Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 70
 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR Næstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á morgun verða með nokkru öðru sniði en tíðkast. Reynd- ar er orðið „tón leikar“ ekki endilega réttnefni, því samkoman á morgun kl. 14 verður sögustund, ævintýri þar sem tónlistin leikur stórt hlutverk. Tilefnið er útkoma bókarinnar „Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina“ eftir tvo liðsmenn hljómsveitarinnar, þau Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara sem skrifaði söguna og Þórarin Má Baldursson víóluleikara sem teiknar myndirnar. Forlagið gefur bókina út. Bókin segir frá ævintýrum lítillar músar, Maxímúsar Músíkús, sem dettur heldur betur í lukku- pottinn þegar hún rambar inn í tónlistarhús þar sem sinfóníu- hljómsveit æfir sig fyrir tónleika. Maxi þekkir tónlist mannfólksins úr frægðarsögum langafa síns en nú fær hann loksins að kynnast henni af eigin raun. Í þessari fjör- ugu sögu er áheyrandinn leiddur inn í töfraheima tónlistarinnar í orði og tónum. Hljóðfærin eru kynnt eitt af öðru eftir því sem ævintýrum Maxa vindur fram og lesendur læra að þekkja hljóðin sem þau gefa frá sér. Á tónleikunum mun Valur Freyr Einarsson leikari flytja söguna og hljómsveitin búa til viðeigandi leikhljóð og leika síðan þau tón- verk sem koma við sögu í bókinni, þeirra á meðal Bolero eftir Ravel og fyrsta þáttinn í fimmtu sinfóníu Beethovens. Á morgun eru taldar sterkar líkur á að hljómsveitinni bætist liðsauki þegar trúðurinn Barbara lítur inn, og heyrst hefur að Maxímús sjálfur muni kíkja í heimsókn. Á næstu vikum munu þúsundir leikskólabarna sækja hljómsveitina heim og hitta mús- ina og vini hennar. Sagan um Maxímús er komin út og fylgir henni geisladiskur þar sem Valur Freyr fer með söguna, Sinfóníuhljómsveitin leikur Hátíðar gjall fyrir hinn almenna borgara eftir Copland, Bolero eftir Ravel og Á Sprengisandi eftir Sig- valda Kaldalóns auk Lagsins hans Maxa eftir Hallfríði. Rumon Gamba stjórnar. Bókin er fagur- lega myndskreytt og er ætluð börnum frá þriggja til tíu ára ald- urs. Verkefnið nýtur verndar Vladi- mirs Ashkenazy, heiðursstjórn- anda sveitarinnar. Bókin „Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveit- ina“ er unnin í samvinnu við Sin- fóníuhljómsveit Íslands og aðal- hljómsveitarstjóra hennar, Rumon Gamba, Ríkisútvarpið, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Reykjavíkurborg, Starfsmanna- félag SÍ og Tónlistarsjóð. Á undan tónleikunum mun hin rómaða þjóðlagasveit Tónlistar- skóla Akraness leika nokkur lög í anddyri Háskólabíós. pbb@frettabladid.is Mús felur sig í túbunni TÓNLIST Ein mynda Þórarins Más úr bókinni. Engisprettur e. Biljana Srbljanovic Fyndið og sorglegt verk um allar hliðar fjölskyldulífsins sýn. fös. 28/3 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza Bráðfyndið og ágengt gamanleikrit sýn. lau. 29/3 örfá sæti laus Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýn. fös. 28/3, lau 29/3 Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson sýningar sun. 30/3 örfá sæti laus Sólarferð e. Guðmund Steinsson Minnum á síðdegissýningar sýningar. lau 29/3 örfá sæti laus „Þau eru frábær, öll fjögur… Þetta er hörkugóð sýning...!“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Þetta var ekki hefðbundin kvöldvaka.“ Elísabet Brekkan, FBL, 13/2. Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is Stefnumót við safnara III Hljómfagurt stefnumót við tónlistarmenn og hljóðfærasafnara! Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir Sjö landa sýn María Loftsdóttir, alþýðulistakona, sýnir vatnslita- stemmningar frá Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Íslandi, Japan, Perú og Skotlandi. Hið breiða holt Ljósmyndasýning þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir. Styrktaraðili: Beco Vissir þú... ...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700. GERÐUBERG www.gerduberg.is Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.