Fréttablaðið - 17.04.2008, Page 18
18 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
1.
43
8
1.
51
8
nám, fróðleikur og vísindi
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
Madeleine Ströje Wilkens, sendiherra
Svíþjóðar á Íslandi, afhenti nýlega við-
urkenningar fyrir frábæra frammistöðu í
ritgerðasamkeppni nemenda sem stunda
nám í sænsku í tíunda bekk en á hverju ári
stunda um hundrað nemendur í íslenskum
grunnskólum nám í sænsku í stað dönsku.
Verkefni nemendanna var að skrifa ritgerð um gildi vináttunnar eða minningar
frá Svíþjóð. Fyrstu verðlaun hlaut Jóhanna Rut Óskarsdóttir, nemandi í tíunda
bekk Grunnskólans í Vestmannaeyjum, en ritgerð hennar ber titilinn Betydel-
sen av en vän. Í verðlaun hlaut Jóhanna Rut ferð til Svíþjóðar. Þátttakendur í
keppninni stunda allir fjarnám í sænsku hjá Tungumálaveri Laugalækjarskóla og
er Erika Frodell kennari þeirra.
■ Ritgerðasamkeppni:
Vann ferð til Svíþjóðar
Íslenskar konur og alþjóðastofnanir er heiti á erindi sem Edda Jónsdóttir,
sérfræðingur í mannréttindum, heldur á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og
kynjafræðum. Byggir Edda erindi sitt á lokaritgerð sinni um þátttöku Íslands í
mannréttindatengdu starfi á vegum Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og
Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Mun hún fjalla um þátttöku íslenskra
kvenna og áherslur á jafnréttismál hjá þessum stofnunum á tímabilinu 1995 til
2006 en einnig mun hún fjalla um íslenskar konur í friðargæslu. Fyrirlesturinn
hefst klukkan 12 í dag í sal 4, kjallara Háskólabíós.
■ Erindi:
Íslenskar konur og alþjóðastofnanir
Nemendur í frönskunámi Alliance Française á Íslandi fá nú að læra
frönsku eins og þeir væru staddir í París. Notast er við nýtt kennslu-
forrit sem blandar saman hóptímum, fjarnámi og einkatímum.
Nemendur nota forritið og framhaldssögu á mynddisk til að læra
frönskuna eins og þeir væru í París, sem gerir námið líflegt og
skemmtilegt, segir í tilkynningu frá Alliance Française. Námskeiðin
eru sérstaklega talin henta þeim sem hyggjast ferðast um Frakk-
land eða frönskumælandi lönd í fríinu. Um er að ræða sex vikna
námskeið sem hefst 28. apríl.
■ Nýung í frönskunámskeiðum:
Frönskunám í París í gegnum tölvuna
Hafnarfjörður Nemendur Flensborgarskólans í
Hafnarfirði tóku viðtal við spænsku leikkonuna
Elenu Anaya fyrir þáttinn „Silenci?“ sem sýndur er á
sjónvarpsstöðinni TV3, ríkissjónvarpi Katalóníuhéraðs
á Spáni, þegar hún var nýlega hér á landi vegna upp-
setningar á Kommúnunni í Borgarleikhúsinu.
„Silenci?“ hefur verið í loftinu í sjö ár og er talinn
vera aðalþátturinn í Katalóníu sem fjallar um tónlist,
menningu og dægurmenningu ungs fólks.
Elena er meðal annars þekkt fyrir leik í kvikmyndinni
Van Helsing.
■ Nemendur Flensborgarskóla:
Tóku spænskt sjónvarpsviðtal
Haukur Sigurjónsson stundar meistaranám í
stafrænni miðlun við Metropolitan University
í London. Áður hafði hann lokið BA-námi í
sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur
lengi haft mikinn áhuga á tölvum og það var
ein helsta ástæða þess að hann ákvað að
leggja fyrir sig stafræna miðlun. „Námið sem
ég er í snýst um miðlun á starfrænu formi af
flestum toga, hvort sem um er að ræða fyrir
sjónvarp, vefsíður, tölvuleiki og svo mætti
lengi telja. Hér ægir saman fólki úr hinum
ýmsu geirum, svo sem fólki úr listasögu,
fólki sem vinnur á söfnum og í tölvuleikja-
geiranum, blaðamönnum, og ótalmörgum
fleiri.“
Haukur hefur að mestu leyti einbeitt sér
að ýmsum verkefnum varðandi tölvuleiki í
náminu og hefur meðal annars setið kúrsa í
þrívíddargrafík og tölvuleikjahönnun. Mestan
áhuga hefur hann þó á
sagnfræði í tölvuleikjum
og notkun tölvuleikja við
kennslu, og vinnur nú
að meistararitgerð um
þau efni. „Ég notast við
tölvuleikinn Medieval II:
Total War þar sem sögu-
sviðið er miðaldirnar, og
er að rannsaka hvort þeir
sem spila leikinn læri
sögu á meðan þeir leika
sér eða leiti sér jafnvel
þekkingar í kjölfarið.
Margt bendir til þess að
mikil tenging sé þarna á
milli. Einn viðmælandi
minn orðaði það þannig
að eftir að hann kynntist
leiknum eyddi hann allt of
miklu af dýrmætum tíma á
netinu í að lesa sér til um
sagnfræði meðan hann
gæti verið að leika sér í
tölvuleik.“
Haukur býr ásamt
eiginkonu og dóttur í
hverfinu Alexandra Park í
London. Hann útskrifast
með meistaragráðu í vor
en hefur ekki ákveðið hvað
tekur við að loknu námi.
„Núna ætla ég að einbeita
mér að því að klára rit-
gerðina og svo sjáum við
hvað setur. Það kemst fátt
annað að í augnablikinu,“
segir Haukur og hlær.
NEMANDINN: HAUKUR SIGURJÓNSSON, NEMI Í STAFRÆNNI MIÐLUN Í LONDON
Kannar sagnfræði tölvuleikja
Kjarni málsins
> Fjöldi 19 ára ungmenna í námi árið 2006.
Áhugi fólks á þjóðfræði
hefur vaxið mikið á síðustu
árum. Það sést ef til vill
best á því að á síðasta ári
tvöfaldaðist fjöldi nýnema
í þjóðfræðiskor Háskóla
Íslands.
Óli Gneisti Sóleyjarson, meistara-
nemi í þjóðfræði, segist ekki undr-
ast aukinn áhuga á fræðunum.
Fólk sé einfaldlega að átta sig á
því hve þjóðfræðin spannar vítt
svið mannlífs og fræða. Auk þess
segir hann háskólanámið í þjóð-
fræði hér á landi með því besta
sem gerist í veröldinni.
Óli segir breiddina á þeim við-
fangsefnum sem tekin eru fyrir
innan þjóðfræðinnar ef til vill
kristallast vel í því að í upphafi
hugðist hann skrifa meistararit-
gerð sína um munnlega hefð í guð-
spjöllum Nýja testamentisins. Að
lokum kúventist hann þó í verk-
efnavali og ákvað að skrifa um
samfélagið sem byggst hefur upp
í kringum tölvuleikinn Eve
Online.
„Maður er alltaf að komast
betur að því hve þjóðfræðin er
allt í kringum okkur,“ segir Óli og
bendir á að tæknin hafi síst orðið
til þess að draga máttinn úr
útbreiðslu flökkusagna í samfé-
laginu. Gott dæmi um það sé til
dæmis listi sem nú gengur á net-
inu og sagt er að sýni þau nöfn
sem mannanafnanefnd hafi sam-
þykkt nýlega. Flest séu þetta
gömul nöfn sem leyfð eru út af
hefð. Þau hafi svo verið sett
saman við önnur sérkennileg nöfn
og úr verður skemmtileg en
ósmekkleg blanda en það tvennt
hefur löngum þótt kjörið hráefni í
góða sögu. „Þetta hefur byrjað
sem brandari en fólk hefur svo
byrjað að taka þessu sem sann-
leika,“ segir Óli. Hann útskýrir
því næst að þegar flökkusögur
komast á kreik sé algengt að fólk
viti undir niðri að líklega sé sagan
ekki sönn. Hún sé þó svo skemmti-
leg að vert þyki að segja hana
öðrum undir því yfirskyni að eitt-
hvert sannleikskorn leynist hugs-
anlega í frásögninni.
Ingibjörg Hanna Björnsdóttir
er nú að ljúka BA-ritgerð um
sjálfsmynd Íslendinga, þjóðernis-
hugmyndir þeirra, hefðina og
hvort og hvernig þetta birtist í
íslenskri fatahönnun. Hún skellir
upp úr þegar hún er spurð hvort
þjóðfræðinni sé ekkert óviðkom-
andi og útskýrir að svo virðist
ekki vera. Í einum tíma sé til
dæmis rætt um munnlega hefð og
Eddu-kvæði en í næsta sé svo
fjallað um graffití-list og brand-
ara úr samtímanum.
„Ætli ástæðan fyrir þeirri upp-
sveiflu sem verið hefur í náminu
sé ekki mikið til sprottin af því að
hér geta allir fundið viðfangsefni
við sitt hæfi,“ segir hún en bætir
við að enn sé þó mikil nánd meðal
nema við skorina þótt fjölgað hafi
í henni. karen@frettabladid.is
Um álfa, guði, manna-
nefnanefnd og graffití
RÚM FYRIR ALLA Ingibjörg og Óli segja að innan þjóðfræðinnar sé fólk sem trúi á
álfa, herskáir guðleysingjar, ásatrúarfólk og allt þar á milli. Þjóðfræðin spanni svo vítt
svið að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi og því ekki að undra þótt nemendum
hafi fjölgað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HEKLA Laugavegi 172-174 · Sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is · Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranes · Ísafjörður · Reyðarfjörður · Reykjanesbær · Selfoss
EF ÞÚ KEMST EKKI HRINGINN
Á EINUM TANKI
ÞÁ ERTU Á RÖNGUM BÍL.
SIMPLY CLEVER