Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2008, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 03.04.2008, Qupperneq 60
40 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Hljómsveitirnar Grinderman og Hot Chip hafa boðað komu sína á Hróarskelduhátíðina í Danmörku í sumar. Nick Cave er forsprakki Grinderman, sem var stofnuð á síðasta ári. Sveitin spilar kraftmikið bílskúrsrokk og verða þetta fyrstu tónleikar hennar í Skandinavíu. Hot Chip, sem spilaði á Iceland Airwaves fyrir nokkrum árum, hefur fengið mjög góða dóma fyrir sína þriðju plötu sem nefnist Made In the Dark. Fer sveitin væntanlega létt með að halda uppi góðri stemn- ingu á Hróarskeldu. Á meðal fleiri nýrra flytjenda á hátíðinni er Duffy frá Bretlandi og þýska danssveitin Digitalism. Nánari upplýsingar má sjá á roskilde- festival.is. Grinderman á Hróarskeldu NICK CAVE Söngvarinn Scott Weiland hefur verið rekinn úr rokksveitinni Velvet Revolver vegna ósæmi- legrar hegðunar. Í yfirlýsingu sveitarinnar segir gítarleikarinn Slash að vegna persónulegra vandamála Weilands hafi þeir neyðst til að reka hann. „Þessi hljómsveit snýst um aðdáendurna og tónlistina og Scott Weiland hefur einfaldlega ekki lagt sig allan fram,“ sagði Slash. Weiland, sem er fertugur, hefur oft verið handtekinn vegna vímuefnavanda síns. Í síðasta mánuði sagðist hann saklaus af ákæru um ölvunarakstur. Talið er að Weiland muni syngja með sinni gömlu hljómsveit, Stone Temple Pilots, á næstunni en hún er nýbyrjuð aftur eftir sjö ára hlé. Rekinn úr Revolver VELVET REVOLVER Rokksveitin Velvet Revolver hefur rekið söngvarann Scott Weiland. Georgíumenn taka nú þátt í Euro- vision í annað sinn. Þeim gekk nokk- uð vel í fyrsta skipti í fyrra, komust í úrslitaþáttinn og lentu þar í áttunda sæti. Nú vilja þeir enn lengra og tefla fram söngkonunni Diönu Gurtskaya og laginu „Peace Will Come“. Díana fæddist blind árið 1979 og hefur oft komist í hann krappan. Í átökunum í Abkasíu neyddist fjöl- skylda hennar til að flýja heimili sitt. Þau dvöldu um hríð í flóttamanna- búðum í Rússlandi þar til þau gátu flutt til Georgíu á ný. Tónlistarferill- inn hófst snemma og Díana var ekki nema tíu ára þegar hún söng með fíl- harmóníuhljómsveitinni í Tíblisi. Hún hefur gert tvær sólóplötur, „You Are Here“ og „You Know, Mum“ og sungið dúetta með ekki ófrægari mönnum en Demis Roussos og Ray Charles. Þá hefur hún tekið þátt í mannúðarmálum, bæði fyrir blinda og fátæka. Georgía er 70.000 ferkílómetrar að stærð og á landamæri að Rúss- landi, Aserbaídsjan, Armeníu og Tyrklandi. Þar búa tæplega fimm milljónir manna. Þjóðin stendur á krossgötum þessa dagana, vill komast í Nató og efla samskiptin við Vesturlönd. Georgíumenn telja að gott gengi í Eurovision geti skipt miklu í vest- rænni samvinnu og ætla því að senda Díönu Gurtskaya um víðan völl til að kynna lagið sitt og land- ið. Georgíumenn eru í sama riðli og Ísland og því er von á Díönu hingað. Hún syngur og fer í viðtöl á Íslandi hinn 16. apríl næst- komandi. Georgíska söngkonan til Íslands VINSÆL OG FRÆG Í GEORGÍU Diana Gurtskaya verður á Íslandi 16. apríl. > FERILLINN Í VASKINN George Clooney segist hafa sætt sig við það að ferill hans muni á einhverjum tímapunkti fara í vaskinn. „Ég ætla bara að njóta þessa á meðan það endist. Ég er með fínt bíóhár, svo ég þarf að nýta það áður en ég fer að missa það,“ segir leikarinn. Hljómsveitirnar Coral, Napoleon og Papa de Boss spila á tónleik- um í Gamla bókasafninu í miðbæ Hafnarfjarðar í kvöld. Coral er að fylgja eftir sinni fyrstu plötu, The Perpetual Motion Picture, sem kom út á síðasta ári. Papa de Boss kemur úr Garðabænum og spilar framsæk- ið indírokk og Napoleon er frá Reykjavík og Kirkjubæjar- klaustri. Húsið opnar klukkan 19.30 og byrja tónleikarnir, sem eru ókeypis, hálftíma síðar. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á www.myspace.com/ gamlabokasafnid. Þrjár spila á bókasafni Sögur af átökum leikkvennanna í Sex and the City halda áfram að berast yfir hafið, enda er frumsýning kvikmyndarinnar nú ekki langt undan. Nú á að hafa skorist í odda með leikkonunum fjórum, þeim Söruh Jessicu Parker, Kim Cattrall, Kristin Davis og Cynthiu Nixon, vegna klæðaburðar á frumsýningunni í lok maí. Heimildir breska blaðsins Daily Mirror herma að allir mikilvægustu fatahönnuðir heimsins bjóði nú Söruh Jessicu Parker gull og græna skóga fyrir að klæðast fatnaði frá þeim á frumsýningunni, enda þykir hún mesti tískugúrúinn í hópnum, eins og karakt- erinn sem hún leikur. Hinar þrjár eru hins vegar ekki par hrifnar af þessu, og neita nú að vera samferða Parker í limósínu að frumsýningunni, þar sem þær óttast að hún muni fá alla athyglina. „Það er mikil samkeppni um hver verði í hverju, og búningahönnuður myndinn- ar, Patricia Field, er í miðri orrahríðinni. Þær eru allar ákveðnar í að hinar fái ekki að skyggja á þær,“ segir heimildarmaður Daily Mirror. Í þeim anda ku Sarah Jessica Parker nú stunda stífar æfingar til að koma sér í sem best form fyrir frumsýningarkvöld- ið. Hún er þar að auki „á sérstöku berja- mataræði,“ segir heimildarmaðurinnn. Átök um frumsýningarkjóla FÆR FLOTTUSTU KJÓLANA Tilboðum frá frægustu fatahönnuðum heims rignir nú yfir Söruh Jessicu Parker, meðleikkonum hennar til lítillar ánægju. Sex and the City-myndin verður frumsýnd í lok maí. NORDICPHOTOS/GETTY Rokkararnir í Mínus halda tónleika á Organ á föstudags- kvöld. Mínus hefur verið á faraldsfæti að undanförnu og spilaði sveitin á sjö tónleikum í Bretlandi fyrir skömmu. Eftir tónleikana á Organ heldur sveitin síðan áfram tónleikaferð sinni um Evrópu í maí og júní. Skátar og Celestine hita upp á Organ og hefjast tónleikarnir klukkan 22.30. Mínus með tónleika 50 DAGAR TIL STEFNU Sú hefð að láta alþjóð hlaupa fyrsta apríl var haldin hátíðleg á þriðjudag. Björn Ingi og Grímseyjar- ferjan komu töluvert við sögu. Morgunblaðið fór mikinn í 1. apríl gríni sínu. Greint var frá því að Nick Cave og Gael Garcia Bernal hygðust taka upp tónlistaratriði í Kringlunni um hádegisbilið en framar í blaðinu var frétt um að kassagítarhetjan og almúgamaður- inn JoJo ætlaði að taka lagið með sjálfum Bob Dylan í Austurstræti. Aprílgabb fréttadeildar Moggans fjallaði síðan um hin umdeildu mót- mæli vörubílstjóra og að þeir ætl- uðu sér að sturta möl fyrir framan Alþingishúsið. Hvorki sást þó til ástralska eðaltöffarans í verslunar- miðstöð höfuðborgarbúa né amer- ísku goðsagnarinnar meðal menn- ingarvitanna í Austurstræti. Og vörubílstjórarnir létu sér nægja að þeyta lúðra sína í miðborginni, veg- farendum til mismikillar armæðu. Fréttablaðið beitti fremur hefð- bundnu gríni og birti á forsíðu frétt um að Skeljungur hefði tekið sig til og lækkað verð á bæði bensíni og díselolíu. Ófáir bitu á agnið og keyrðu sem leið lá á Bústaðaveg en gripu í tómt. Bæði DV og 24 stundir ákváðu að notfæra sér verð- andi ritstjóra Markaðarins, Björn Inga Hrafnsson. Hið fyrrnefnda upplýsti lesendur sína um að hann hygðist árita endurminningar sínar um REI-málið og 24 stundir töldu sig hafa heimildir fyrir því að fyrr- verandi borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins yrði ritstjóri blaðsins. Ólafur Þ. Stephensen stígi niður og væri á leiðinni í Ráðhúsið. Ljósvakamiðlar stunduðu aprílg- abbið af miklum móð. Fréttastofa Útvarpsins reyndi að fá fólk uppí Öskjuhlíð þar sem gamalt byrgi fullt af vopnum frá seinni heims- tyrjöldinni hefði fundist. Þór Whitehead, einn helsti sérfræðing- ur þjóðarinnar í heimstyrjaldar- fræðum, átti að bíða eftir höfuð- borgarbúum og leiða þá í allan sannleikann um þennan magnaða fund. Stöð 2 reyndi að höfða til ungu kynslóðarinnar og notfærði sér hina mjög svo eftirsóknarverðu iPhone frá Apple sem stöðin sagði loksins vera til sölu og RÚV gerði heiðarlega tilraun til að láta Norð- lendinga hlaupa 1. apríl með því að bjóða þeim í fyrstu reynslusiglingu Grímseyjarferjunnar. Vefmiðlar blönduðu sér í aprílg- abb-hefð þjóðarinnar. Elko auglýsti á vef sínum megrunartæki á 900 þúsund krónur og Vísir lagði sig í líma við að sannfæra lesendur um að Al Gore ætlaði að sofa í snekkju Saddams Hussein þegar hann kæmi hingað. En athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson átti að hafa keypt hana. Allan daginn voru fluttar fréttir af þessari stórfrétt. Mbl.is auglýsti að vefurinn gæti nú sýnt nýjustu kvik- myndirnar með einföldum hætti og margir töldu sig hafa komist í feitt og spjallvefurinn umdeildi, barna- land.is, hafði fyrir því að setja allt notendaviðmót sitt á dönsku og hvatti notendur til að skella sér í BT þar sem þeir gætu keypt sér hið íslenska viðmót. freyrgigja@frettabladid.is Íslendingar á hlaupum TÓNLISTARATRIÐI Í KRINGLUNNI Hvorki Gael Garcia né Nick Cave í RITSTJÓRI OG RITHÖFUNDUR Björn Ingi Hrafnsson var vinsæll í aprílgabb- ið. BJÖRN INGI, BENSÍN OG GARCIA Grímseyjarferjan umdeilda, lækkun á olíuverði og tónlistarmyndband Gaels Garcia og Nicks Cave voru meðal þess hluta sem kom fyrir í aprílgabbi fjölmiðlanna. Björn Ingi Hrafnsson kom fyrir í tveimur aprílgöbbum. Spennandi starf inni í blaðinu. Verið Sængurfataverslun Glæsibæ, s. 552-0978 www.damask.is Glæsidagar 3.,-4.,-5. apríl 20% afsláttur af allri barnavöru 30% afsláttur af Lyocell satin settum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.