Fréttablaðið - 28.03.2008, Síða 46

Fréttablaðið - 28.03.2008, Síða 46
 28. MARS 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● fermingar Systurnar Ragnheiður Helen og Sigrún Edda Eðvarðsdætur reka saman verslunina Systur og eru miklar vinkonur. En þau sex ár sem eru á milli þeirra virkuðu eins og kynslóðabil þegar þær fermdust. Samkvæmt minni systranna fór fermingarfræðslan fram einu sinni í viku. Séra Árni Bergur Sigur- björnsson heitinn sá um fræðslu og fermingu beggja og fór kennslan fram í kennslustofu eftir að skóla- starfi lauk. Þær minnir að ekki hafi verið vinsælt meðal ferming- arbarna að bæta eftirsetunni við langan skóladag. Séra Árni reyndi eftir bestu getu að fræða ferming- arbörnin um kristna trú og Jesú. „Ég fermdist 1983 í Laugarnes- kirkju, ári seinna en mínir jafnaldr- ar og hafði ekki mikinn áhuga á öllu tilstandinu. Gjafirnar heilluðu mest af öllu,“ viðurkennir Ragnheiður, kölluð Ragga, og tekur fram að það hafi dregið úr áhuga að vera ekki með sínum félögum í fermingar- fræðslunni en hún var nýflutt aftur til Íslands eftir fimm ára búsetu í Svíþjóð. „Ég man að ég pantaði föt upp úr einhverjum lista, gæti hafa verið Freemans. Ég klæddist öllu hvítu, það var reyndar í tísku þá. Það var pils, skyrta og jakki. Þetta fór bara inn í skáp og var held ég aldrei notað aftur. Þetta var voða kerl- ingalegt. Gæfi samt mikið fyrir að finna þetta núna,“ segir Ragga með eftirsjá en hennar reynsla nýttist vel þegar Sigrún, eða Sissa, fór að velja fermingarfötin sín. „Ég fermdist 1988 í Áskirkju. Það eina sem Ragga fékk að hafa áhrif á í minni fermingu voru fötin. Mamma og pabbi ákváðu hvernig og hvar veislan var haldin. Ég valdi flott föt, Junior Gaultier pils, fjólubláan topp og hælaskó úr Bossanova. Mjög fullorðinslegt. Pilsið var notað mjög mikið og ég væri alveg til í að eiga þetta pils núna. „Ðe næntís is ðe njú eitís!“ segir Sissa stolt og þarf ekk- ert að skammast sín fyrir ferming- armyndirnar sínar. „Þetta var nú á þeim tíma að ég hafði mjög litla þol- inmæði gagnvart litlu systur eins og eðlilegt er. Það eru sex ár á milli okkar og þegar hún fermdist var ég að nálgast tvítugt. Ég var mjög upp- tekin af öðrum hlutum og hafði tak- markaðan áhuga á þessu ferming- arstússi. Mig rámar reyndar í að ég hafi næstum því verið of sein í veisluna sem var haldin í Skíðaskál- anum í Hveradölum,“ segir Ragga og man ekki hvort hún nennti að mæta í kirkjuna. Eftir veisluna eyddu þær syst- ur báðar tíma í að skoða gjafirnar og endurtelja peningana sem þær fengu. Sissa skellti sér í heimsókn til vinkvenna sem einnig voru ný- fermdar til að bera saman veislur og gjafir. Þær eru sammála syst- urnar um að skemmtilegast sé að rifja upp minningarnar sem tengj- ast þeim klæðnaði sem valinn var fyrir stóra daginn. Annað fellur í skuggann þegar kíkt er í baksýn- isspegilinn enda ná myndirnar að segja sögu sem annars er gleymd. - vaj Skemmtilegast að rifja upp fötin FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N Sigrún og Ragnheiður reka í dag saman undirfataverslunina Systur. Sigrún á ferm- ingardaginn. Ragnheiður, til vinstri, móðir systranna Auður Harðardóttir, og Sig- rún á fermingardag Ragnheiðar. Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is ®
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.