Fréttablaðið - 28.03.2008, Side 68
36 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Í apríl hefjast tökur á breskri
þáttaröð BBC sem byggir á sögu
um Kurt Wallander, lögreglu-
manninn í Ystad á Skáni. Kenneth
Branagh mun leika hann og bætist
þá einn Wallanderinn við: Rolf
Lassgaard lék hann í sjö myndum
en þá tók Krister Henriksson við
og lék hann í þrettán myndum.
Nú hefur Henning Mankell til-
kynnt að þrettán nýjar myndir
verði gerðar og Krister fari áfram
með hlutverkið. Mankell svíkur
þar með loforð sitt um að Wallander
sé allur. Margar af myndum
Henrikssons voru byggðar á per-
sónu Wallanders en ekki sögum og
voru handritin frumsamin. Man-
kell segir í viðtali við Dagens Nyh-
eter í vikunni að ein ástæða þess
að hann lætur eftir áköfum kröf-
um um að sögum af Wallander
verði haldið áfram hafi verið áhugi
þeirra Branaghs og Henrikssons á
verkefninu, einkum þó sú gagn-
rýni Henrikssons að pólitíkin í
myndunum væri farin að þynnast,
en Mankell hefur alltaf litið á saka-
málasögur sínar sem verkfæri í
samfélagslegri umræðu.
Tökur á nýju myndunum þrettán
hefjast í sumar og er fjármagn
tryggt fyrir framleiðsluna, tveir
og hálfur milljarður íslenskra
króna. Fyrsta myndin verður
frumsýnd í kvikmyndahúsum
vorið 2009 en hinar tólf koma út á
mynddiskum.
Mankell hafði á tímabili áhuga á
að gera hlut Lindu, dóttur Wall-
anders, meiri en leikkonan
Johanna Sällström sem lék hana á
móti Henriksson stytti sér aldur
fyrir rúmu ári. Framganga hennar
í myndunum þótti með slíkum
ágætum að Mankell vill ekki láta
þá persónu birtast á ný: „Engin
kemur í hennar stað,“ segir hann.
Wallander-seríurnar hafa styrkt
verulega sókn Mankells á Evrópu-
markaði en hann er farinn að selj-
ast vel á öðrum málsvæðum, þar á
meðal í Bandaríkjunum. Lykillinn
að Evrópu er Þýskaland en þar
hefur Arnaldur Indriðason einnig
átt góðu gengi að fagna. Gagnrýn-
endur vestan hafs líta til þeirra
tveggja sem forkólfanna í nor-
rænu bylgjunni sem býður banda-
rískum lesendum upp á annað
umhverfi en lengi hefur ríkt í
sakamálasögum og myndum þar
vestra. Það sýnir styrk norrænna
sakamálasagna að BBC skuli ráð-
ast í að kvikmynda sögu eftir Man-
kell og ekki flytja hana úr stað
heldur láta mynda hana á Skáni.
pbb@frettabladid.is
Enn um Wallander
Viðamikil yfirlitssýning á
verkum Gerðar Helgadóttur
verður opnuð í Gerðarsafni
á morgun, laugardaginn 29.
mars. Sýningin er haldin í
tilefni þess að Gerður hefði
orðið 80 ára nú í apríl en
hún lést árið 1975, aðeins 47
ára að aldri.
Á sýningunni getur að líta áhuga-
vert og fjölbreytt úrval af verkum
Gerðar; glerlist og höggmyndir af
ýmsu tagi, bæði þekkt verk og
önnur sem ekki hafa komið fyrir
almennings sjónir áður. Þá er hluti
af fáséðari verkum Gerðar einnig
sýndur, til dæmis skissur og for-
teikningar af ýmsum verkum sem
ekki var hrint í framkvæmd, svo
sem hugmyndir að altaristöflu
fyrir Kópavogskirkju. Einnig eru
sýndar forteikningar Gerðar að
hinum merku gluggum Skálholts-
kirkju en Gerður varð hlutskörp-
ust í samkeppni sem haldin var um
gerð þeirra. Í apríl gefur Gerðar-
safn einnig út veglega og ríkulega
myndskreytta bók með greinum
fjölmargra höfunda um Gerði
Helgadóttur og list hennar.
Gerður Helgadóttir var frum-
kvöðull í íslenskri myndlist. Hún
komst til mennta með dyggri aðstoð
ættmenna sinna og vina og reynd-
ist ákaflega leitandi og frjó lista-
kona sem sótti hart fram á erfiðu
og umbrotamiklu tímabili í evr-
ópskri myndlist. Hún er önnur
tveggja listamanna sem tengd var
sýningarhaldi CoBrA-hreyfingar-
innar en í því mikla og fjölbreytta
lífsverki sem eftir hana liggur má
finna ýmis lög svo leitandi var hún.
Er ekki hægt að segja að þar séu öll
kurl komin til grafar. Hún var
brautryðjandi í íslenskri högg-
myndalist og glerlist og skilur eftir
sig fleiri og fjölbreyttari verk en
búast má við þegar haft er í huga
hversu ung hún var þegar hún lést.
Þá var hún í hópi umtöluðustu
listamanna Parísar á tímabili „lista-
mannagrúppan sem mest er talað
um hér í París, álíka og var talað
um fyrstu kúbistana á sínum tíma“.
Í kynningu frá Gerðarsafni segir:
„Í grein um Gerði í listatímaritinu
Cimaise frá árinu 1954 segir rit-
höfundurinn Michel Ragon Gerði
eina kvenmyndhöggvarann sem
hafi þorað að ráðast á járnið og
undrast að sjá þessa blíðlegu stúlku
innan um gasflöskur sínar og
furðutól.“
Erfingjar Gerðar færðu Lista-
safni Kópavogs verkasafn hennar
að gjöf og verður að fullyrða að
yfirlitssýning á verkum hennar nú
sé einn af stærri viðburðum í
íslenskri myndlist á þessu ári.
pbb@frettabladid.is
Yfirlitsýning á verkum
Gerðar Helgadóttur
Gerður Helgadóttir mynd-
höggvari. Heimildarmyndin
Lifað fyrir listina eina eftir
Andrés Indriðason.ATH.
Í Ríkisútvarpinu – hljóðvarpi – er
þáttur í kvöld kl. 20.30 í umsjón
Halldóru Ingimarsdóttur helgaður
Feneyjatvíæringnum og þátttöku
íslenskra myndlistarmanna þar
syðra. Þátturinn er í röðinni Brot af
íslenskri menningarsögu. Þar er gerð
grein fyrir sögu okkar manna í
þessum Ólympíuleikum
myndlistarinnar.
SJÓNVARP
Henning
Mankell vill
auka pólitíst
vægi í nýjum
flokki
sjónvarps-
mynda um
Wallander.
Sálumessa Verdis
flutt í apríl
Kórinn Vox academica hefur fengið fjóra stórsöngvara til liðs við sig
og flytur hið magnaða tónverk Sálumessu Giuseppes Verdi í Hall-
grímskirkju nú í byrjun apríl. Einsöngvarar verða þau Sólrún Braga-
dóttir sópran, Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópran, Gissur Páll
Gissurarson tenór og Kristinn Sigmundsson bassi.
Það er orðið langt síðan Sálumessa Verdis var flutt hérlendis með
íslenskum einsöngvurum og þykir kórnum það sérstakur heiður að
hafa fengið þessa glæstu listamenn til liðs við sig í flutningi á þessu
stórvirki Verdis. Það má því vera ljóst að áheyrendur eiga mikið í
vændum. Með kór og einsöngvurum leikur hljómsveit Jóns Leifs
Camerata og stjórnandi á tónleikunum er Hákon Leifsson, en hann
hefur stjórnað Vox academica undanfarin ár.
Sálumessa Verdis krefst stórs og vel mannaðs kórs og því verður
kórinn skipaður um 75 söngvurum á þessum tón-
leikum, en margir þeirra hafa áður tekið þátt
í flutningi Sálumessunnar. Tónleikarnir
verða hinn 5. apríl klukkan 17 og verður
aðeins selt í sjö hundruð sæti í Hall-
grímskirkju svo tryggt sé að allir
áheyrendur njóti tónleikanna sem best.
Miðar eru til sölu í Tónastöðinni í Skip-
holti, 12 Tónum við Skólavörðustíg
og hjá kórfélögum.
pbb@frettabladid.is
TÓNLIST Kristinn Sigmundsson kemur
heim til að syngja í Sálumessunni.