Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 2
2 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Ármann, hvað varstu að hugsa? „Ég var að hugsa um hvernig í ósköpunum væri hægt að þrýsta niður heimsmarkaðsverðinu á olíu.“ Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður var einn þeirra sem sat fastur í umferðinni þegar vörubílstjórar mótmæltu háu olíu- verði við Austurvöll. Ármann virtist afar hugsi þegar ljósmyndari fangaði hann undir stýri. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Fljótlegt og gott Frábært verð! 139 kr.kg. Ungnautahamborgarar 120 g SIMBABVE, AP Stjórnarflokkur Roberts Mugabe forseta í Simb- abve hefur misst meirihluta sinn á þingi, að því er nýjustu opin- beru tölur sýndu í gær. Stundu áður höfðu talsmenn stjórnarand- stöðunnar birt sínar tölur um úrslit úr forsetakosningunum, sem fram fóru jafnhliða þing- kosningunum um helgina, en sam- kvæmt þeim náði stjórnarand- stöðuleiðtoginn Morgan Tsvan girai hreinum meirihluta atkvæða. Tölurnar sem yfirkjörstjórnin birti loks síðdegis í gær virðast staðfesta að upplausn er brostin á stjórn Mugabe, sem hefur stýrt landinu allt frá því það hlaut sjálf- stæði frá Bretaveldi fyrir 28 árum. Síðustu ár hennar við völd hafa einkennst af gerræði og óreiðu í efnahagsmálum með óða- verðbólgu, matarskorti og allt að 80 prósent atvinnuleysi. Samkvæmt hinum opinberu úrslitum þingkosninganna fær Lýðræðishreyfingin, flokkur Tsvangirais, 105 sæti en ZANU- PF-flokkur Mugabes 93 í nýju og breyttu þjóðþingi með alls 210 fulltrúum. Einn óháður náði kjöri. Þetta þýðir að jafnvel þótt ZANU- PF fengi öll þingsætin sem eftir er að úthluta næði hann ekki meirihluta. Á síðasta þingi hafði stjórnarandstaðan 41 fulltrúa af 120. Á blaðamannafundi fyrr í gær lýsti Tendai Biti, framkvæmda- stjóri Lýðræðishreyfingarinnar, því yfir að Tsvangirai hefði feng- ið 50,3 prósent atkvæða í forseta- kosningunum en Mugabe 43,8. Stjórnardagblaðið The Herald flutti í gær þá frétt að til úrslita- umferðar myndi koma. Það var fyrsta opinbera viðurkenning stjórnarliða á því að hinn 84 ára gamli Mugabe hefði ekki tryggt sér endurkjör í þetta sinn. Í fyrradag heyrðust óstaðfest- ar fréttir af því að fulltrúar for- setans og áskorandans ættu í við- ræðum um valdalok Mugabe. - aa Stjórnarflokkur Mugabe missir meirihluta á þingi Simbabve: Rætt um valdalok Mugabe MORGAN TSVANGIRAI ROBERT MUGABE Der Spiegel fjallar um Ísland Ítarleg grein um stöðuna í íslensku efnahagslífi birtist á hinum víðlesna fréttavef þýska vikuritsins Der Spiegel í gær og bættist þar með í langa röð greina um þróunina hér í erlendum miðlum að undanförnu. Höfundur greinarinnar er Auðunn Arnórsson, blaðamaður á Frétta- blaðinu. EFNAHAGSMÁL SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra og Tórbjörn Jacobsen starfs- bróðir hans í Færeyjum hafa gengið frá árlegum fiskveiði- samningi Íslendinga og Færey- inga. Færeysk skip fá heimild til að veiða 30 þúsund lestir af loðnu við Ísland svo fremi að útgefinn kvóti verði 500 þúsund lestir. Samkomulag er um að þjóðirnar fái áfram að veiða kolmunna og norsk-íslenska síld- og botnfisk- veiðiheimildir Færeyinga verða óbreyttar. Færeysk skip hafa því heimild til að veiða 5.600 lestir af botnfiski á árinu. Íslensk skip hafa heimild til að veiða 2.000 lestir af Hjaltlandssíld við Færeyjar og 1.300 lestir af makríl. - shá Samningur við Færeyinga: Veiðar við Ísland svipaðar og áður SAMNINGUR Í HÖFN Sjávarútvegsráð- herrarnir Tórbjörn Jacobsen og Einar K. Guðfinnsson. Grím stunguheiði Friðmundarvötn Langjökull XAuðkúluheiði Blöndulón SLYS Tveir karlmenn fundust látnir í skothúsi á Auðkúluheiði í gær. Talið er líklegt að þeir hafi látist vegna kolmónoxíðseitrunar, en skothúsið var að mestu lokað þegar að var komið. Mennirnir, 88 ára og 52 ára, fóru til refaveiða á þriðjudag, og ætluðu að koma til byggða í gærmorgun. Þegar þeir skiluðu sér ekki fór sonur annars þeirra við annan mann til að kanna málið. Þegar hann kom að skothúsinu um hádegi fann hann mennina látna. Gas er notað til að hita upp skot- húsið, og telur lögregla líklegt að það hafi dregið mennina til dauða. Þeir voru báðir reyndar refa- skyttur, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Ekki er unnt að greina frá nöfnum mannanna að svo stöddu. Lögreglan á Akureyri rannsakar lát þeirra. Ingvar Helgi Árnason, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands, segir gasbruna geta orðið mönnum að aldurtila með tvennum hætti. Annars vegar geti logi slökknað en gas haldið áfram að streyma. sem geti verið banvænt. Hins vegar myndist kolmónoxíð við gasbruna þegar ekki sé nægilegt súrefni. Kolmónoxíð er eitruð lofttegund sem hindrar súrefnisupptöku, og getur dregið fólk til dauða. - bj Tvær grenjaskyttur fundust látnar í skothúsi á Auðkúluheiði skammt frá Blönduvirkjun um miðjan dag í gær: Gaseitrun talin líklegt banamein Slysið á Auðkúluheiði í gær minnir á svipað slys sem varð í ágúst árið 2001 þegar þrír karlmenn og kona biðu bana í veiðiskála við Veiði- vötn vegna kolmónoxíðseitrunar. Veiðivörður kom að fólkinu látnu og voru gluggar og hurðir lok- aðar. MINNIR Á BANASLYS Í VEIÐIVÖTNUM DÓMSMÁL Saga Capital fjárfest- ingabanki krefst þess að Insolid- um ehf., sem er í eigu Daggar Pálsdóttur, varaþingkonu Sjálfstæðisflokksins, og sonar hennar, Páls Ágústs Ólafssonar, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Mál þess efnis var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en málflutningi vegna kröfunnar frestað til 21. apríl. Insolidum tók lán hjá Saga Capital til þess að kaupa stofn- fjárbréf í SPRON á haustmánuð- um í fyrra sem hafa lækkað mikið í verði frá því félagið var skráð á markað 29. október. Dögg og Páll Ágúst Ólafsson telja engar forsendur vera fyrir því að taka félagið til gjaldþrota- skipta. - mh Saga Capital gegn Insolidum: Saga Capital krefst gjald- þrots Insolidum VIÐSKIPTI Viðskiptavinur Landsbankans heldur því fram að rangar ráðleggingar starfsmanns bankans hafi kostað sig um sjö milljónir króna. Maya Petzoldt vildi ávaxta evrur í einn mánuð, og segir að sér hafi verið ráðlagt að skipta þeim í krónur þrátt fyrir að krónan félli dag frá degi. Petzoldt segir starfsmenn bankans hafa sagst hafa misskilið sig, en þegar hún hafi rætt við útibússtjóra hafi hann sagt að bankinn gæti ekkert gert fyrir hana, hún hafi tekið ákvörðun um að selja. Petzoldt fékk um 235 þúsund evrur til landsins fyrir um mánuði síðan, og ætlaði að nota féð til að greiða fyrir íbúð í byrjun apríl. Hún fór tæpri viku eftir að hún fékk féð til landsins í útibú Landsbankans til að kanna hvernig skammtímaávöxtun myndi skila henni bestum árangri. „Ég er alls enginn fjármálasérfræðingur, ég fór í bankann til að fá ráð frá sérfræðingi,“ segir Petzoldt. „Ég kom í bankann með þá hugmynd að kaupa peningabréf, en vildi fá ráðleggingar um hvað væri best að gera.“ Starfsmaður bankans ráðlagði henni að kaupa peningabréf, sem Petzoldt gerði. Eftir að hafa talað við aðra sérfræðinga segir hún að á sig hafi runnið tvær grímur. Hún hafi til að mynda ekki áttað sig á því að á þeirri tæpu viku sem hún átti peningana í evrum hafi verðmæti þeirra aukist um í kringum 600 þúsund krónur vegna lækkandi gengis krónunnar. Það hefði starfsmaðurinn átt að upplýsa. Síðan hún seldi evrurnar fyrir krónur hefur gengi krónunnar lækkað verulega. Evrurnar hennar hefðu því verið um 7 milljónum króna verðmætari í byrjun apríl en þær voru þegar hún seldi. Á því að eiga peningabréfin í tæpan mánuð græddi hún 300 þúsund. Petzoldt átelur bankann fyrir ranga ráðgjöf. Sérfræðingar hafi talið víst að krónan myndi falla áfram, en henni hafi verið ráðlagt að kaupa krónur. Slíkt séu vítaverð og greinileg mistök af hálfu starfsmanns bankans. Eftir ítrekaðar tilraunir tókst Petzoldt að komast í samband við yfirmann hjá bankanum, og hitti Guðmund Inga Hauksson, útibússtjóra hjá Landsbank- anum. Hún segir Guðmund Inga ekki hafa viðurkennt að bankinn hafi gert mistök, né að bankinn bæri nokkra sök í málinu. Hann hafi ekki hegðað sér fagmannlega. brjann@frettabladid.is Tapaði milljónum á rangri ráðgjöf banka Starfsmaður Landsbankans ráðlagði konu að skipta 235 þúsund evrum í krónur fyrir mánuði. Skammtímaávöxtun skilaði 300 þúsundum, en hefði skilað um sjö milljónum að halda í evrurnar. Bankinn segir ábyrgðina liggja hjá konunni. „Starfsmenn bankans veita ekki ráð- gjöf um gengi, hvorki á hlutabréfum né gjaldmiðlum. Þetta er spákaup- mennska,“ segir Guðmundur Ingi Hauksson, útibússtjóri hjá Lands- bankanum. Starfsmaðurinn sem ráðlagði Petzoldt segir hana hafa komið í bankann til þess að skipta evrunum í krónur og fjárfesta, og ráðgjöfin snerist því um skammtímafjárfest- ingu á krónum, segir Guðmundur Ingi. Svo virðist sem Petzoldt telji starfsmanninn hafa átt að telja hana af því að selja evrurnar, sem er ekki hlutverk starfsmannsins, segir Guðmundur Ingi. Almannarómur- inn á þeim tíma hafi verið að gengi krónunnar hafi verið of hátt skráð, og að gengið myndi lækka þegar stýrivextir Seðlabankans lækkuðu, ekki að lækkunin yrði jafn snörp og raun bar vitni. Landsbankinn er með sérfræðinga á sviði viðskipta með gjaldmiðla, en viðskiptavinurinn óskaði ekki eftir því að ræða við þá, segir Guðmundur. Starfsmanni hafi ekki borið að benda viðskiptavininum á slíka sérfræðinga. RÁÐLEGGJA EKKI UM SPÁKAUPMENNSKU ÓSÁTT Maya Petzoldt og Einar Snorri Einarsson, eiginmaður hennar, segja yfirmenn Landsbankans hafa hafnað því að taka ábyrgð á mistökum starfsmanns bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SLYS Ekið var á unglingstúlku í Skeiðarvogi við Vogaskóla um klukkan hálf níu í gærkvöld. Að sögn lögreglu var hún meðvitund- arlaus þegar sjúkraflutningamenn. Rannsóknanefnd umferðaslysa var kölluð á staðinn en tildrög slyssins voru ókunn í gærkvöld. Þá lá ekki fyrir í gærkvöld hversu alvarleg meiðsl stúlkunnar voru en hún var til rannsóknar á slysadeild Landspítalans. - kdk Bílslys við Vogaskóla: Ekið á stúlku Hittir Rice í Washington Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra mun eiga fund með Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington 11. apríl næstkomandi. Meðal þess sem ráð- herrarnir munu ræða er varnarsam- starf Íslands og Bandaríkjanna. UTANRÍKISMÁL SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.