Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 49
Það er svo mikilvægur þáttur í lífi barna. Ég held að þriðja starfið sé vanmetið og ég held að konur nái aldrei almennilegri sókn á vinnu- markaðnum ef þær ætla líka að sjá um heimilið aleinar og sjálfar. Ég líki þessu gjarnan við forstjóra- starf. Ef konan er forstjóri heima hjá sér þá getur hún ekki verið for- stjóri einhvers staðar annars stað- ar. Enginn getur verið forstjóri á mörgum stöðum. Maður þarf að sleppa takinu heima ef maður ætlar að sækja fram í atvinnulíf- inu.“ Hóf ferilinn á DV Það er ekki stíll Ingu Lindar að sitja hjá og bíða eftir að hlutirn- ir gerist. Það má eiginlega segja að hún hafi ratað inn í fjölmiðla- vinnu vegna eigin hvatvísi en hún hóf feril sinn á gamla DV, fyrir tólf árum. „Mér hefur alltaf þótt gaman að skrifa, ætli það hafi ekki verið mín sterkasta hlið. Þegar ég var að vinna í sjoppunni Svarta svaninum með skóla forðum daga, sem var á horni Laugavegs og Rauðarárstígs, komu blaðamennirnir á DV gjarn- an þangað til að kaupa sér hádeg- ismat. Ég hugsaði með mér hvað það hlyti að vera spennandi starf að vera blaðamaður. Einhvern tím- ann kom fréttastjórinn Jónas Har- aldsson (sem nú ritstýrir Viðskipta- blaðinu, innskot blaðamanns) og ég spurði hann hvort hann vantaði ekki blaðamann. Hann sagði að svo væri en sagði að ég þyrfti að taka próf til að koma til greina. Ég fékk að taka próf og svo þurfti blessaður maðurinn að mæta augnaráði mínu í hvert sinn sem hann kom í sjopp- una. Á endanum fékk ég svo vinn- una. Ég byrjaði reyndar á því að sjá um sjónvarpsdagskrána en svo fékk ég fleiri verkefni. Mér fannst þetta æðislegt þótt launin í sjoppunni væru hærri,“ segir hún og bætir því við að síðan hafi leið hennar legið á Skjá einn þar sem hún hafi stýrt versta sjónvarpsþætti í heimi að eigin sögn, Úti að borða með Íslend- ingum. Þegar yngsta barnið hennar var fimm mánaða, árið 2002, réð hún sig til Stöðvar 2 og fór að lesa frétt- ir á kvöldin, klukkan níu og klukk- an tíu. „Sumarið eftir það fór ég á fréttastofuna til að leysa af og það var alveg rosaleg törn. Þetta sumar voru miklar uppsagnir á Stöð 2 og því mæddi mikið á þeim sem eftir voru. Svo byrjaði ég í morgunsjón- varpinu um haustið. Þetta var mjög töff tími en þetta var svo skemmti- legt. Ég verð að hafa líf og fjör í kringum mig, smá álag og áreiti. Ég þrífst á þessu. Þegar það er ró- legt þá finn ég mér eitthvað meira að gera.“ Í dag starfar Inga Lind með bestu vinkonu sinni, Svan- hildi Hólm, sem ritstýrir þættinum. Spurð að því hvort það sé ekkert erfitt að vinna með vinkonu sinni segir hún svo ekki vera. „Um dag- inn spurði ég hana hvort það yrði ekki hræðilegt ef hún yrði að reka mig og þá sagði hún að það stæði ekki til nema ég hætti að mæta með henni í kaffi þegar hún væri svöng. Hún borðar mjög mikið en ég er alltaf tilbúin með henni í kaffi til að halda starfinu,“ segir hún og hlær. Það er stöðugt verið að bera Ísland í dag saman við Kastljósið. Inga Lind segir að það sé ekki hægt að bera þessa tvo þætti samn. „Annar þátt- urinn er á ríkissjónvarpsstöð en við á einkarekinni áskriftarstöð. Á meðan Kastljósið er í sjónvarpinu er verið að endursýna Friends og Simpsons á Stöð 2. Á meðan erum við að keppa við fréttirnar á RÚV. Við erum með 20 mínútna þátt en þeirra er miklu lengri. Það eru ólík efnistök og ólíkir þættir. Við þurf- um að afgreiða allt á miklu styttri tíma og erum mun færri að vinna að þættinum. Að bera þessa tvo þætti saman er eins og að bera saman epli og appelsínur. Lestur Fréttablaðs- ins er miklu meiri en Moggans en það er eðlilegt þar sem Fréttablað- ið er fríblað. Annað væri óeðlilegt. Raunar furða ég mig á að áhorf á fréttir og Kastljós RÚV sé ekki mun meira en það er, í ljósi þess að hvert einasta heimili í landinu nær útsendingunni. Ég held að þið á Fréttablaðinu mynduð ekki sætta ykkur við 30% lestur en það þurfa þeir að gera sem stýra fréttatengdu efni á RÚV. 70% landsmanna kæra sig sem sagt ekki um að horfa á það sem þeir bjóða upp á. Mér myndi finnast það umhugsunarefni ef ég ynni á þessari stofnun.“ Þegar hún er spurð að því hvaða málefni henni finnist skemmti- legast að fjalla um viðurkennir hún að pólitíkin sé alltaf ofarlega á vinsældalistanum. „Mér finnst skemmtilegra að segja frá pólitík en að vera í henni sjálf,“ segir Inga Lind sem var virk í starfi SUS, bæj- armálunum í Garðabæ og í háskóla- pólitíkinni. „Ég var mjög áköf ung kona en þegar ég byrjaði í blaða- mennsku þurfti ég að velja á milli. Það var enginn vafi í mínum huga hvort mig langaði frekar að gera.“ Hjallastefnan heillar Inga Lind og eiginmaður henn- ar eru í stjórn Hjallastefnunnar. Hún segir að þegar hún hafi heyrt að fyrirtækið væri að leita að hlut- höfum hafi hún verið æst í að vera með. „Við eigum og rekum 13 skóla, bæði leikskóla og grunnskóla. Mér fannst að það væri frábært að leggja peninga í þetta þótt maður græði kannski ekki neitt ógurlega mikið á því hvað peninga varðar. Ég settist þarna í stjórn en ég veit hins vegar ekkert hvort það er eitthvert gagn af mér þarna,“ segir Inga Lind en tvö af hennar börnum eru í Hjallastefnuskólum. „Mig svim- ar af ánægju yfir þessu starfi, enda er Margrét Pála Ólafsdóttir kona sem veit hvað hún syngur. Fyrst og fremst er Hjallastefnustarfið val- möguleiki fyrir foreldra, það er gott að eiga kost á því að hafa barn- ið sitt í öðru kerfi en því opinbera því þótt það sé ágætt fyrir sitt leyti þá hefur fólk mismunandi þarfir og áherslur, hvort sem það er full- orðið eða ekki. Þetta er ekki fyrir þá sem eiga meiri peninga, þetta kostar nákvæmlega sama og aðrir leikskólar,“ segir hún. Eiginmað- ur Ingu Lindar stundar viðskipti með góðum árangri. Þegar hún er spurð að því hvort hún hafi mik- inn peningaáhuga segist hún vera alæta á flest málefni og hafi ekki meiri áhuga á peningum en gerist og gengur. Hún segist fylgjast með sýsli eiginmannsins en meira sé það ekki. „Ég er ekki alin upp við mikla peninga. Pabbi minn er kennari og mamma mín vinnur í bókhaldi, ætli ég sé ekki alin upp við ráðdeild, að fara vel með og taka ekki of mikil lán.“ Klukkan tifar, börnin eiga að vera löngu mætt í skólann og því er kominn tími til að kveðja húsmóð- urina í Garðabæ sem er alltaf salla- róleg þótt allt sé á suðupunkti. martamaria@365.is 28. MARS 2008 FÖSTUDAGUR • 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.