Fréttablaðið - 28.03.2008, Side 6
6 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR
T
B
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
LÖGREGLUMÁL Maður sem fann eftir-
fararbúnað undir bifreið sinni 12.
nóvember í fyrra, sem lögreglan
notaði við rannsókn á tengslum
mannsins við tilraun á smygli á
fíkniefnum til landsins, hefur
fengið afhent rannsóknargögn sem
lágu að baki því að lögreglan ákvað
að fylgjast með ferðum mannsins.
Samkvæmt gögnunum, sem
Fréttablaðið hefur undir höndum,
lá maðurinn undir grun sem stór-
felldur fíkniefnasmyglari. Í rök-
stuðningi lögreglu fyrir hlerunar-
heimild á símum mannsins, sem
gefin var sex sinnum, kemur fram
að lögreglan hafi fengið upplýsing-
ar um að maðurinn hygðist nota til-
tekna smyglleið „fljótlega til að
flytja 3-4 kíló af kókaíni“ til lands-
ins en áður var hann talinn hafa
flutt mikið magn af e-töflum til
landsins.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var maðurinn talinn
tengjast máli sem nú er til með-
ferðar hjá lögreglu og tengist
smygli á kókaíni og e-töflum til
landsins í gegnum UPS-hraðsend-
ingarþjónustuna. Hann er ekki
lengur meðal grunaðra í því máli.
Tveir menn sitja enn í gæsluvarð-
haldi vegna málsins; Annþór
Kristján Karlsson og Tómas
Kristjánsson, sem var starfs-
maður hraðsendingarþjónustunar.
Héraðsdómur komst að því að
lögreglunni hefði verið óheimilt
að nota eftirfararbúnaðinn en
Hæstiréttur sagði í dómi sínum að
lögreglan hefði þurft að gera grein
fyrir því af hverju var verið að
nota búnaðinn svo mögulegt væri
að meta það til fulls hvort verið
væri að nota búnaðinn án laga-
heimilda eða ekki.
Í kjölfarið óskaði maðurinn eftir
því að fá rannsóknargögn lögreglu
í hendur sem vörðuðu hann. Lög-
reglan neitaði að verða við því.
Það sætti maðurinn sig ekki við
og fór með málið fyrir dómstóla.
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði
málinu frá en þá niðurstöðu kærði
maðurinn til Hæstaréttar. Þaðan
fór málið aftur niður í hérað, þar
sem Hæstiréttur taldi málið eiga
að fá efnismeðferð. Áður en mál-
flutningur í héraði fór fram féllst
lögreglan á að afhenda gögnin og
féllst maðurinn í kjölfarið á að
afhenda lögreglunni eftirfarar-
búnaðinn. magnush@frettabladid.is
Lá undir grun sem
stórfelldur smyglari
Maðurinn sem fann eftirfararbúnað undir bifreið sinni 12. nóvember í fyrra lá
undir grun sem stórfelldur fíkniefnasmyglari. Hann hefur fengið gögn er vörð-
uðu hann afhent frá lögreglu. Lögreglan hleraði síma hans yfir langt tímabil.
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Gaf lögreglunni sex sinnum heimild til þess að hlera
síma mannsins sem fann eftirfararbúnað undir bifreið sinni 12. nóvember.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Skylda er samkvæmt lögum að láta
þann vita sem er hleraður af lögreglu
eins fljótt og mögulegt er. Þó er tekið
fram í lögunum að taka beri tillit til
þess hvernig rannsókn gengur. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Valtý Sigurðs-
syni ríkissaksóknara er það verkefni
dómstóla að hafa eftirlit með því að
þeir sem hleraðir eru séu látnir vita
af því að hlerun hafi farið fram. Víða
erlendis tíðkast að skipa sérstakan
réttargæslumann sem fylgist með því
að lögreglan láti hlutaðeigandi vita ef
hlerun hefur átt sér stað.
EFTIRLITIÐ Á BORÐI DÓMSTÓLA
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu aflar nú gagna
í rannsókn sinni á stórfelldum
þjófnaði tveggja manna úr hrað-
bönkum fyrir nokkrum dögum.
Lögreglan er meðal annars að
rekja úttektir úr hraðbönkunum.
Mennirnir tveir, Þjóðverji og
Rúmeni, voru teknir með fúlgur
fjár á leið úr landi eftir að hafa
svikið peningana út úr hraðbönk-
um hér um páskana. Þeir reynd-
ust vera með á fjórðu milljón í
farteskinu.
Lögregla rannsakar nú meðal
annars hvort meiri fjármunir
hafi verið sviknir út úr hraðbönk-
um en sem þessu nemur. Einnig
hvort mennirnir áttu sér íslenska
samverkamenn. - jss
Hraðbankasvikin í rannsókn:
Rekja úttektir
NOREGUR, AP Hættan á gasspreng-
ingu í fjölbýlishúsinu sem hrundi
í Álasundi á miðvikudag kom í
gær í veg fyrir að björgunarsveit
gæti freistað þess að finna þá
fimm íbúa sem enn er saknað í
rústunum.
Jarðfræðingar sögðu að allt að
6.500 rúmmetrar af grjóti hefðu
skollið á húsinu snemma morguns
á miðvikudaginn, eftir að hafa
losnað úr klettabelti í hlíðinni
fyrir ofan það. Neðri hæðir hins
sex hæða húss hrundu og efri
hæðirnar færðust fram um sjö
metra.
Á blaðamannafundi í gær sagði
héraðslögreglustjórinn Arne
Karoliussen að enn væri of
áhættusamt að senda björgunar-
fólk inn í rústirnar til að leita
hinna fimm sem saknað er. Bíða
yrði þess að própangasið, sem var
geymt í stórum tanki í húsinu,
brynni upp, og að tryggt væri að
frekara hrun yrði ekki í rústun-
um. Gasið væri enn að brenna og
byggingin óstöðug.
Karoliussen sagði að íbúum
nærliggjandi húsa, sem gert var
að yfirgefa þau, yrði ekki hleypt
aftur heim til sín að sinni. Óljóst
væri hvenær af því gæti orðið. - aa
GASELDUR Reykjarmökkur stígur upp af leifum fjölbýlishússins í Álasundi.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fimm manns er enn saknað eftir að fjölbýlishús hrundi í Álasundi í Noregi:
Gasleki hindrar björgunarstarf
VIÐSKIPTI Sænska fataverslunin
H&M, sem Íslendingar þekkja
vel af ferðum sínum erlendis og
er sú næststærsta í Evrópu, skil-
aði rekstrarhagnaði upp á 2,9
milljarða sænskra króna, jafn-
virði rúmra 37 milljarða íslenskra
króna, á fyrstu þremur mánuð-
um ársins. Þetta er 28 prósenta
aukning frá sama tíma í fyrra og
nokkuð umfram væntingar.
Velta jókst um átján prósent á
fjórðungnum og nam 19,7 millj-
örðum sænskra króna, að sögn
Bloomberg og fleiri miðla.
Mestu munar um opnun nýrra
verslana undir merkjum H&M á
fjórðungnum, lækkun á gengi
Bandaríkjadals og aukinni net-
sölu á tímabilinu. Fyrirtækið
opnaði verslanir í Bretlandi,
Egyptalandi, Sádi-Arabíu og í
Rússlandi í fyrra en hafði ekki
áður numið þar land. Áætlað er
að 190 verslanir H&M verði opn-
aðar víða um heim til viðbótar á
árinu.
Þá hafa stjörnur úr tísku- og
afþreyingaiðnaðinum í auknum
mæli lagt nafn sitt við fatakeðj-
una. Þar á meðal eru fatahönn-
uðirnir Roberto Cavalli og Stella
McCartney, dóttir bítilsins Pauls,
og söngkonurnar Kylie Minogue
og Madonna auk tískufurstans
Karls Lagerfeld. - jab
Góður gangur hjá sænsku fataversluninni H&M fyrstu þrjá mánuði ársins:
Hagnaður H&M 37 milljarðar
HAMAGANGUR VIÐ H&M Hagnaður
sænska verslanarisans H&M var umfram
væntingar á fyrsta fjórðungi ársins.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
KJÖRKASSINN
Var gott hjá Seðlabankanum að
hækka stýrivexti?
Já 61%
Nei 39%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Styður þú mótmæli vörubíl-
stjóra?
Segðu skoðun þína á visir.is