Fréttablaðið - 03.04.2008, Síða 65

Fréttablaðið - 03.04.2008, Síða 65
FIMMTUDAGUR 3. apríl 2008 45 FÓTBOLTI Guðbjörg Gunnarsdóttir fór í aðgerð í gær á hásin og fram undan er langur tími í endur- hæfingu. „Ég er búin að heyra í Sigga Ragga og landsliðsnefndinni og ég fæ bara bestu meðferð sem er til á landinu,“ sagði Guðbjörg í gær en áfallið var mikið. „Það eina sem ég hef heyrt núna er að þetta er verra en að slíta krossböndin en ég hélt að það væri það versta,“ segir Guðbjörg, sem hefur fengið sinn skammt af meiðslum þrátt fyrir ungan aldur. „Ég fór í gegnum axlarmeiðsli þegar ég var sautján ára og var frá í níu mánuði eftir aðferð og svo átti ég að hafa slitið krossbönd 2006 en þegar ég fór í aðgerðina voru þau ekki slitin. Þá var ég heppin,“ segir Guðbjörg, en hvernig urðu meiðslin? „Það kom fyrirgjöf, ég missti boltann og var að skutla mér aftur á hann og fann þá brjálaðan smell aftan í hælnum. Ég hélt pottþétt að einhver hefði sparkað í mig og var alveg brjáluð,“ lýsir Guðbjörg og bætir við: „Ég fann strax að þetta var eitthvað alvarlegt og ég fer ekki út af vellinum svo auðveldlega. Þetta var allavega enginn væll,“ segir Guð- björg. - óój Guðbjörg Gunnarsdóttir: Fór í aðgerðina strax í gær GUÐBJÖRG GUNN- ARSDÓTTIR Frá í langan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið í fótbolta varð fyrir gríðarlegu áfalli í gær þegar markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit hásin í leik gegn KR í Lengjubik- arnum. Guðbjörg var búin að leysa brotthvarf Þóru Bjargar Helga- dóttir með glæsibrag og mark- varðarstaðan var í góðum hönd- um. Nú er allt hins vegar breytt. „Ég er eiginlega orðlaus yfir þessu og bara ennþá í sjokki. Það er fullt af leikjum fram undan með landsliðinu og ég var loksins búin að vinna mér sæti í byrjunar- liðinu. Maður vaknar einn daginn og þá eru bjartir tímar fram undan og daginn eftir er maður bara úr leik,“ sagði Guðbjörg niðurbrotin þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Guðbjörg var nýtekin við aðal- markvarðarstöðunni af Þóru Björgu Helgadóttur sem gaf ekki kost á sér vegna vinnu sinnar í Belgíu. Fram undan er stórt og hugsanlega sögulegt ár hjá liðinu og meiðsli Guðbjargar, sem stóð sig frábærlega á Algarve-mótinu á dögunum, þýða að markmanns- málin eru í óvissu. Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson landsliðsþjálfari vill ekki leita til Þóru, sem sjálf er til- búin að skoða það að koma aftur í landsliðið sé KSÍ tilbúið að aðstoða hana við það. „Þetta eru hrikalegar fréttir, fyrir Guggu og fyrir landslið- ið,“ sagði Þóra Björg þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Siggi Raggi er búinn að taka það skýrt fram að það verði ekki leitað til mín. Ég þarf ákveðinn sveigj- anleika sem er ekki eðlilegur fyrir landsliðsmann og ég skil það vel. Mér finnst þetta aftur á móti engin spurning um forgangsröðun þegar maður fær ekki greitt fyrir að vera í fótboltanum. Þetta er mín atvinna hér úti og ég get ekkert gert nema KSÍ komi til móts við mig. Ég hef ekki verið með kröfu um það en væri alveg tilbúin að skoða það,“ segir Þóra. „Mér finnst æðislegt að spila með landsliðinu og mikill heiður en þetta var bara það eina í stöðunni hjá mér. Ef ég get tekið þátt í þessu er ég alveg tilbúin.“ Þóra hefur mikla trú á þeim markvörðum sem eftir standa en segir málið snúast aðal- lega um að þær vanti báðar reynslu. „Ég ætla ekki að vera sá maður sem suðar í leikmönnum, og leik- menn verða að vilja vera í lands- liðinu. Þegar ég talaði við Þóru í janúar tjáði hún mér það að hún gæfi ekki kost á sér og því kemur hún ekki til greina að mínu mati,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari, sem varð vitni að því þegar Guðbjörg sleit hásin- ina í fyrrakvöld. „Við höfum lent í ýmsum skakkaföllum þetta eina ár sem ég hef verið þjálfari en það hefur alltaf komið maður í manns stað. Ég er ekki búinn að ákveða hver verður næsti aðalmarkvörður en við eigum eftir að skoða það betur á næstu vikum. Það getur vel farið svo að ég skipti leikjunum við Finnland á milli markvarða en það gæti líka farið svo að ég verði búinn að velja aðalmarkvörð fyrir þann tíma,“ segir Sigurður Ragn- ar og það er ljóst að frumkvæðið að því að tala við Þóru mun ekki koma frá honum og það mun ekki koma frá Þóru heldur. Nú er spurning hvað Knatt- spyrnusambandið er tilbúið að gera í stöðunni. Fram undan eru úrslitaleikir fyrir kvennalandslið- ið um að tryggja sér sæti á stór- móti í fyrsta sinn. Útlitið í dag er fyrir að landsliðið fari í næstu leiki með reynslulausan markvörð á sama tíma og Ísland á einn besta markvörð heims sem hefur gríð- arlega mikla reynslu og er að spila á fullu með belgíska liðinu Ander- lecht. Nú er að sjá hvort formaður eða framkvæmdastjóri KSÍ eru til- búnir að taka af skarið og leysa þennan hnút og gera kvennalands- liðinu kleift að mæta með Þóru Björgu Helgadóttur í markinu í hinum mikilvægu leikjum ársins. Það gæti gert útslagið í að koma landsliðinu í fyrsta sinn á stórmót. ooj@frettabladid.is Þóra tilbúin ef KSÍ getur hjálpað Landsliðsþjálfarinn vill ekki suða í leikmönnum til að spila með kvennalandsliðinu en það þarf frum- kvæði frá KSÍ eigi Þóra Björg Helgadóttir að spila með liðinu á einu mikilvægasta ári í sögu þess. 56 LANDSLEIKIR Þóra Björg Helgadóttir er leikjahæsti markvörður A-landsliðs kvenna frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.