Fréttablaðið - 06.04.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 06.04.2008, Síða 12
UMRÆÐAN Samgöngumál Undirritaður er einn af fjölmörgum efa- semdamönnum um ágæti þess að treysta á sam- göngur við Vestmanna- eyjar um Bakkafjöru. Ekki er meiningin að gera lítið úr því að mögulegt er að byggja þar höfn sem gæti verið nothæf yfir hluta ársins, en með miklum frá- töfum á öðrum tímum. Ekki ætla ég heldur að gera lítið úr vinnu þeirra „reiknistokksmanna“ er unnið hafa að hugsanlegri fram- kvæmd í Bakkafjöru, en tel þó að gott væri að hlusta vel á rök efa- semdamanna þegar horft er til hagsmuna og framtíðar Vest- mannaeyja. Það er ekki óeðlilegt að mörgum finnist hugmyndin um Bakkafjöruhöfn spennandi kostur en einhvern veginn finnst mér að þar fari fremst fólk sem ekki þarf að ferðast nema þegar blíðast er og best og ræður sinni ferðaáætl- un sjálft. Ekki hefur náðst meirihluti eða vilji í bæjarstjórn Vestmannaeyja til að gefa bæjarbúum tækifæri á að tjá hug sinn í kosningum varð- andi möguleika í samgöngumálum hér, þrátt fyrir undirskriftasöfnun þar að lútandi. Það er ekki of seint að endurskoða þá ákvörð- un. Framtíð byggðar í Vest- mannaeyjum byggist á góðum samgöngum. Það er krafa nútímans og framtíðarinnar, ekki ein- ungis milli lands og Eyja heldur á öllu landinu. Þeim fjármunum sem veita á í Bakkafjöruhöfn og smíði smáferju til sigl- inga milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja væri mun betur varið til hafnargerðar norð- an Eiðis og smíði eða kaupa á alvöruskipi til siglinga milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar. Einn- ig mætti styrkja hafnaraðastöðu í Þorlákshöfn, t.d. með sjóvarnar- garði við Hafnarnes. Það gerði alla aðkomu að Þorlákshöfn mun öruggari og kæmi öllum til góða. Skip (ca. 100 m langt) sem sigla á milli Þorlákshafnar og Vestmanna- eyja þarf að sigla á tæpum tveim- ur klukkustundum (miðað við eðli- legar aðstæður). Það segir okkur að með góðu móti er hægt að sigla þrjár til fjórar ferðir á dag. Við skulum hafa það hugfast að um 90% farþega og flutnings að og frá Eyjum eru til höfuðborgarsvæðis- ins. Einnig mun Suðurstrandar- vegur opna möguleika til aukins útflutnings sjávarafurða frá Eyjum með flugi um Keflavík. Allir þeir sem starfa við sjó eða starfsemi er tengist hafnarsvæð- inu hér í Eyjum sjá að höfnin er einfaldlega of lítil og þröng. Skip- um hefur ekki fjölgað en stærð þeirra er önnur í dag en áður var. Því þarf að horfa fram á við og tryggja að Vestmannaeyjahöfn sé nútímaleg. Skipafélögin vantar stærra svæði fyrir sína starfsemi, s.s. gámavelli. Við skulum einnig athuga að Vestmannaeyjahöfn er síðasta viðkomuhöfn á Íslandi vegna siglinga flutningaskipa til Evrópuhafna bæði hjá Eimskipum og Samskipum. Það er staða sem við verðum að standa vörð um og því er nauðsyn að horfa á þróun hafnarmála í Vestmannaeyjum og samgöngur við land í samhengi. Nánast öll starfsemi sem hér er krefst góðrar hafnaraðstöðu. Möguleikar Vestmannaeyja felast í nýrri og rúmgóðri höfn er gæti tekið á móti verulega stórum skip- um. Sá möguleiki er norðan við Eiði. Undirritaður er orðinn það full- orðinn að hann man eftir því þegar Eyjamenn voru að berjast fyrir bættum samgöngum um daglegar ferðir milli lands og Eyja. Það er ekki sú staða sem ég vil sjá ungt fólk þurfa að fara að berjast fyrir á nýjan leik. Höfundur er hafnarvörður í Vestmannaeyjum. UMRÆÐAN Efnahagsmál Íslenskt efnahagslíf stendur nú frammi fyrir meiri vanda en blas- að hefur við um áratuga skeið. Ástæðurnar má að hluta rekja til alþjóðlegr- ar fjármálakreppu en ekki síður ákvarðana- tökufælni stjórnvalda hér heima. Því miður hefur ríkis- stjórnin ekki tekið á vandanum af þeirri festu, skilningi og útsjónar- semi sem nauðsynlegt er við slík- ar aðstæður og ekkert sem bendir til þess að svo verði. Þvert á móti. Viðbrögð hennar, eða réttara sagt aðgerðaleysi, hefur ekki verið í neinu samræmi við horfur í efna- hagsmálum og samspil við pen- ingamálastjórn Seðlabankans hefur ekkert verið. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa nú þegar lækkað lánshæfismat ríkissjóðs á sömu rökum og við framsóknar- menn höfum haldið fram til margra mánaða. Aðgerðaleysi rík- isstjórnarinnar er sá þáttur sem þar vegur þyngst. Framsóknarmenn hafa nú lagt fram skynsamar og hófsamar til- lögur að nýrri þjóðarsátt og aðgerðum sem hægt er að grípa strax til og lágmarka skaðann. Fjármálakerfið Tillögur okkar sem snúa að fjár- málakerfinu sjálfu eru í þremur liðum. Efla þarf gjaldeyrisforða Seðlabankans til að draga úr þeirri óvissu sem er uppi um greiðslugetu fjármálakerfis lands- manna. Yfirtaka Íbúða- lánasjóðs á fasteignalán- um bankanna þarf að vera til reiðu á lánum sem eru undir tilteknum fjárhæðarmörkum og þannig verði með félags- legum hætti komið að vanda tekjulægri hópa í samfélaginu. Í þriðja lagi þarf að endurskoða og íhuga breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans þannig að vægi fjármálastöðug- leika í markmiðssetningu bankans verði aukið, samhliða því sem horft verði til stöðugleika í verð- lagsmálum. Samdráttur í efnahagslífinu Tillögur þær sem snúa að við- brögðum hins opinbera ganga út á að ríkissjóður, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, beiti sér fyrir sátt um aðgerðir til að draga úr verstu áhrifum efnahagskrepp- unnar, dýpt hennar og lengd. Ný þjóðarsátt verði gerð um við- spyrnu gegn verðbólgu. Endur- skoða þarf forsendur fjárlaga taf- arlaust, fella á brott sértæka neysluskatta s.s. álögur á elds- neyti og virðisaukaskatt á mat- væli auk stimpilgjalda á íbúðar- húsnæði. Efla þarf verðlags- og verðmerkingareftirlit, Samkeppn- iseftirlitið og Fjármálaeftirlitið. Áfram þarf að vinna að undirbún- ingi stórframkvæmda þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara þegar aðstæður leyfa í efnahagslífinu og hvetja þarf til almenns sparnaðar með skattalegum aðgerðum. Ríkissjóður aflögufær Þessar tillögur geta kostað ríkis- sjóð allt að 18 milljarða króna þegar allt er talið en miðað við það hvernig við framsóknarmenn skildum við ríkissjóð eftir tólf ára uppbyggingarstarf ætti að vera borð fyrir báru. Verðhjöðnunar- áhrif þessara tillagna geta verið umtalsverð eða 3-5%. Það er mat okkar framsóknar- manna að með samstilltu átaki megi stýra efnahagsmálum þannig að bæði almenningur og atvinnulíf standi fyrirsjáanlega erfiðleika af sér og leggjum því til skynsama, hófsama og sanngjarna þjóðarsátt þar sem horft er til raunhæfra og markvissra aðgerða. Höfundur er formaður Framsókn- arflokksins. UMRÆÐAN Ólympíuleikar Það er engin ástæða til þess að láta margra ára vinnu íþróttamanna fara í súginn með því að neyða þá til að sniðganga Ólym- píuleikana sem haldnir verða í Peking síðar á árinu. En það er heldur engin ástæða til að senda íslenska ráðamenn til að láta þá heiðra sér- staklega kínversku alræðisstjórn- ina í vandræðalegum kokteilboðum á sama tíma og hún gengur milli bols og höfuðs á eigin þegnum í Tíbet og víðar. Ólympíuleikarnir í Moskvu 1980 voru að mestu sniðgengn- ir af Vesturlöndum. Þar með urðu draumar fjöl- margra íþróttamanna að engu. En lífið hélt samt áfram að öðru leyti. Stjórnmálaástandi við Sovétríkin var ekki slitið, viðskiptasambönd við Sovétríkin stóðu óbreytt, og raunar gátu vestrænir ferðamenn áfram ferðast eftir sömu leiðum og áður. Þær ástæður sem gefnar voru fyrir snið- göngunni voru sem sagt ekki nægar til að nokkrir aðrir en hlauparar, sundgarpar eða kúluvarparar þyrftu að færa fórnir. Það sama ætti að eiga við nú. Það er fáranlegt að ætlast þess af mönn- um að þeir færi eina mestu fórn sem íþróttamaður getur fært, á meðan viðskiptin blómstra, stjórnmála- samband er á milli ríkjanna, ferðir til Kína heimilaðar, námsmanna- skipti virk og sendiráð opin á báðum stöðum. Sama ætti að gilda um þátt- töku íþróttamanna í opnunarhátíð leikanna, slíkt ætti að vera persónu- leg ákvörðun hvers og eins. Það er auðvelt að vera táknrænn á kostnað drauma og metnaðs annarra. Hins vegar er hvorki nauðsynlegt né æskilegt að íslenskir ráðamenn veiti Kínastjórn siðferðislegan stuðning með því að setjast í heið- ursstúku á opnunarhátíð leikanna og heiðra kínversk stjórnvöld á öðrum fundum sem jafnan fylgja slíkum samkomum. Þeir ættu að fara að fordæmi Donalds Tusk, Ang- elu Merkel, Nicolas Sarkozy, Vac- lavs Klaus og annarra evrópskra leiðtoga: sitja heima í sumar og styðja íslenska íþróttamenn til dáða. Fyrir framan sjónvarpið. Höfundur er háskólakennari og situr í stjórn SUS. 12 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR Nýja þjóðarsátt strax PAWEL BARTOSZEK Stjórnmálamenn sniðgangi Peking Hins vegar er hvorki nauðsyn- legt né æskilegt að íslenskir ráðamenn veiti Kínastjórn siðferðislegan stuðning með því að setjast í heiðursstúku á opnunarhátíð leikanna ... GUÐNI ÁGÚSTSSON Áfram þarf að vinna að und- irbúningi stórframkvæmda þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrir- vara þegar aðstæður leyfa í efnahagslífinu og hvetja þarf til almenns sparnaðar með skattalegum aðgerðum. KRISTJÁN GUNNARSSON Höfnum Bakkafjöruhöfn Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Spennandi starf inni í blaðinu. Auglýsingasími – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.