Fréttablaðið - 03.04.2008, Síða 27

Fréttablaðið - 03.04.2008, Síða 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Leikkonan Birgitta Birgisdóttir á marga kjóla og heldur sérstaklega upp á bláan kjól sem maðurinn hennar á heiðurinn að. Birgitta fékk kjólinn að gjöf frá manninum sínum, Örvari Smárasyni í múm, en japanskt hönnunarfyrir- tæki bað hann um að teikna mynd á hann. „Hann hefur mikið fengist við að teikna alls kyns fíg- úrur og munstur og var með sýningu í Japan fyrir um einu og hálfu ári. Í kjölfarið hafði japanskt hönnunar- fyrirtæki samband við hann og óskaði eftir því að hann gerði munstur á kjól. Hann teiknaði glansandi fíl sem er aftan á kjólnum. Ég fékk síðan að eiga eitt eintak og er kjóllinn í sérstöku uppáhaldi,“ segir Birgitta. Hún segist ekki vita af hverju fíll hafi orðið fyrir valinu. Birgitta er mikil kjólakona og líður best í sokkabuxum og kjól. „Ég er annars ekki með mjög fastmótaðan fata- smekk en veit yfirleitt hvort flíkur eru fyrir mig um leið og ég sé þær.“ Sem stendur er Birgitta að æfa fyrir leikritið mammamamma sem verður frumsýnt í Hafnarfjarð- arleikhúsinu 11. apríl. „Þetta leikrit er hugarfóstur leikstjórans Charlotte Bowing og leikkonunnar Maríu Ellingsen og fjallar um sambandið á milli mæðra og dætra. Það byggir á reynslusögum kvenna og er tekið á efninu frá ýmsum hliðum,“ segir Birgitta. vera@frettabladid.is Með fíl á bakinu Kjóllinn er skreyttur fíl sem eiginmaður Birgittu, Örvar Smárason, teiknaði. SKIPULAGÐAR SKÚFFUR Kommóður eru þægilegur geymslustaður fyrir alls konar dót því þær taka ekki mikið pláss og passa inn í flest rými heimilisins. HEIMILI 4 HAUST Í AUSTRI Tískustraumarnir fyrir næsta haust og vetur á Ind- landi voru kynntir í vikunni í Mumbai. TÍSKA 2 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ALLTAF BESTA VERÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.