Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 23
FÖSTUDAGUR 28. mars 2008 >> Fjármál heimilisins >> Samsetningu lána >> Fjármögnun húsnæðis >> Sparnað >> Lífeyrissparnað >> Tryggingar >> Hámörkun Glitnispunkta og annarra fríðinda >> Framtíðarmarkmið í fjármálum Í FJÁRMÁLARÁÐGJÖF GLITNIS ER M.A. FARIÐ YFIR: GLITNIRGERIRBETUR Þýðingarvél sem skilur ís- lensku verður opnuð á inter- netinu á morgun. Höfundur- inn segist hafa unnið að henni í frístundum í næstum þrjá áratugi, og ætlar að veita öllum aðgang að henni án endurgjalds. Þýðingar- vélin spreytti sig á setningu um íslensku bankana. „Ég byrjaði á því að búa til forrit sem þýddi úr esperanto yfir í íslensku, bætti seinna við þýðing- um í og úr ensku og hef verið að fást við þýðingu frá íslensku yfir á dönsku síðustu árin,“ segir Stefán Briem, eðlisfræðingur og áhuga- maður um tungutækni og þýðing- ar. Á morgun opnar hann vefþjón á internetinu sem þýðir íslenskan texta á enskan og öfugt, auk þess að þýða íslensku á dönsku og espe- ranto á íslensku. Þýðingarvél Stefáns verður aðgengileg öllum án endurgjalds, enda segir hann ekki markaðs- legan grundvöll fyrir því að hagn- ast á svona hugbúnaði. „Ég hef velt þessu mikið fyrir mér en gallinn við að selja þennan hug- búnað er að þá eru miklu færri sem geta notað hann,“ segir hann. Vinnan við þýðingarvélina hefur að öllu leyti farið fram í frístund- um, segir Stefán. „Ég hef samið hugbúnaðinn einn án þess að vera á kaupi hjá nokkrum.“ En hverjir munu nota þessa þýð- ingarvél? „Það á bara eftir að koma í ljós, en hugmyndin er að fólk geti fengi hráa þýðingu ef það sér texta á máli sem það kann ekki vel og vill vita hvað hann segir,“ segir Stefán. Sem dæmi um þýðingu sló blaða- maður inn eftirfarandi setningu: „Iceland‘s banks are feeling the heat from the turmoil in global markets but there are few signs of the dramatic funding crisis the market fears, according to their results for 2007“. Útkoman var „Íslands bankar eru að finna varmann frá harkinu í alþjóðamörkuðum en svona er fáeinir merkja af stórbrotnu fjár- mögnuninni kreppunni markaður- inn óttast, samkvæmt þeirra niður- stöðum fyrir 2007.“ Ekki fullkomin þýðing, en efnið skilst nokkurn veginn. salvar@frettabladid.is Ókeypis þýðingarvél sem skilur íslensku Bandaríska manntalið er í uppnámi vegna þess að hausateljararnir kunna ekki á hand- tölvurnar sínar. Æfingar fyrir mann- talið, sem verður árið 2010, gengu svo illa að yfirvöld vestra eru alvarlega að íhuga að hætta við allar hátæknilausnir. Allir íbúar Bandaríkjanna, um þrjú hundruð milljónir, eru taldir á tíu ára fresti. Þá banka starfs- menn þarlendu Hagstofunnar á allar dyr í landinu og skrá upplýs- ingar um íbúa. Mikilvægt er að niðurstöður manntalsins séu réttar því tölurnar eru meðal annars notaðar skiptingu þingsæta milli ríkja og til að deila út sem nemur 2.300 millj- örðum íslenskra króna á milli samfélaga árlega. Til þess að auka nákvæmni manntalsins sem fer fram á þarnæsta ári ákváðu yfirvöld í Bandaríkjunum að fá tæknina sér til aðstoðar. Með því að láta haus- a teljarana slá upplýsingarnar inn í sérútbúna handtölvu átti allt ferlið að verða einfaldara og ólík- legra að mistök ættu sér stað. Nú lítur út fyrir að tæknin muni hafa þveröfug áhrif. Í stað þess að minnka líkur á mistökum hafa handtölvurnar stóraukið þær. Hausateljararnir kunna ekki á þær og slá inn vitlausar upplýs- ingar. Hagstofan þarf nú að velja á milli þess að greiða sem nemur 150 milljörðum króna til að lag- færa tölvurnar og gera þær ein- faldari í notkun, eða henda þeim og nota blað og blýant. - sþs Bandaríska hagstofan íhugar að hætta við allar hátæknilausnir í næsta manntali: Hausateljararnir of heimskir Flugfarþegar eru skrefi nær því að geta notað farsímann í háloftunum, í það minnsta í flugvélum sem skráðar eru í Bretlandi. Þarlend fjarskiptayfir- völd hafa gefið leyfi fyrir notkun farsíma í flugvélum samkvæmt fréttavef BBC. Flugfélög sem vilja bjóða viðskiptavinum sínum upp á þessa þjónustu þurfa þó að uppfylla fleiri skilyrði. Flug- öryggisstofnun Evrópu þarf að samþykkja allan vélbúnað sem þarf að setja upp í flugvélum vegna farsímanotkunar, og þjálfa þarf áhafnir flugvéla í notkun slíkra kerfa. - sþs Fjarskiptayfirvöld úrskurða: Bretar leyfa far- síma í háloftum Adobe, fyrirtækið á bak við myndvinnsluforritið vinsæla Photoshop, setti ókeypis vefút- gáfu af forritinu á netið í gær. Nýja útgáfan, sem kallast Photoshop Express, er einfaldari í notkun en hefðbundna útgáfa forritsins en býður í leiðinni upp á færri möguleika. Þannig slæst Adobe í hóp fyrirtækja á borð við Google og Microsoft, sem bjóða upp á ókeypis vefútgáfur af forritum sínum eins og Office-pakkanum. Hugmyndin er að notendur komist á bragðið með þessum vefforritum og kaupi á endanum venjulegu útgáfuna. Sem stendur er forritið aðeins í boði fyrir Bandaríkjamenn. - sþs Ókeypis myndvinnsla á netinu: Adobe vefvæðir Photoshop FLUGVÉL Brátt hægt að hringja í flugi. VIÐ TÖLVUNA Stefán segir hugmyndina að fólk geti fengið hráa þýðingu sjái það texta á netinu sem það skilur ekki en vill vita hvað þýðir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.