Fréttablaðið - 28.03.2008, Síða 27

Fréttablaðið - 28.03.2008, Síða 27
FÖSTUDAGUR 28. mars 2008 27 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. Ekki er hægt að segja annað en að landsmenn hafi tekið hraustlega við sér eftir að fréttir bárust af mikilli gengisfellingu nú á dögunum. Slegið var upp stríðsfréttum um „svartan mánu- dag“ og bylgja verðhækkana reið yfir þjóðfélagið – raunar kom fram að verðhækkanirnar væru umfram það sem næmi gengis- fellingunni. Meiri verðhækkanir eru boðaðar í næstu viku og fólki þar með stefnt í búðir að hamstra. Ríkisstjórnin gerði fátt nema að viðskiptaráðherra boðaði víð- tækar samhæfðar aðgerðir og hefur sú viðleitni þegar skilað til- ætluðum árangri – að halda honum í 1. sæti ráðherrapúlsins, samkeppni íslenskra ráðherra um fjölmiðlaathygli. Hver ber ábyrgðina? Nú á dögum hins frjálsa markaðar eru það ekki lengur stjórnvöld sem bera ábyrgð á gengisfelling- um þannig að leitin að söku- dólgum er þegar hafin. Það var raunar furðu vinsælt að kenna gjaldmiðlinum sjálfum um að hafa fallið. „Helvítis krónan“ tók upp á því að falla og ekkert við því að gera. Ef þessi skilningur á orsakasamhengi er útfærður á víðara svið þá hefur sótthiti ekki heldur neitt með veirur eða sýkla að gera heldur er það hitamælin- um um að kenna þegar hann tekur upp á því að stökkva úr 37 gráðum í 40. Aðeins flóknara samhengi, og þó tæplega, kom fram í máli seðlabankastjóra. Samkvæmt honum eru það vondir spákaup- menn sem hafa unnið gegn krón- unni. Þessi orsakaskýring er í góðu samræmi við þá heims- mynd sem seðlabankastjóri aðhyllist almennt. Á sínum tíma (og kannski ennþá) hvíldi utan- ríkisstefna Íslands á þeirri for- sendu að ekkert slæmt ætti sér stað í alþjóðapólitíkinni án þess að á bak við það stæði illur harð- stjóri sem réði yfir efnavopnum. Með sömu rökum blasir við að gjaldmiðlar falla ekki í verði án þess að á bak við það standi ill- menni sem kumri nú glaðhlakka- lega yfir árangrinum. Þriðja skýringin er svo sú sem menn tala um í útlöndum; að ekki sé allt með felldu í íslensku efna- hagslífi. Að útrásin sé ef til vill byggð á sandi, að bankarnir hafi offjárfest og að það sé ef til vill ekki hollt fyrir samfélagið að skuldir heimilanna séu rúmlega 240% af ráðstöfunartekjum – 884 milljarðar skv. nýjustu fréttum – eða að hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins hafi sexfaldast frá 1991 og séu nú ríflega 200% af vergri landframleiðslu. Ráða má hvort eitthvað sannleikskorn sé í þessu af því að stjórnvöld hafa haft mikið fyrir því að afneita þessu. Ríkisstjórnin sendi utan- ríkisráðherra til Kaupmanna- hafnar með þann boðskap að þessi umræða væri einungis til marks um öfundsýki Dana. Virt- ur prófessor í London var dreg- inn fram til þess að segja að á Íslandi væri allt í þessu fína. En ef það væri rétt þyrfti kannski ekki að klifa svona mikið á því. Fyrirsjáanleg viðbrögð Viðbrögðin við gengisfellingunni hafa ekki komið neinum á óvart en þau eru ekki til þess fallin að ýta undir bjartsýni um fram- haldið. Viðbragðsflýtir kaup- manna við að velta gengistapinu út í verðlagið er t.d. eftirtektar- verður. Ekki bar hins vegar jafn mikið eða hratt á verðlækkunum í tilefni af háu gengi krónunnar þannig að gengi hefur greinilega ekki alltaf jafn mikil áhrif á verðlag. Viðbrögð Seðlabankans eru líka mjög fyrirsjáanleg. Ákveðið er að hækka stýrivexti. Yfirlýstur tilgangur vaxtahækkunarinnar er sá sami og hann hefur verið hingað til; að draga úr skuldsetn- ingu landsmanna. Gallinn er hins vegar sá að þetta hefur ekkert virkað hingað til. Vextir hér á landi hafa lengi verið svo himin- háir að miðað við öll þekkt hag- fræðilögmál ætti ekki nokkur maður að taka lán á Íslandi. Raunin er hins vegar þveröfug; við erum með skuldsettari þjóð- um. Vextirnir eru meira að segja svo háir að heimilin í landinu virðast ætla að halda áfram að taka svo kölluð „gengisbundin lán“ – þrátt fyrir gengisfelling- una miklu! Hvaða áhrif hefur vaxtahækkun ef ekki dregur úr lántökum? Þau verða ekki önnur en þau að afborganir lánanna hækka og verðbólga eykst. Það er samt engin ástæða til að örvænta. Ef breski hagfræði- prófessorinn, bankarnir og ríkis- stjórnin hafa rétt fyrir sér og hagkerfið stendur í raun og veru traustum fótum þá mun gengis- fellingin eflaust ganga tilbaka. Ef svo er ekki þá er gengi krón- unnar hins vegar aðeins lítill hluti vandans í íslensku efna- hagslífi. Fallandi gengi SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Efnahagsmál Það er ef til vill ekki hollt fyrir samfélagið að skuldir heimil- anna séu rúmlega 240% af ráð- stöfunartekjum eða að hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins séu nú ríflega 200% af vergri landframleiðslu. Í samstarfi við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Að skrifa grein og koma fram í fjölmiðlum haldið 4. apríl Er hjúkrun launuð vinna eða hugsjónastarf? - að semja um kaup og kjör hefst 7. maí Algebra og föll: Stærðfræði 203 hefst 8. apríl Hornaföll og vigrar: Stærðfræði 303 hefst 9. apríl Mannauðs- og breytingastjórnun í grunnskólum hefst 10. apríl Íslenski þroskalistinn haldið 5. maí Smábarnalistinn: Staðlaður þroskalisti handa ungbörnum haldið 14. maí Fetal Alcohol Spectrum Disorders (FASD) (kennt á ensku) haldið 31. mars Þunglyndi langveikra haldið 10. apríl Appetite Awareness Training (kennt á ensku) hefst 11. apríl Bipolar Disorder (kennt á ensku) hefst 13. apríl Næring og vökvajafnvægi haldið 18. apríl Identity problems (kennt á ensku) hefst 9. maí Chronic pain (kennt á ensku) hefst 16. maí Therapist skill development: Self-practice/self reflection (kennt á ensku) hefst 27. júní HEILBRIGÐIS- OG FÉLAGSSVIÐ UPPELDIS- OG KENNSLUSVIÐ Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is París - líf og lystisemdir hefst 8. apríl Afrísk samtímalist hefst 15. apríl Börn eru klár hefst 21. apríl Sjálfsstyrking og samskipti fyrir konur hefst 7. apríl MENNING OG SJÁLFSRÆKT - fjölbreytt og áhugaverð námskeið í boði „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.