Fréttablaðið - 28.03.2008, Síða 76

Fréttablaðið - 28.03.2008, Síða 76
44 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR George Lucas, framleiðandi og annar af handritshöfundum ævintýramyndarinnar Indiana Jones and the Kingdom of the Chrystal Skull, segir að fólk megi ekki fara á hana með of miklar væntingar. „Þegar gerð er framhalds- mynd sem hefur verið beðið svona lengi eftir halda margir að Kristur sé að snúa aftur,“ segir Lucas. „Sú er ekki raunin. Þetta er bara venjuleg mynd. Hinar myndirnar eru örugglega góðar í minningunni en ef þú horfir aftur á þær eru þær kannski ekki jafngóðar og þú heldur.“ Fjórða myndin um fornleifa- fræðinginn Indiana Jones verður frumsýnd 22. maí, nítján árum eftir að þriðja myndin leit dagsins ljós. Óraunhæfar væntingar INDIANA JONES Harrison Ford leikur í fjórðu Indiana Jones-myndinni. Næstu plötur hljómsveitanna Reykjavík! og Benna Hemm Hemm verða gefnar út hjá hinu nýstofnaða plötufyrirtæki Kimi Records. Platan frá Reykjavík! er væntanleg seint í sumar og verður upptökustjóri Valgeir Sigurðsson. Verður þetta önnur plata sveitarinnar en sú fyrsta fékk mjög góðar viðtökur. Upptökum á þriðju breiðskífu Benna Hemm Hemm er lokið og er hún væntanleg hjá Kimi í júní. Platan var tekin upp hjá Orra Jónssyni úr hljómsveitinni Slowblow, á sextán rása segul- band. Á meðal annarra skjólstæðinga Kimi Records eru Hjaltalín, Borko, Morðingjarnir og Hellvar. Nýjar plötur hjá Kimi BENNI HEMM HEMM Næsta plata Benna Hemm Hemm kemur út hjá plötufyrirtækinu Kimi Records. Dagblaðið The Los Angeles Times hefur beðið rapparann og tískumógúlinn Sean Combs afsökunar á að hafa bendlað hann við skotárás á rapparann Tupac Shakur árið 1994. Í afsökunarbeiðninni kemur fram að blaðið hafi verið gabbað af fanga og að fréttin hafi verið byggð á frásögn hans. „Við hefðum ekki átt að nota skjölin sem við byggðum fréttina okkar á,“ sagði ritstjóri blaðsins. Combs sagði fréttina kolranga og taldi að blaða- maðurinn sem skrifaði hana hefði verið blekktur, sem síðar kom á daginn. Tveimur árum eftir umrædda árás lést Shakur eftir aðra skotárás í Las Vegas. Bað Combs afsökunar Ástralinn Hugh Jackman, sem leikur Wolverine í hasarmyndun- um X-Men, ætlar að leggjast í skriftir og semja nýja myndasögu sem nefnist Nowhere Man. Honum til aðstoðar verður Marc Guggenheim sem samdi mynda- sögurnar Wolverine fyrir Marvel- fyrirtækið og Amazing Spider- Man. Nowhere Man gerist í framtíð- inni þegar menn geta látið af hendi einkalíf sitt fyrir aukið öryggi. Jackman vonast til að myndasagan verði nægilega vinsæl til að hægt verði að kvikmynda hana. Kvikmyndir byggðar á myndasögum hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Má þar nefna X-Men myndirnar, Batman og Spider-Man. Hugh semur myndasögu HUGH JACKMAN Ástralski leikarinn ætlar að semja nýja myndasögu sem nefnist Nowhere Man. Tvennir tónleikar voru haldnir til heiðurs banda- rísku hljómsveitinni The Eagles í Borgarleikhúsinu á dögunum. Á meðal þeirra sem stigu á svið voru Eyjólf- ur Kristjánsson, Davíð Smári og Björgvin Halldórsson. Eagles hefur sent frá sér fjölda vinsælla laga í gegnum tíðina og má þar nefna Hotel California, Tequila Sunrise, Take It Easy og Desperado, sem fengu að sjálf- sögðu að hljóma á tónleikunum. Sungu til heiðurs Eagles INNLIFUN Eyjólfur Kristjánsson, Davíð Smári og félagar sungu lög Eagles af mikilli innlifun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KYNNIR Fréttamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson stóð sig vel sem kynnir á tónleikunum. PÁLMAR OG MARGRÉT Pálmar Þórisson og Margrét Þórhallsdóttir hlýddu á ómþýða tóna Eyjólfs og félaga. KJARTAN OG HALLDÓRA Kjartan Mogen- sen og Halldóra Ólafsdóttir voru á meðal gesta í Borgarleikhúsinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.