Fréttablaðið - 28.03.2008, Síða 31

Fréttablaðið - 28.03.2008, Síða 31
[ ] Nöfn eins og Mjölnir og Svaðil- fari úr norrænni goðafræði eiga lítið skylt við rafmagnshljóðfæri eða hvað? Netverslunin Spilverk.com selur handsmíðaða rafmagnsgítara og bassa sem bera þessi kynngimögn- uðu nöfn. Að sögn eigandans, Sig- þórs Hrafnsonar, þótti viðeigandi að nefna hljóðfærin kjarnmiklum nöfnum svo krafturinn frá sögunni bak við nöfnin yfirfærðist á hljóð- færin. Þau eru sérsmíðuð í Kína og hægt að fá gítar eftir eigin höfði gegnum verslunina. Sigþór, sem er gítarleikari, segir verslunina best geymda leyndarmálið um gítara og bassa á Íslandi. „Það er nú bara vegna þess að ég er ekkert að flýta mér með þetta og ætla ekki að láta þetta fara fram úr mér,“ segir Sig- þór, sem á dyggan hóp viðskipta- vina meðal íslenskra tónlistar- manna. Á döfinni hjá Spilverk.com er að efna til hönnunarkeppni þar sem fólk getur hannað eigin gítar og vinningsgítarinn verður svo smíðaður. heida@frettabladid.is Nöfn gítaranna sótt í norrænu goðafræðina Trommusett handa barninu á heimilinu er kjörin leið til að losna við slen og leti. Óþarfi verður að stilla vekjaraklukkur og heimilið fyllist tónlist og lífi. FENRISÚLFUR 39.000 KRÓNUR Fenrisúlfur var úlfur og sonur Loka og Angurboðu, frillu hans úr Jötunheim- um. Þegar Fenris úlfur stækkaði ógnaði hann jafnvel ásum svo þeir vildu binda hann. Gerður var fjötur sem þeir kölluðu Læðing. Fenrisúlfur leysti sig auðveldlega úr Læðingi svo æsir gerðu annan sterkari fjötur en allt kom fyrir ekki. Þá fengu æsir dverga úr Svartálfaheimi til að gera töfrafjötur og með honum tókst að fjötra Fernisúlf en Týr missti aðra hendina í átökunum. Fenrisúlfur stendur síðan bundinn í Jötunheim- um til ragnaraka. MJÖLNIR 35.000 KRÓNUR Hamarinn Mjölnir er í eigu Þórs og er máttugasta vopn ása í baráttunni við jötna. Hamrinum var eitt sinn stolið af jötninum Þrym og vildi hann fá Freyju í skiptum fyrir hamar- inn. Þór fór þá klædd- ur sem Freyja ásamt Loka til Jötunheima og endurheimti Mjölni þegar átti að nota hann til að gefa Þrym og brúð- ina saman. SVAÐILFARI 29.000 KRÓNUR Svaðilfari var kraftmestur allra hesta. Dró hann heilu björgin til og frá án þess að blása úr nös. Svaðilfari var í eigu smiðs nokkurs er bjóst til að byggja virkisvegg í kringum Ásgarð á sex mánuðum og átti verkið að klárast fyrir sumar- daginn fyrsta, en goðin töldu það af og frá að slíkt væri mögulegt. Þegar útlit var fyrir að smiðurinn lyki verkinu brá Loki sér í líki hryssu og tældi Svaðilfara burt frá vinn- unni. Átti Loki síðan afkvæmið, hestinn Slepni. NÝJASTA MÓDELIÐ Gítarinn Surtur var sérstaklega samsettur í verksmiðj- unni í Kína eftir óskum Sigþórs. Surtur er ekki enn kominn í sölu en er væntan- legur fljót- lega. FÖSTUD. 28. MARS KL. 20 OG LAUG. 29. MARS KL. 16 OG KL. 20 SÖKNUÐUR - TÓNLEIKAR Í MINNINGU VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR. UPPSELT! SUNNUD. 6. APRÍL KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR MARGRÉT HRAFNSDÓTTIR OG HRÖNN ÞRÁINSDÓTTIR. FRUMRAUN Í TÍBRÁ!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.