Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 54
díana mist bland í gær og á morgun ... Eggin mín. Þetta er prótótýpa af einu lífstyrkjandi drykkjarumbúð- um. Unaðslega aðlaðandi form og nærandi í nánasta umhverfi. Kaffi- og tebollarnir mínir eru í miklu uppáhaldi. Mér þykja heit- ir drykkir hreinlega betri í litlum skálum heldur en í bollum með hönkum. Lyklarnir eru ákaflega mik- ilvægir í mínum huga. Þeir opna staðina sem eru mér allra mikil- vægastir. Ég hrópa upp einu sinni í viku að ég sé nú búin að týna þeim en börnin eru hætt að kippa sér upp við það enda vita þau sem er að þeir eru aldrei týndir í raun. Ísbjörninn sem handlag- inn sonur minn, Hrafn- ar, útbjó fyrir mig í skól- anum og er mikið stofu- stáss. Mér þykir mikið vænt um hann. Brjóstin mín finnst mér gott að hafa í eldhúsinu. Við systir mín steyptum þau á striga og eigum þau í mörgum útgáfum. Uppá- halds brjóstamyndin mín, sem er af síðustu kvöldmáltíðinni, hangir reyndar á vegg í Wood- stock en þessi brjóst er líka gott að hafa fyrir augunum þegar við borðum kvöldmat. Þetta er silfurkross sem ég fékk eftir ömmu mína. Þetta er tákn hreyfingarinnar og mun eldra tákn en kross kristninnar. Ég tek hann ákaflega sjaldan af enda veitir ekki af. PÁSKAHELGIN 18. MARS Páskahátíðin var formlega sett á þriðjudagskvöldinu þegar ég og vin- konur mínar ákváðum í skyndi að taka forskot á páskasæluna. Boston varð fyrir valinu en staðurinn fylltist af fjöri og fólki þegar gestir Íslensku tónlist- arverðlaunanna flykktust á staðinn að verðlaunaafhendingu lokinni. Í því föruneyti voru einhverjir gamlir fortíð- ardraugar en ég var orðin svo sósuð að ég kippti mér nú ekki mikið upp við það, held ég hafi stungið upp á því við vel valda að mig vantaði bara borða á mig sem á stæði Grúppía árs- ins 1998. Þau Ólöf Arnalds krúttsöng- konan, Biggi Maus og Sammi Jagú- ar ásamt bandi sínu voru þar fremst í flokki og héldu stuðinu gangandi fram eftir nóttu. Ég kom heim í seinna fall- inu vel gíruð og sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að hafa ekki keypt miða á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður. 19. MARS Ég var nú ekki jafn upplitsdjörf þegar ég vaknaði um morguninn en hresst ist þó örlítið þegar líða tók á daginn. Það sem endanlega rústaði þó degin- um var barnaafmæli hjá barni vinkonu minnar. Hvað er málið með svona uppá komur? Öskrandi börn, kám ug- ir puttar og gamlar frænkur eru ekki góður kokkteill. Kom heim og langaði mest að skríða upp í rúm. Vinkona mín kom í heimsókn og reyndi að hressa mig við án árangurs. 21. MARS Vinkonurnar komu í mat. Við blönd- uðum okkur mohito og hlustuð- um á Whitney Houston. Eftir argandi skemmtilegan forleik nætur- innar héldum við í bæinn þar sem næturdrott- ingar og -kóngar voru allsráðandi. Östofan breyttist í alvöru vígvöll þar sem gifta fjölskyldu- fólkið var á algjöru und- anhaldi. Á Boston voru það piparsveinarn- ir Óskar Guð- jónsson sax- ófónleikari og Karl Sigurðs- son Bagga- lútur sem voru hvað mest áber- andi enda annálaðir stuðpinnar. Ég hitti aftur sætan strák sem er ekki kvæntur, ekki nýfráskil- inn, á engin börn og er samt kominn á fertugsaldurinn. Mér leið eins og ég hefði unnið í lottóinu og yfirgaf vinkon- ur mínar fyrir vikið og ég og pakkalausi maðurinn héldum út í nóttina. Fullkom- ið kvöld í alla staði. 22. MARS Vaknaði hress morguninn eftir. Ég snæddi áhyggjulaus morgunverð með manninum en þetta er fyrsta skipti í mörg ár sem ég legg þá athöfn á mig enda þurfti ég ekki að kvíða óþægileg- um og óviðeigandi frásögnum af börn- um og fyrri samböndum. Við kvödd- umst á hádegi og ákváðum að vera í sambandi. Ég lagði mig þar sem ég var að fara að hitta vinnufélag- ana á Apótekinu um kvöldið. Apó- tekið hefur verið í hressari kantinum upp á síðkastið. Konurnar úr vinnunni urðu trylltar af æsingi þegar við mætt- um þar hluta af íslenska landsliðinu í handbolta, Guðjóni Vali, Vigni Svavars- syni, Sigfúsi Sigurðssyni og Alexand- er Petterson. Ég hálfskammaðist mín fyrir kynsystur mínar, það vantaði bara að þær hefðu málað íslenska fánann á andlitið á sér. Ég lét mig aftur hverfa snemma heim og hitti manninn „án fortíðarinnnar“. 23. MARS Eyddi deginum með fjölskyldunni. Við borðuðum dýrindis páskamat og páskaegg í desert. Ég hálffór hjá mér þegar ég las málsháttinn sem ég fékk upphátt fyrir stórfjölskylduna: Viljugum hesti vilja flestir ríða. TOPP 10 Þessi silfurskeið er í miklu uppáhaldi en hana fékk ég frá elstu dóttur minni, Emilíu Söru, í jólagjöf. Hún gerði hana sjálf. Ég á orðið nokkuð gott safn af listmun- um eftir börn- in mín sem fá allir að njóta sín um íbúðina okkar. Þessar fallegu art deco eldhúskrúsir fann ég í Fríðu frænku fyrir mörg- um árum. Mér finnst þær alveg jafn fallegar í dag og mér fannst þær þegar ég keypti þær. Gamla matarstellið frá afa og ömmu minnir mig á gömlu góðu tímana þegar kvöldmaturinn var borðaður undir heims- fréttunum á RÚV. Úr þessum hef ég borð- að margan rauð- grautinn og frigadellurnar. Kósíljós- ið er eftir yngstu dótt- ur mína, Margréti Klöru. Þau eru öll mjög list- ræn börnin en þetta ljós gefur alveg sérstaka töfrastemn- ingu þegar ætlunin er að hafa það huggulegt. Erna Kaaber – Fish&Chips maddama 28.03 Frumsýning á bíómyndinni Stóra planið í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar en handritið er að hluta til byggt á skáld- sögu Þorvalds Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans. Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu en grínarinn Pétur Jóhann Sigfússon fer með aðal- hlutverk myndarinnar. 29.03 Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, Maxí- mús Músíkús I, klukkan 14 í Háskólabíói. Upp- lagt fyrir þá sem vilja auðga andann. 14 • FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.