyrir að sá tími sé að renna út að menn telji viðun- andi að búa til stór uppistöðulón í blómlegri sveit. „Með áróðri og óvönduðum vinnubrögðum á að virkja neðri hluta Þjórsár, þótt Landsvirkjun liggi með mörg hundruð milljónir í tilbúnum stöðvarhús- grunni Búðarhálsvirkjunar, með vegum og brúm sem almenningur hefur borgað fyrir.“ Jón Árni segir enn fremur að virkjanirnar muni hafa mjög neikvæð áhrif á ferðamennsku á Suður- landi, sem án virkjana eigi sér bjarta framtíð, með nálægð við Leifsstöð og höfuðborgina, auk náttúru- perla, safna og sögu. „Svo má ekki gleyma rykmenguninni, því Lands- virkjun ætlar að dæla seti af lónsbotninum upp á bakkana. Eftir fáa áratugi verður þetta orðinn gríðarlega stór haugur, hátt í þrír kílómetrar að lengd, 200 metra breiður og fimm metra hár,“ segir Jón Árni. „Þess utan er mikil hætta á að þetta fari mjög illa með laxagengd í Þjórsá.“ ikh@frettabladid.is Segir umhverfismatið vera marklaust plagg Landsvirkjun vill taka efni úr námu sem liggur inni á vatnsverndarsvæði til að reisa Urriðafossvirkjun. Í matsskýrslu er ekki gert ráð fyrir efnistöku annars staðar en á virkjunarstað. Ekkert mark takandi á umhverfismatinu, segir íbúi í Flóahreppi. URRIÐAFOSS Landsvirkjun vill taka efni úr námu sem fer inn á vatnsverndarsvæði, en segir í matsskýrslu að allt efni í Urriða- fossvirkjun komi af virkjanastaðnum. MYND/SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON Talsmaður Landsvirkjunar: Náman er opin „Við teljum líklegt að við kaupum þarna efni í upphafi framkvæmdanna, en síðan verði notað efni sem fellur til við framkvæmdirnar,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hann segir rétt að náman sé inni á vatnsverndarsvæði. „En hún hefur starfsleyfi og hefur verið í rekstri um árabil og því skyldum við ekki geta keypt þarna efni eins og aðrir? Þess utan stendur til að fara í vatnsveituframkvæmdir í Flóahreppi af okkar hálfu, svo ég geri ráð fyrir að vernd- inni þarna verði aflétt.“ - ikh MIÐBÆRINN „Við erum óskaplega ánægð með þetta framtak,“ segir María Pétursdóttir, eigandi versl- unarinnar Ranimosk við Lauga- veg. Í gærmorgun þegar María mætti til vinnu hafði hópur sem kallar sig Góðverkasamtökin Betri bær málað yfir allt veggjakrot á hvítum flötum við Laugaveg. Á vefsíðu sem samtökin halda úti segir að með aðgerðum sínum hafi þau viljað vekja athygli á þeirri sjónmengun sem veggjakrot í bænum er og um leið mótmæla aðgerðaleysi þeirra sem eiga hlut að máli að leyfa því að standa. Samtökin hafi því tekið sig til og málað yfir veggjakrotið í skjóli nætur. María segir að eigendur Rani- mosk hafi verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki málað strax yfir veggjakrotið. Lögreglan hafi hvatt þau til að leggja fram kæru en það hafi þau ekki viljað. „Við viljum ekki fara þá leið enda leysir það ekki vandann. Það eru bara ungl- ingar í einhverju adrenalínrússi sem gera þetta – í einhvers konar pissukeppni niður Laugaveginn. Það er spennandi fyrir þá að eiga á hættu að nást,“ útskýrir María. „Við viljum ekki stuðla að því að ungir strákar gangi gjaldþrota út í lífið og við viljum gefa þeim mögu- leika á að bæta fyrir mistökin.“ María segir að krotað hafi verið á búðina fyrir nokkrum vikum. Eigendur verslunarinnar hafi komið skilaboðum áleiðis til drengjanna sem stóðu að baki verknaðinum um að þeir gætu bætt ráð sitt með því að mála yfir. Eigendurnir útveguðu sjálfir máln- inguna. „Og það var einn sem kom og málaði yfir það sem hann hafði gert,“ segir María. Miklar umræður hafa skapast á vef Góð- verkasamtakanna og í gær höfðu tugir manna þakkað þeim fyrir frábært framtak. - kh / sjá síðu 18 Góðverkasamtökin Betri bær unnu góðverk í skjóli nætur: Máluðu yfir veggjakrot í miðbænum SAMTÖKIN AÐ VERKI Þrír félagar í Góð- verkasamtökunum Betri bæ máluðu yfir veggjakrot í miðbænum í gær. Félagarnir vönduðu sig líka við að mála ekki yfir þau verk sem fyrir voru í bænum. MYND/GÓÐVERKASAMTÖKIN BETRI BÆR EVRÓPUMÁL Evrópusambandið – hvað er til ráða? er yfirskrift á nýjum vikulegum greinaflokki sem hefur göngu sína í Frétta- blaðinu í dag. Leitað verður til fólks víðs vegar að úr þjóðfélaginu og það fengið til að reifa álitamál um Evrópusambandið. Lagt verður upp með nokkrar grunnspurn- ingar: helstu kosti við Evrópu- sambandsaðild, helstu ókosti og hvað sé til ráða. Ólöf Nordal alþingismaður ríður á vaðið. Í grein hennar kemur fram að það sé tíma- spursmál frekar en hitt hvenær Ísland standi frammi fyrir þeirri ákvörðun að ganga í Evrópusam- bandið. Það geti þó ekki gerst nema að loknum vandlegum undirbúningi og nauðsynlegum breytingum á stjórnarskrá landsins. - bs/ sjá síðu 28 Nýr þáttur í Fréttablaðinu: Víðfeðm umræða um Evrópumál LÖGREGLUMÁL Mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna grófrar árásar á sjö manns í Keilufelli á laugardag kannast ekkert við að hafa átt þar hlut að máli, samkvæmt upplýsing- um Fréttablaðsins. Þá hefur hópurinn sem ráðist var á verið margsaga um hugsanlegt tilefni árásarinnar. Sex menn eru nú í haldi lög- reglu vegna málsins; fimm Pól- verjar og einn Litháai. Síðasti maðurinn var handtekinn í gær- morgun eftir að lögregla hafði lýst eftir honum. Hann átti að mæta fyrir dómara fyrir hádegi í dag, þar sem lögð var fram krafa um gæsluvarðhald yfir honum. - jss Keilufellsmálið: Kannast ekkert við árásina LÖGREGLUMÁL Fimm piltar þurftu að gista fangaklefa í nótt eftir að einn þeirra hafði stolið fartölvu úr BT í Kringlunni um miðjan dag í gær. Pilturinn sem er sautján ára klippti á öryggissnúru við tölv- una með skærum og hrifsaði hana með sér. Er starfsmenn ætluðu að hafa afskipti af honum ógnaði hann þeim með skærunum og hljóp út úr versluninni. Hann hvarf á braut í hópi pilta á svipuðum aldri. Um klukkustund síðar handtók lögregla piltinn, auk fjögurra annarra á svipuðum aldri. Tölv- an og skærin fundust. Piltarnir verða yfirheyrðir í dag. - jss Rán í Kringlunni: Fimm sitja inni HEILBRIGÐISMÁL Magnús Pétursson, fráfarandi forstjóri Landspítalans, lauk í gær för sinni um allar deildir spítalans sem hann lagði í til að geta kvatt samstarfsmenn sína. Magnús hefur gegnt starfi sínu í níu ár en um miðjan mánuðinn var tilkynnt um að hann myndi láta af störfum 1. apríl eftir að hafa gert samkomulag við ráðherra. Magnús hefur ávallt haft þann háttinn á að heimsækja allar deildir og ræða við starfsfólkið sem þar vinnur um hvað megi betur fara og til að kynnast því. Að því er ekki hlaupið fyrir forstjóra á langstærsta vinnustað landsins þar sem um 5.000 manns starfa. Magnúsi virðist þó hafa tekist vel upp við það á liðnum árum því allir virtust vera ákafir í að fá að taka í hönd hans að leiðarlokum og þakka honum fyrir vel unnin störf. - kdk Stærsti vinnustaður landsins: Forstjóri kveður samstarfsfólkið KVEÐJUSTUND Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, og Torfi Fjalar Jónasson hjartalæknir kveðjast á hjarta- deild. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Sprautunálaræninginn svokallaði, sem Hæstiréttur stað- festi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir í gær, rændi fjóra peningakassa í þremur verslunum með því að ógna starfsfólki með sprautunál áður en lögreglan gómaði hann. Þá hafði hann gert árangurslausar tilraunir til að ræna veskjum af konum með sama hætti. Fyrsta atvikið átti sér stað 19. mars á bifreiðastæði við verslun- ina Select í Suðurfelli í Reykjavík. Kona var komin inn í bifreið sína með ellefu ára dóttur sinni, eftir að hafa tekið peninga út úr hraðbanka, þegar maður settist inn í bifreiðina. Hann hótaði að stinga konuna með sprautunál, sem hann hélt á, léti hún ekki veskið af hendi. Konan neitaði og mæðgurnar komust út úr bílnum og frá manninum. Aðeins fáeinum mínútum síðar kom maður inn í verslunina King Kong í Eddufelli og réðst á konu. Þau féllu í gólfið og hann hótaði henni með sprautunál, afhenti hún ekki veski sitt, sem hún ekki gerði. Þá ógnaði hann starfsmanni versl- unarinnar með sama hætti og komst þannig í peningakassa verslunar- innar sem hann tæmdi. Næstu daga lék maðurinn sama leik og náði að tæma þrjá peningakassa á tveimur stöðum, auk þess sem hann stal síg- arettum. - jss SÖLUTURN KING KONG Þar ógnaði maður fólki með sprautunál og tæmdi síðan peningakassa. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sprautunálaræningja: Rændi fjóra peningakassa Erlendur, er svona eftirsóknar- vert að sitja inni? „Nei, ég held að það sé mun betra að vera úti.“ Öll fangelsi landsins eru nú fullsetin og fimm til sex klefar tvísetnir. Erlendur Baldursson er afbrotafræðingur hjá Fang- elsismálastofnun. Á fundi tollvarða í Leifsstöð í gær kom fram mikil óánægja með áform dómsmálaráðherra um að skilja að löggæslu og tollgæslu á Suðurnesj- um. Samþykktu tollverðirnir einróma ályktun þar sem áformunum var mótmælt. Tollverðir óska þess að ákvörðunin verði endurskoðuð, enda verði hún til þess að eftirlit með innflutningi versni. TOLLGÆSLA Tollverðir gegn ráðherra SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.