Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 21
Nýr Ford Focus er kostum prýddur. Nýtt og glæsilegt útlit, framúrskarandi tækni og ríkulegur útbúnaður eru örfá dæmi af mörgum sem mæla
með Focus. Frábær fjölskyldubíll sem er gaman að eiga, gott að keyra og hagkvæmt að reka. Svo er hann líka vænni fyrir umhverfið.
Settu fókus á Ford
Focus hefur verið mest seldi bíllinn frá Ford í þessum vinsæla flokki fjölskyldubíla í Evrópu. Þetta er fjórða kynslóðin, sú öruggasta og
umhverfishæfasta til þessa. Hönnun hennar hefur verið felld að ávölum línum nýja útlitsins frá Ford. Þessum breyttu áherslum að utanverðu
hefur síðan verið fylgt þétt eftir í hönnun bílsins að innanverðu með vandaðra efnisvali og nýrri sætagerð. Útkoman er enn stílhreinni Focus,
endurhannaður frá grunni með hliðsjón af þeim sem vilja aðeins það besta.
Meiri búnaður í Focus
Sem fyrr einkennist búnaðarstig Focus af metnaði, eins og sjá má á því að ESP stöðugleikastýrikerfi með spólvörn, EBD
hemlajöfnun og EBA hjálparhemlun er meðal staðalbúnaðar. Alltaf er þó rúm fyrir áhugaverðar nýjungar og hefur Ford
gætt Focus ýmsum nýjum hæfileikum, eins og Easy Fuel búnaðinum, sem kemur í veg fyrir að röngu eldsneyti sé dælt á bílinn,
hvort heldur bensín- eða dísilútgáfan á í hlut. Þú þarft því ekki að hafa stórar áhyggjur af því að fara eldsneytisvillt með tilheyrandi tjóni, þó
að þú skiptir yfir í enn umhverfisvænni Ford Focus TDCI. Þá er Focus kominn með LED díóðuljós að aftan, nýtt EHPAS rafstýri
með þremur þyngdarstillingum í aksturstölvunni, bremsuljós í afturrúðuna og Isofix barnastólafestingar í aftursæti.
Betri aksturseiginleikar
Nýr Focus er þýður og skemmtilegur í akstri. Þegar í fyrstu kynslóðinni af Focus setti
Ford metnaðarfullar kröfur um aksturseiginleika með Control Blade
fjölfjöðrunarkerfinu og breitt hjólhafið gerir hann einstaklega
stöðugan. Að viðbættri nýju PowerShift skiptingunni frá
Ford og EHPAS rafstýrinu sem er með þrjár
þyngdarstillingar eða standard, comfort og sport,
má segja að allt leggist á eitt um að veita Focus framúr-
skarandi aksturseiginleika.
Öruggari Focus
Nýr Focus flaug í gegnum öryggisprófun EuroNCAP með 5 stjörnu toppeinkunn,
enda ríkulega búinn öryggisbúnaði. Öryggispúðarnir eru fjórir og öryggispúðatjöld eru til
beggja hliða. Skynvætt IPS öryggiskerfi (Intelligent Protection System) stýrir af stærðfræðilegri
nákvæmni passífum öryggisbúnaði á borð við öryggispúða og – belti allt eftir tildrögum. Allt ferlið fer fram á
sekúndubrotum og byggir í grófum dráttum á því, að þróaður hugbúnaður metur í samspili við þéttriðið net skynjara
hvernig öryggisbúnaður bílsins geti sem best varið þá sem í honum eru gegn alvarlegum áverkum, ef slys ber að höndum. Þá er
Focus búinn hálkuviðvörun, þriggja punkta öryggisbeltum í öllum sætum og rafstýrðum bílbeltastrekkjurum ásamt háls- og
bakhnykksvörn í framsætum.
Þægilegri Focus
Í þægindum er Focus í sérflokki. Má þar nefna sem dæmi enn betri hljóðeinangrun sem heldur veg- og
vélarhljóði í lágmarki, rafdrifna hæðarstillingu á ökumannssæti og hæðarstillingu á farþegasæti frammi í
ásamt mjóbaks- og hitastillingu á báðum framsætum. Þá er Focus búinn vönduðum hljómflutningstækjum,
fjarstýrðum samlæsingum, ræsivörn og þremur þyngdarstillingum og aðdrætti á stýri. Þá er Focus enn
fremur með heilhitun á framrúðu og hliðarspeglum, búnaður sem kemur sér afar vel á frostköldum vetrarmorgnum.
Valbúnaðurinn er einnig ríkulegur og má þar nefna loftþrýstingsnema í hjólbörðum (sem er einnig fyrirtaks öryggisbúnaður), 230 v innstungu
fyrir fartölvuna, leikjatölvuna eða DVD spilarann, lyklalaust aðgengi og margt, margt fleira.
Hagkvæmari Focus
Ford hefur líkt og aðrir bílaframleiðendur lagt mikla áherslu á að þróa nýja og betri vélartækni með tilliti til bæði
eldsneytisnotkunar og mengunar, án þess þó að það dragi úr aksturseiginleikum eða – ánægju. Nýr
Focus er hér engin undantekning og eru CO2 gildi í útblæstri 1,6 TDCI vélarinnar með
þeim lægstu sem hafa sést. Í m.a. breskum bíladómum hefur verið farið
lofsamlegum orðum um Focus í þessu tilliti, sem bæði sparneytinn
og umhverfishæfari kost.
Frábærir dómar
Dómar evrópskra bílablaðamanna hafa nánast allir sem
einn verið afar jákvæðir. Nýja kynslóðin er að þeim
eldri ólöstuðum m.a. sögð bæði fallegri og betur búin.
Þá sé hún vandaðri að
allri gerð og
augljóslega klár
í þann harða slag
sem stendur um
toppsætin í flokki
fjölskyldubíla.
Láttu töfrana tala. Spurðu um verð og gæði.
Spurðu um fjármögnun. Ford. Keyrð’einn.
*Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Aukabúnaður á mynd eru álfelgur. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.
frumsýning
í Brimborg
Akureyri,Reykjavík
ídagKomdu
frá kl.12til16.
Kaffi og
kleinur