Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 3. apríl 2008 11 Eldur á Grettisgötu Eldur kom upp í húsi við Grettisgötu í gærdag þegar kviknaði í út frá eldhús- tæki. Slökkvistarf gekk greiðlega. Ekki urðu slys á fólki. LÖGREGLUFRÉTTIR DÝRAHALD „Þetta er ungur fugl, sennilega eins til þriggja ára og ekki kynþroska,“ segir Erpur Snær Hansen hjá Náttúrufræði- stofu Suðurlands um fálka sem fannst máttvana í námunda við lögreglustöðina í Vestmanna- eyjum fyrr í vikunni. Erpur segir unga fálka eiga misjafnlega erfitt uppdráttar fyrstu árin, á meðan þeir eru að læra veiðitæknina. „Þessi er verulega horaður svo honum hefur ekki gengið neitt sérstak- lega vel.“ Til stendur í dag að senda fálkann í Húsdýragarðinn í Laugardal, þar sem honum verður sinnt frekar. - ovd Fálki í Vestmannaeyjum: Fékk hjálp hjá lögreglunni FÁLKINN Í VESTMANNAEYJUM Ungum fuglum gengur misjafnlega vel að læra veiðitæknina. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR MÓTMÆLI Óverulegar tafir urðu á flugi í gærmorgun vegna mótmæla flutningabílstjóra á Reykjanesbrautinni. Bílstjórarnir lokuðu umferð við Kúagerði í klukkustund, frá klukkan 5.30 til 6.30, og töfðust bæði flugfarþegar og -áhafnir á leið til Keflavíkur. Samkvæmt áætlun áttu fyrstu vélar að fara í loftið klukkan 7.40 en á þeim varð tíu mínútna seinkun, en það þykir innan eðlilegra marka í flugrekstri. Um klukkan átta var allt flug komið í eðlilegt horf. Hæpið er því að þetta hafi haft áhrif á farþega sem áttu bókað frekara flug þegar út var komið. - kp Mótmæli á Reykjanesbraut: Óverulegar tafir á flugi ÍRLAND, AP Bertie Ahern, sem setið hefur á forsætisráðherrastóli á Írlandi síðastliðin ellefu ár, boðaði í gær afsögn sína. Á blaðamannafundi í Dyflinni, með mestu þungavigtarráðherrana úr ríkisstjórn sinni sér við hlið, lýsti Ahern því yfir að hann myndi víkja úr embætti hinn 6. maí næst- komandi. Hann neitaði því enn og aftur að hafa þegið spillingargreiðslur, en viður- kenndi að stöðug gagnrýni síðustu átján mánaða á persónulegt fjármálasiðferði sitt hefði tekið sinn toll af skilvirkni ríkis- stjórnarinnar. „Aldrei á öllum þeim tíma sem ég hef gegnt opinberum störfum hef ég sett persónulega hagsmuni ofar almannaheill,“ sagði Ahern í tíu mínútna ávarpi. Við flutning þess titraði rödd hans ítrekað af geðshræringu. „Ég hef aldrei þegið spillta greiðslu, og ég hef aldrei gert neitt sem smánað gæti virðingu neins þeirra embætta sem ég hef gegnt,“ sagði hann. Ahern kvaðst einnig mundu hætta sem formaður stjórnarflokksins Fianna Fáil, sem hann hefur farið fyrir síðan árið 1994. Hann sagðist áfram mundu verjast öllum þeim ásökunum sem á hann eru bornar og enn er verið að rannsaka. Enda Kenny, leiðtogi stjórnarandstöðu- flokksins Fine Gael, sagði það hins vegar hafa sýnt sig að Ahern væri „lygari“ sem hefði „beygt sig fyrir hinu óhjákvæmilega“ eftir ótrúverðugan vitnisburð í spillingar- réttarhaldi. Í stjórnartíð Aherns hefur Írland notið fordæmislauss hagvaxtarskeiðs og átti hann stóran þátt í því að koma á hinu sögulega friðarsamkomulagi á Norður-Írlandi. - aa UMSKIPTI Ahern tilkynnir afsögnina umkringdur sam- herjum í Dyflinni í gær. MYND/AP Írski forsætisráðherrann Bertie Ahern víkur úr embætti í maí eftir ellefu ár á valdastóli: Kveðst áfram munu verjast ásökunum DANMÖRK Ránsfengurinn sem náðist í ráninu í útibúi peninga- flutningafyrirtækisins Loomis í Glostrup á Sjálandi í fyrradag gæti verið mun stærri en þær þrjátíu milljónir dönsku króna, andvirði nærri 500 milljóna íslenskra, sem fyrst var tilkynnt um. Grunur leikur á að innan- búðar maður hafi átt þátt í ráninu. Kaupmannahafnarlögreglan upplýsti í gær að þær þrjátíu milljónir danskra króna sem fyrst voru nefndar væru lágmarksupp- hæð. Raunveruleg tala kynni að vera mörgum milljónum hærri. Stærsti fengur í ráni í Danmörku til þessa var 41 milljón danskra króna. Það var framið fyrir átta árum, einnig í Glostrup. - aa Peningaránið í Danmörku: Náðu minnst 500 milljónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.