Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 6
6 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Samsung M110 farsíminn er nýjasta verkfærið í verkfærakassann. Honum er pakkað inn í sterkbyggða umgjörð sem er bæði ryk- og rakavarin (IP54) og hann er fullur af notadrjúgum aukabúnaði. Samsung M110 – er sannkallað hörkutól. VGA myndavél Ryk- og rakavarinn (IP54) Bluetooth Vasaljós Stereó FM-útvarp Innbyggður hátalari Hörkutól – með rykgrímu, hjálm og vinnuvettlinga Heildsöludreifing og þjónusta: Skútuvogi 12c auk viðurkenndra söluaðila um land allt M110 fæst hjá eftirtöldum aðilum: HEILBRIGÐISMÁL Árangur af nýju vistunarmati vegna hjúkrunar- rýma sem byrjað var að vinna eftir í lok febrúar er afar góður, sam- kvæmt upplýsingum frá Landspít- alanum og Landlæknisembættinu. Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, segir að í janúar 2004 hafi um 140 manns beðið á Landspítal- anum eftir vistun á hjúkrunar- rými. Í september á síðasta ári hafi fólkið verið um 90 talsins eins og oftast hafi verið en nú séu aðeins um 40 manns sem bíði eftir rými. Þá bætir hann við að þegar ný átján rúma deild fyrir heilabil- aða taki til starfa í næsta mánuði á Landakoti muni staðan batna enn frekar á spítalanum. Á Landspítalanum hafa verið viðvarandi teppur þar sem ekki hefur tekist að útskrifa aldraða sem þar hafa lokið meðferð þar sem þeir hafa ekki fengið hjúkrun- arrými. Á Íslandi eru þó einna flest langlegurými innan OECD-ríkj- anna og þjóðin mjög ung. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir furðaði sig á stöðunni þegar Fréttablaðið fjallaði um málið í febrúar og sagði nýja reglu- gerð líklega til að koma í veg fyrir að hjúkrunarheimili gætu valið þá sem þeim þættu þægilegastir inn eins og virtist hafa verið gert á mörgum hjúkrunarheimilum. Meðal þess sem reglugerðin fól í sér var að stjórnum stofnana sem ákveða inntöku fólks í hjúkrunar- rými voru settar þrengri skorður en áður, vistunarmatshópum fækk- að úr 40 í sex og ítarlegri heilsu- farsupplýsinga krafist við matið. „Þetta er ánægjuleg þróun sem kemur til með að létta á álaginu af legudeildum hjá okkur til lengri tíma litið,“ segir Björn og bætir við að þegar megi finna fyrir því að dregið hafi úr álagi og verða til þess að gangainnlögnum mun fækka. „Það sem er ánægjulegt fyrir þjóðfélagið í heild er að þessir sjúklingar eiga eftir að fá vistun og þjónustustig við hæfi. Auk þess sem þeir munu flytjast úr dýrari rúmum á háskólasjúkrahúsi yfir á hjúkrunarheimili,“ segir Björn. „Mér sýnist þetta einnig hafa leitt til þess að dregið hefur úr þrýstingi á hjúkrunarheimili,“ segir Matthías en bætir við að bætt heimahjúkrun hafi auk þess haft sitt að segja um að svo góður árangur hefur náðst á jafn skömm- um tíma. karen@frettabladid.is Teppur á Landspítala losna með nýju kerfi Á Landspítalanum hafa verið viðvarandi teppur vegna þess að spítalanum hef- ur ekki tekist að útskrifa aldraða sem þar hafa lokið meðferð þar sem þeir hafa ekki fengið hjúkrunarrými. Nýtt vistunarmat hefur gjörbreytt stöðunni. GANGUR Á LANDSPÍTALANUM Í janúar árið 2004 biðu 140 manns eftir vistun á hjúkrunarrými en í dag bíða 40 manns. ALÞINGI Íslenska ríkið hefur ekki greitt fjölskyldum tveggja kvenna sem létust í sjálfsvígsárás sem beindist gegn íslenskum friðar- gæsluliðum í Afganistan haustið 2004 bætur, né þeim sem slösuð- ust. Þetta kom fram í máli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur utan- ríkisráðherra á Alþingi í gær. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort greiddar hefðu verið skaða- bætur vegna árásarinnar í Kjúkl- ingastræti, þar sem ellefu ára gömul stúlka og 23 ára gömul kona létu lífið. Ingibjörg Sólrún sagði að ekki hefðu verið taldar forsendur fyrir greiðslu bóta þar sem íslenskir friðargæsluliðar hefðu ekki skað- að þá sem létust eða slösuðust. Margt varðandi málið virðist þó óljóst í hugum almennings, fjöl- miðla og þingmanna, sagði Ingi- björg Sólrún. Til að hreinsa and- rúmsloftið teldi hún rétt að óháðir aðilar færu yfir málið. Tveimur fyrrverandi hæstarétt- ardómurum, Guðrúnu Erlends- dóttur og Haraldi Henrýssyni, hafi því verið falið að fara yfir gögn og ræða við þá sem að mál- inu komu, og gefa ráðherra álit svo fljótt sem auðið verði. Ingibjörg gagnrýndi Árna Þór fyrir að orða fyrirspurnina þannig að árásina hefði mátt rekja til starfsemi Íslendinga í Kabúl. Þeir sem staðið hefðu að árásinni bæru fulla ábyrgð, ekki væri hægt að vísa henni á aðra. - bj Utanríkisráðherra boðar rannsókn á mannskæðri árás á friðargæsluliða í Kabúl: Engar bætur vegna látinna AFGANISTAN Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi við íslenska friðargæsluliða í Afganistan í ferð sinni til landsins nýlega. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MÓTMÆLI Sturla Jónsson, talsmað- ur atvinnubílstjóra, segir þá óánægða með hugmyndir Kristjáns Möller samgönguráð- herra um undanþágur þeim til handa. „Einhver aukatími tvisvar í viku gerir ekkert,“ segir Sturla. „Menn vilja bara fá að vinna venjulegan vinnudag eins og aðrir. Ef einhverjir þurfa vökulög eru það þingmenn sem funda sólarhringum saman og sam- þykkja alls kyns vitleysu á vorin.“ Atvinnubílstjórar stofna með sér hagsmunasamtök í kvöld sem munu fá nafnið Samstaða. - kóp Bílstjórar stofna samtök: Ekki ánægðir með ráðherra ÓÁNÆGÐIR Bílstjórar hafa ekki verið ánægðir með svör ráðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI STJÓRNMÁL Litlar breytingar voru gerðar á stjórn Ríkisútvarpsins ohf. þegar kosið var í stjórn fyrirtækisins á Alþingi í gær. Ómar Benediktsson verður áfram stjórnarformaður en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá því að Ríkisútvarpið var gert að hlutafélagi í fyrra. Kristín Edwald, Margrét Frímannsdóttir og Svanhildur Kaaber sitja áfram í stjórninni en Ari Skúlason tekur sæti Páls Magnússonar. Varamenn í stjórn eru Signý Ormarsdóttir, Eva Bjarnadóttir, Sigurður Aðils Guðmundsson, Lovísa Óladóttir og Dagný Jónsdóttir. - ovd Alþingi kýs í stjórn RÚV ohf.: Litlar breyting- ar á stjórn RÚV ÚTVARPSHÚSIÐ EFSTALEITI Fyrsti aðal- fundur Ríkisútvarpsins ohf. er haldinn í dag, þremur mánuðum á eftir áætlun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NOREGUR Hin mikla útivistarþjóð Norðmenn er ein þeirra þjóða Evrópu sem hreyfir sig lang- minnst. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem norska blaðið Vårt Land vitnar til í gær. Í rannsókninni var kannað í fjórtán Evrópulöndum hve miklum tíma fólk ver að jafnaði í líkamsrækt á viku. Í ljós kom að meðaltalið í Evrópu er á bilinu 45 mínútur til ein klukkustund. Norðmenn eyða hins vegar innan við 42 mínútum á dag í að halda sér í formi. Eingöngu Belgar hreyfa sig minna af þjóðum álfunnar. Ísland var ekki með í könnuninni. - aa Evrópsk könnun á líkamsrækt: Norðmenn eru kyrrsetufólk Varnaráætlun vegna skulda Sérstök varnaráætlun vegna skulda Fjarðabyggðar var kynnt á fundi bæj- arráðs sem fór yfir stöðu lánasafns bæjarins á þriðjudag. Samþykkt var að heimila festingu vaxta til allt að fimm ára vegna vaxta í Bandaríkjadöl- um allt að 40 prósent af skuldunum og allt að 20 prósent af skuldunum í evrum. FJARÐABYGGÐ Fá 40 þúsund í álagsbónus Eftir áskorun frá grunnskólakennurum sem vildu aukagreiðslur vegna álags í starfi samþykkti bæjarráð Horna- fjarðar að allir starfsmenn bæjarins fái aukagreiðslu upp á 40 þúsund krónur miðað við fullt starf. HORNAFJÖRÐUR Telur þú Íbúðalánasjóð vera hluta af íslenska velferðarkerf- inu? Já 82,4% Nei 17,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú hætt við kaup á fast- eign á síðustu sex mánuðum? Segðu skoðun þína á visir.is RÚMENÍA, AP Tæplega þrítugur Rúmeni á yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi fyrir að hafa villidýr í bakgarðinum hjá sér. Í garðinum fann lögregla ljónynju, tvö dádýr, eitt hjartar- dýr og tvo páfugla. Nágrannar fóru að kvarta þegar þeir höfðu fengið nóg af öskrum í ljóninu. Maðurinn, sem er 28 ára gamall, býr í smábæ í suðurhluta Rúmeníu. Dagblaðið Evenimentul Zilei segir að ljónið verði flutt í dýragarð í Búkarest, en maðurinn fái að halda páfuglunum. - gb Hélt villidýr í garðinum: Kvartað undan ljónsöskrum KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.