Fréttablaðið - 17.04.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 17.04.2008, Síða 12
 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR EVRÓPUMÁL Með þeim breytingum sem verða á ákvarðanatöku í Evr- ópusambandinu eftir gildistöku nýjustu uppfærslunnar á stofn- sáttmála þess, Lissabon-sáttmál- anum svonefnda, rýrna enn þeir möguleikar sem Ísland og hin EFTA-ríkin í EES-samstarfinu hafa til áhrifa á mál sem varða hagsmuni þeirra. Á þetta bendir Diana Wallis, varaforseti Evrópu- þingsins. „Ég er að reyna að koma því til skila að Evrópusam- bandið er á fley- giferð í breyt- ingum en Ísland verður ekki með. Ég tel að það sé miður fyrir báða aðila,“ segir Wallis í samtali við Fréttablaðið, en hún heldur í dag erindi undir yfir- skriftinni „A reformed EU but missing Iceland?“ á morgunverð- arfundi á vegum Alþjóðamála- stofnunar Háskóla Íslands og Samtaka iðnaðarins í Odda 101. Máli sínu til stuðnings nefnir Wallis dæmi um breytingu sem verður á ákvarðanatöku hjá ESB með gildistöku Lissabonsáttmál- ans og hún telur að muni varða íslenska hagsmuni með beinum hætti. Það felst í því að Evrópu- þingið fær samákvörðunarvald í landbúnaðar- og sjávarútvegsmál- um, „án þess að nokkrir íslenskir Evrópuþingmenn séu hér til að hjálpa okkur,“ eins og hún orðar það. „Á meðan þessi mál voru utan samákvörðunarferlisins má vera að þið hefðuð fundið leiðir til að hafa áhrif, þótt það sé út af fyrir sig umdeilanlegt, en þegar þetta er komið inn í samákvörðunarferli hafið þið engan aðgang að stofn- ununum þar sem ákvarðanirnar eru mótaðar og teknar.“ Wallis staðfestir að þetta þýði að eina leiðin sem Ísland og hin EFTA-ríkin hafi til að reyna að hafa áhrif á slík mál sé í gegnum óbein tengsl, svo sem milli alþing- is- og Evrópuþingmanna eins og lagt er til í ársgamalli skýrslu Evr- ópunefndar forsætisráðherra. Wallis segir öll slík tengsl gagn- leg og velkomin. „En þau skortir gegnsæi og þau geta aldrei gefið beina og augljósa leið að þeim vett- vangi þar sem ákvarðanir eru tekn- ar,“ bætir hún við. „Við [þingmenn Evrópuþingsins] verðum alltaf opin fyrir því að tala við fulltrúa frá Íslandi og Noregi, en þegar allt kemur til alls erum við ekki kjörin til að gæta hagsmuna þeirra.“ Spurð að lokum hvað hún segi um hugmyndir þess efnis að taka upp evru án ESB-aðildar svarar Wallis afdráttarlaust: „Það er bók- staflega ekki hægt. Það gengur bara einfaldlega ekki að ríki sem ekki er aðildarríki fái fulla aðild að efnahags- og myntbandalaginu. Svo einfalt er það.“ audunn@frettabladid.is EVRÓPUÞINGIÐ Með gildistöku Lissabon-sáttmálans aukast völd Evrópuþingsins, meðal annars á sviði sjávarútvegsmála, að því er Wallis bendir á. EES-samstarf rýrnar vegna þróunar ESB Möguleikar Íslands til að hafa áhrif á gerð nýrrar Evrópulöggjafar sem varðar íslenska hagsmuni minnka við gildistöku Lissabon-sáttmálans. Þetta segir varaforseti Evrópuþingsins. DIANA WALLIS FJARÐABYGGÐ Jöfn staða kynjanna innan stofnana og fyrirtækja Fjarðabyggðar er eitt af því sem nýsamþykkt jafnréttisstefna bæj- arins tekur til. Þá á að tryggja konum og körlum sömu laun fyrir sambærileg störf. Er þess sérstaklega getið að starfsheiti geti eftir atvikum verið karlkyns eða kvenkyns og skuli skipurit bæjarins taka mið af því. Sem dæmi hefur því Helga Jóns- dóttir tekið upp starfsheitið bæjar- stýra. Sérstaklega er fjallað um málefni æskulýðs, aldraðra og nýrra íbúa og lögð áhersla á að stuðla að jöfnum tækifærum drengja og stúlkna til náms og tóm- stunda á öllum skólastigum. - ovd Ný jafnréttisstefna í Fjarðabyggð: Bæjarstýra í Fjarðabyggð FRÁ REYÐARFIRÐI Í Fjarðabyggð á að auka heimaþjónustu og félagstarf fyrir aldraða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég er að reyna að koma því til skila að Evrópu- sambandið er á fleygiferð í breyt- ingum en Ísland verður ekki með. DIANA WALLIS VARAFORSETI EVRÓPUÞINGSINS Umsóknarfrestur er til 30. apríl Kynntu þér námið á www.hr.is Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum árangri. Nemendur sem hafa annan bakgrunn úr BSc-námi sínu geta útskrifast með meistara- próf á tilteknum sérsviðum verkfræðinnar, s.s. meistarapróf í framkvæmdastjórnun, umferðar- og skipulagsfræðum, heilbrigðisvísindum o.fl. TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR MEISTARANÁM VIÐ Tækni- og verkfræðideild HR býður meistaranám í • Byggingarverkfræði - Framkvæmdastjórnun - Umferðar- og skipulagsfræðum - Steinsteyputækni - Mannvirkjahönnun • Fjármálaverkfræði • Véla- og rafmagnsverkfræði • Heilbrigðisverkfræði • Líf- og heilbrigðisvísindum • Ákvarðanaverkfræði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.