Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 29
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TÓNLIST VINNUVÉLAR O.FL. Guðrún Ósk Traustadóttir leiðbeinandi er mikil áhugamanneskja um matargerð og þykir skemmtilegt að búa til ýmsar tegundir af salati. Uppáhaldssalatið hennar er kjúklingasalat sem hún fékk að smakka í fyrsta skipti hjá systur sinni. „Þetta salat á systir mín alveg. Ég fékk fyrst að smakka það hjá henni og eftir það hef ég verið mikill aðdáandi þess. Það er mjög einfalt að útbúa salatið og það er bæði hægt að bera það fram eitt og sér eða með öðrum mat,“ segir Guðrún. Það sem þarf í salatið er þrjár kjúklingabringur, einn pakki af skrúfupasta, einn grænmetisteningur, einn rauðlaukur, eitt bréf af beikoni, einn maribó - ostur, pakki af furuhnetum, hvítlauksedik, ólífuolía og ítalskt krydd. „Aðferðin er afar einföld og fljótleg. Ég sýð pastað og set grænmetisteninginn ofan og á meðan sker ég kjúklingabringurnar í litla bita og steiki þær á pönnu. Ég steiki líka beikonið og rista svo furuhnet- urnar. Ég læt kjúklingabitana og beikonið kólna saman í skál og sker rauðlaukinn, saxa kínakálið og sker maribóostinn niður í teninga,“ útskýrir Guðrún og bætir við: „Þegar pastað er tilbúið set ég það í sigti og læt það standa í smástund meðan ég set saman í litla skál einn og hálfan desilítra af ólífu- olíu, hálfan desilítra af hvítlauksedikinu og eina teskeið af ítalska kryddinu. Ég hræri þessu vel saman og helli því svo yfir heitt pastað sem ég hef áfram í sigtinu og læt blönduna renna í gegnum allt pastað. Þegar því er lokið blanda ég öllu vel saman í stóra skál. Gott er að hafa heitt hvítlauksbrauð með salatinu og þá er hægt að gæða sér á þessu frábæra kjúklingasalati,“ segir Guðrún. mikael@frettabladid.is Hollt, gott og fljótlegt Kjúklingasalatið er bæði hægt að bera fram með öðrum mat og hafa eitt og sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KRYDD Í TILVERUNA Boðið er upp á ósvikinn mexíkóskan heimilismat á veitingastaðnum Santa Maria sem nýverið var opnaður á Laugavegi. MATUR 2 KYNNGIMÖGNUÐ HLJÓÐFÆRI Netverslunin Spilverk.com selur sérsmíðuð rafmagns- hljóðfæri sem nefnd eru eftir norrænum goðum og öðrum kynjaverum. TÓNLIST 3 Opnunartími Mán - Föstudagar 09 - 18 Laugardaga 11 - 16 Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 ALLTAF BESTA VERÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.