Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 16
16 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Skutlum bílnum er fyrirtæki sem býður upp á nýstárlega þjónustu, sem felst í því að skutla bílnum þínum heim gegn borgun. Þetta er hugsað fyrir þá sem eru ekki í því ástandi að keyra bílinn sinn heim sjálfir. Boðið verður upp á þjón- ustuna í fyrsta skipti um helgina. Svavar Ólafsson er forsvars- maður hins nýja fyrirtækis „Þetta ætti að draga stórlega úr hættunni á ölvunarakstri. Allt of margir sem fara út að borða, eða í heim- sókn, freistast til að keyra bílinn heim þó að þeir hafi fengið sér aðeins í glas. Þeim finnst of mikið vesen að sækja hann daginn eftir. Nú hringja þeir í okkur og við skutlum bílnum heim gegn svip- uðu gjaldi og leigubílar taka,“ segir Svavar. Hann tekur fram að ekki er um leigubílaakstur að ræða, starfsmenn keyri bíla kúnn- anna. Til að byrja með verður fyrir- tækið með einn bíl í akstri og aðeins boðið upp á þjónustuna frá föstudegi til sunnudags. „Við erum fjórir atvinnubílstjórar sem stönd- um að þessu og munum skipta þessu með okkur. Ætlunin er að bæta við bílaflotann fljótlega,“ segir Svavar, sem segir markhóp- inn vera fólk yfir þrítugt, en rann- sóknir sýna að sá hópur freistist frekar til ölvunaraksturs. Verðið er á bilinu 4.000 til 8.000 kr. á höfuðborgarsvæðinu og 12.000 til 15.000 kr. fyrir Reykja- nesbæ, Akranes og Selfoss. Ný þjónusta á meðal annars að vinna gegn ölvunarakstri: Bílnum þínum skutlað heim KLÁR Í SLAGINN Og svo er bara að hringja í 770 4009 ef menn hafa fengið sér í glas þrátt fyrir að vera á bílnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Farþegarnir borga marg- ar milljónir fyrir farið og fljúga í staðinn umvafð- ir lúxus og heimsækja staði sem fáir koma til. Jón Vilhjálmsson er einn matreiðslumanna í þessum ferðum. Hann setur upp margrétta matseðla, fer á markaði og eldar úr því fínasta hráefni sem hægt er að fá á hverjum stað. Jón Vilhjálmsson er nýlega kominn heim úr tæplega mánaðar ferð um Afríku þar sem flogið var frá New York til Madeira og svo haldið inn í Afríku, til Eþíópíu, Tansaníu, Már- itíus, Höfðaborgar í Suður-Afríku og þaðan til Simbabve, Malí og Marokkó. Ferðin er á vegum banda- rísku ferðaskrifstofunnar Amberc- rombie & Kent sem leigir flugvél með starfsmönnum frá Loftleið- um. Jón er starfsmaður IGS, sem er dótturfélag Icelandair Group, og kemur þannig inn í þetta. Farþeg- arnir borga mikið fyrir farmiðann, til dæmis 90 þúsund dollara eða jafnvirði um 6,5 milljóna króna á manninn fyrir hringferð um Afr- íku, og gista alltaf á öllum bestu fáanlegu stöðum. Fyrir þetta fólk matreiðir Jón. Hann segir að starfs- aðstæður séu mjög mismunandi eftir því hvert ferðin liggur. „Afr- íka er fátækasta heimsálfan og stundum er mjög erfitt að fá mat sem er ásættanlegt hráefni,“ segir hann. „Þetta getur oft verið svolítið snúið því að heimamenn eru ekki vanir því að fá svona gesti.“ Eldamennskan fer fram á ýmsum stöðum, stundum í kaffiteríunni á flugvellinum, stundum á fimm stjörnu hóteli eftir því hvað hver staður hefur upp á að bjóða. „Þegar ég kem á staðinn þá kanna hvort allt sé eins og ég vil hafa það. Ef ekki þá fer ég á markaðinn og kaupi það sem upp á vantar,“ segir hann. „Á flestum stöðum hefur maður heimafólk sér til aðstoðar.“ Leggirnir á milli staða eru allt frá einum klukkutíma upp í tíu, til dæmis frá Sydney til Kambódíu. Notuð er Boeing 757 sem hefur verið breytt og sætafjöldinn tak- markaður þannig að aðeins eru sæti fyrir 52 í stað 200. Síðan er sérstakur staður fyrir farþegana þar sem þeir geta setið fjórir saman við borð og spilað, spjallað eða borðað. Hvað eftirminnilegan mat varð- ar nefnir hann þjóðarréttinn í Eþíópíu, stórt þunnt súrdeigsbrauð eða pönnuköku sem hann segir að líti út eins og svampur. „Þeir setja alls konar smárétti ofan á brauðið og svo rífur maður af brauðinu og borðar með höndunum. Mjög sér- stakt,“ segir hann. Jón er fordómalaus og til í að smakka hvað sem er. „Ég borða nánast allt, slöngur, krókódíla og kengúrur. Strútakjöt er mjög gott og kengúrukjöt er ágætt líka. Ímú, sem er ófleygur fugl eins og strút- urinn, er fínn. Svo fer maður til Kína og þar borða þeir allt. Ef millj- ónaþjóðir geta borðað þennan mat þá getur hann ekki verið mjög eitr- aður.“ ghs@frettabladid.is Lúxusmatur í háloftunum MATREIÐIR FYRIR FARÞEGA Jón Vilhjálmsson matreiðir margrétta máltíðir fyrir far- þega sem borga margar milljónir á mann fyrir ferðina. MINNISSTÆÐUR ÞJÓÐARRÉTTUR Þjóðar- réttur Eþíópíu er Jóni minnisstæður en það er stórt þunnt súrdeigsbrauð sem minnir á svamp. Ofan á brauðinu eru smáréttir. Enda væri það slæmt fyrir bisnessinn „Auðvitað á verð eftir að lækka eitthvað og það er nú þegar farið að gera það. En ég hef ekki trú á að þessar svartsýnisspár gangi eftir.“ GRÉTAR JÓNASSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI FÉLAGS FAST- EIGNASALA, UM SPÁR UM LÆKKUN FASTEIGNAVERÐS Fréttablaðið 16. apríl Vændiskona með prinsipp „Ég sef ekki hjá karlmönnum undir átján ára.“ SARA MILLER VÆNDISKONA DV 16. apríl DÆMI UM MATSEÐIL Miami - Lima, Perú ■ Íslenskur kavíar á rússneska vísu, með kampavíni og vodka ■ Salat ■ Kjöt-, fisk- eða grænmetisréttur ■ Kaffi og súkkulaði ■ Ostar og ávextir ■ Fyrsta frímerkið var gefið út í Bretlandi árið 1840. Börn og unglingar hófu að safna frímerkjum á sjöunda og áttunda áratug nítjándu aldar. Margir fullorðnir töldu það þá fánýta tómstunda- iðju. Þegar leið nær aldamótun- um 1900 og börnin sem hófu frímerkjasöfnun voru fullorðin hófst fagmannleg frímerkjasöfn- un með rannsóknum, útgáfu og tilheyrandi. Það var þó ekki fyrr en á þriðja áratug tuttugustu aldar að frímerkjasöfnun breiddist út fyrir alvöru í kjölfar aukinnar opinberrar umfjöllunar um verð- mæt frímerki. FRÍMERKJASÖFNUN: YFIR ALDARGÖMUL IÐJA Vorin eru mesti annatími bænda og Jóhanna Breiðfjörð Þorvaldsdóttir, geita- bóndi í Borgarfirði, fer ekki varhluta af því. „Það liggur ljómandi vel á okkur hér á Háafelli. Kiðlingarnir hrúgast í heiminn þessa dagana, fimm geitur eru bornar og um 80 eiga eftir að bera. Það er því nóg að gera hjá okkur og mikið fjör,“ segir Jóhanna. Hún er nýkomin frá Noregi þar sem hún sat námskeið. „Ég var á níu daga námskeiði í ostagerð og heimavinnslu úr hrámjólk. Ég mun nýta það sem ég lærði þar og prófa mig áfram í ostagerð í sumar. Geitamjólkin er virkilega gott hráefni og til dæmis eru pönnukökur úr geitamjólk algjört lostæti. Ég hef líka gert jógúrt úr henni sem hefur heppnast mjög vel.“ Jóhanna hefur nóg að gera því auk búskaparins gegnir hún formennsku í nýstofnuðum samtökum; Beint frá býli. „Við munum þrýsta á um leyfi til að selja beint frá býli. Allir hafa tekið þeirri hugmynd mjög vel, bæði almenningur og stjórnvöld, þannig að ég er bjartsýn á að það gangi vel. Það er því nóg að gera hjá mér. Ég anna ekki eftirspurn eftir geitakjöti og mjólk- in verður æ vinsælli, enda sérstaklega góð fyrir þá sem eru með mjólkuróþol.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÓHANNA BREIÐFJÖRÐ ÞORVALDSDÓTTIR GEITABÓNDI Kiðlingarnir hrúgast í heiminn Sokkabuxur, leggings og sokkar í flottum sumarlegum litum fyrir káta krakka á öllum aldri. Fæst í flestum apótekum og Debenhams.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.