Fréttablaðið - 28.03.2008, Side 30

Fréttablaðið - 28.03.2008, Side 30
[ ] Santa Maria er nýr mexíkósk- ur veitingastaður til húsa á Laugavegi 22a. Parið María Hjálmtýsdóttir og Ernesto Ortiz Alvarez reka saman mexíkóska veitingastaðinn Santa Maria en Ernesto er frá Mexíkó. Þau hafa verið saman í fimmtán ár, þar af búið í um fimm ár í Mex- íkó. Ástæðan fyrir því að þau María og Ernesto fóru út í þennan rekst- ur var einfaldlega sú að þau hafði lengi langað í almennilegan mex- íkóskan mat hérlendis og ekki fundið. „Sá mexíkóski matur sem er á boðstólum hér á landi er allur frá Bandaríkjunum, það er enginn staður með alvöru mexíkóskan heimilismat,“ segir María. Ernesto hefur reynslu af því að vinna á mexíkóskum veitingastöð- um bæði hér á Íslandi og í Mexíkó og svo fluttu hann og María inn mexíkóska húsmóður til að kenna þeim að elda alvöru heimilismat. Sú innflutta er Lolita, móðir Ern- estos, en hún ætlar að vera þeim innan handar næstu mánuði við matargerðina. Staðurinn hefur verið vinsæll, sérstaklega hjá Bandaríkjamönn- um og Kanadabúum sem þekkja til mexíkóskrar matarmenningar. Þeir Mexíkóar sem búa hérna hafa komið aftur og aftur og vill María meina að það séu góð meðmæli. „Einn þeirra sagði að maturinn væri eins og hjá ömmu sinni,“ segir hún og hlær. Íslendingar hafa einnig tekið staðnum vel, þótt sumir séu haldnir „kryddfordóm- um“ að sögn Maríu, og eru hrædd- ir um að maturinn sé of sterkur. María og Ernesto reyna að halda verðinu í lægri kantinum, dýrasti rétturinn þeirra kostar um þrettán hundruð krónur. „Fólk á ekki að þurfa að fara á hausinn við það að fara út að borða,“ segir María. Eld- húsið er opið frá ellefu á morgnana til tíu á kvöldin á virkum dögum, um helgar er eldhúsið opið til klukkan ellefu. Matseðillinn er fjölbreyttur, aðallega er um mex- íkóskan heimilismat að ræða en til þess að koma til móts við hinn alþjóðlega hóp sem sækir staðinn hafa þau María og Ernesto einnig sett á matseðilinn klúbbsamlokur og aðra vestræna rétti. „Gestirnir okkar eru af öllu þjóðerni, í raun má segja að við séum eins og lítið útibú frá Alþjóðahúsinu,“ segir María. Starfsfólk staðarins er einn- ig frá hinum ýmsu heimshornum, frá Bandaríkjunum, Kólumbíu, Mexíkó, Brasilíu og frá Litháen. Maríu og Ernesto hefur komið einna mest á óvart hversu fjöl- skrúðugur hópurinn er sem kemur að borða, en María segir þó að stór hluti viðskiptavinanna sé fólk á miðjum aldri. klara@frettabladid.is Fluttu inn mexíkóska húsmóður María Hjálmtýsdóttir, Lolita og Ernesto Ortiz Alvarez. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tómatar eru fræðilega flokkaðir sem ávextir þótt daglega tölum við um þá sem grænmeti. Tómatar vaxa úr egglegi fræv- unnar og umlykja fræ plöntunnar sem gerir þá að ávöxtum. 4OSTBORGARAR FRANSKAR, SÓ SA OG 2L GOS Starfsfólk óskast! Kaffitería Perlunnar óskar eftir starfsfólki í fullt starf og hlutastarf. Við bjóðum upp á gott vinnuum- hverfi og jákvæðan anda. Einnig vantar starfsfólk í uppvask. Hafið samband í síma 898-3804 eða perlan@perlan.is. The Pearls cafeteria is looking for full time and part time staff. We offer you a good and positive work environment. We are also looking for dishwashers. Contact us by tel. 898-3804 or perlan@perlan.is. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.