Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 22

Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 22
22 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 188 1999 2002 2005 2008 160 124 141 Kílóið af banönum kostaði 98 krónur í verðkönnun ASÍ sem birt var nýlega en á kassakvittun, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, má sjá að kílóið af banönum kostaði 198 krónur kílóið í Bónus, Smiðjuvegi í lok mars. Henný Hinz, hagfræðingur hjá Verðlagseftirliti ASÍ, segir að Bónus og Krónan bjóði oftast upp á tvær tegundir af banönum, aðra dýrari og hina ódýrari. Dýra bananategundin kosti um 200 krónur kílóið en sú ódýrari um 100 krónur kílóið. Henný segir að verðlags- eftirlitið taki alltaf niður verðið á ódýrari tegundinni ef hún er til í viðkomandi búð þegar verðkönnun er gerð. Það sé skýringin á verðmuninum í Bónus. ■ Bananar í Bónus Verðmunur eftir tegundum Almenningi gefst næstu fjórar helgar kostur á að sækja námskeið í sparakstri í boði Volkswagen og Heklu. Kennarar námskeiðanna fullyrða að algengt sé að eldsneytiseyðsla fólks minnki um 10-15 prósent tileinki fólk sér það aksturslag sem kennt er og munar um minna eftir síðustu hækkanir á eldsneytisverði. Um er að ræða tveggja tíma námskeið, blöndu af bóklegri og verklegri fræðslu, en námskeiðin eru haldin í samráði við Félag ökukennara. Aðgangur að námskeiðunum er ókeypis og fara þau fram í Heklu-húsinu við Laugaveg. Skráning er hafin á www. volksvagen.is og er að verða fullt á fyrstu námskeiðin. ■ Sparnaður Hekla kennir bensínsparnað Síðustu dagarnir fyrir sum- ardaginn fyrsta eru mesti annatími reiðhjólaverk- stæða. Fréttablaðið talaði við starfsmenn þriggja þeirra og komst að því að algengt er að hjól séu látin standa úti yfir veturinn og best sé að panta tíma á verkstæði í tæka tíð. Algengast er að reiðhjól þarfnist viðgerðar sökum þess að þau hafi verið látin standa úti við yfir vet- urinn. Sérfræðingar í hjólavið- gerðum mæla eindregið með því að finna hjólunum þurran og hlýj- an geymslustað yfir vetrarmánuð- ina og ekki skemmi fyrir ef hægt sé að breiða yfir hjólin til aukinnar verndar. Að sögn Árna Traustasonar hjá reiðhjólaversluninni Markinu í Ármúla kemur fólk á verkstæði þeirra með hjól í ýmiss konar ástandi: „Langoftast er einungis þörf á smávægilegum viðgerðum, til dæmis að skipta um keðju og tannhjól, endurstilla gíra og setja nýja barka, víra og bremsuklossa í hjólin. En það kemur líka fyrir að það sé hreinlega allt að hjólunum sem við fáum hingað inn. Slíkt er algengast ef hjólin hafa verið geymd úti yfir veturinn.“ Síðustu dagarnir fyrir sumar- daginn fyrsta eru mesti annatími ársins hjá reiðhjólaverslunum og -verkstæðum. Biðlistinn eftir tíma í viðgerð hjá verkstæði Marksins er um það bil ein og hálf vika, en Markið setur hjól sem keypt eru í verslun þeirra í for- gang. Örninn í Skeifunni hefur engan slíkan forgang á viðgerðum. Ragn- ar Ingólfsson verslunarstjóri segir starfsmenn sína vinna hörð- um höndum við að reyna að stytta biðtímann á verkstæðinu, en hann er nú tveggja til þriggja vikna langur. „Allir vilja geta byrjað að hjóla á sumardaginn fyrsta og það er erfitt að anna öllu, en þessa dagana vinnum við mikla yfir- vinnu til að reyna að þjónusta við- skiptavini okkar sem best.“ Í Borgarhjólum við Hverfisgötu er aldrei biðlisti: „Hjól sem koma til okkar í dag verða tilbúin á morgun. Við vinnum yfirvinnu og helgarvinnu til að tryggja það,“ segir Magnús Örn Óskarsson starfsmaður. Erfitt er að segja til um kostnað við yfirhalningu hjóla enda afar mismunandi hversu mikillar við- gerðar er þörf. Almennt má þó gera ráð fyrir að fólk sleppi með um það bil tvö til sex þúsund króna reikning, nema þeim mun meira sé að hjólinu. kjartan@frettabladid.is Þarf að panta viðgerð í tíma Komin er á markað erlendis tækni sem gerir fólki kleift að horfa á allar þær sjónvarpsstöðvar sem það hefur heima hjá sér hvar sem er í heiminum. Slingbox frá Slingmedia er tæki sem tengist myndlykli heimilisins og þaðan í beini. Sérstökum hugbúnaði er hlaðið niður og að því loknu er hægt að horfa á sjónvarpið hvar sem er í heiminum, hvort sem er í gegnum tölvu eða síma, og flakkað á milli sjónvarpsstöðva rétt eins og gert er með fjarstýringuna heima í stofu. Líklegt verður að teljast að þessi nýja tækni sé hvalreki á fjörur margra, til dæmis óforbetranlegra íþróttafíkla sem geta ekki hugsað sér að skella sér í sumarfrí af ótta við að missa af leik með liðinu sínu. Þannig var einmitt ástatt fyrir bræðrunum Blake og Jason Krikorian, stofnendum Slingmedia, en hugmyndin að Slingbox kviknaði fyrir nokkrum árum þegar þeir bræður þurftu að bregða sér af bæ og áttu erfitt með að sætta sig við að missa af nokkrum leikjum með hafnaboltaliðinu San Francisco Giants á meðan þeir yrðu í burtu. Ekki er enn vitað hvenær þessi tækni verður fáanleg hér á landi en þess er væntan- lega ekki langt að bíða. ■ Ný sjónvarpstækni ryður sér til rúms: Sjónvarpsfíklar komast í feitt Útgjöldin > Verð á kílói af hvítkáli, í febrúarmánuði hvers árs. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Bestu og verstu kaup Víkings Kristjánssonar leikara tengjast hvort tveggja flugi, þó með ólíkum hætti. „Ætli mín verstu kaup séu ekki ferðataska sem ég keypti í London,“ segir hann. „Þetta voru kjarakaup, hún kostaði ekki nema tíu eða fimmtán pund. En svo kom á daginn að taskan var níð- þung og slagaði hátt í yfirvigt ein og sér. Það var því engan veginn hagkvæmt að fljúga á milli landa með þennan hlunk; henni var því bara hent inn í geymslu og dúsir þar enn. Hún hentar reyndar vel til að geyma ýmsa hluti í en meiri not hef ég ekki fyrir hana.“ Víkingur er nægjusamur maður og ekki mikið fyrir að sanka að sér hlutum en segir að bestu kaupin geri hann í hvert sinn sem hann kaupir sér flugmiða til útlanda. „Ég er mikið á faraldsfæti, hef bæði farið til Þýsklands og Spánar það sem af er ári og er á leiðinni til London. Vissulega tæki ég því fagnandi ef flugfélögin biðu upp á aðeins lægra verð, en maður lætur sig hafa það. Það er þess virði.“ NEYTANDINN: VÍKINGUR KRISTJÁNSSON LEIKARI Níðþung ferðataska og flug út ■ Haukur Ingvarsson, útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu, viðurkennir að hann lumi á fáum húsráðum. Hins vegar þyki honum ein regla ávallt eiga að vera í hávegum höfð á hverju heimili. „Mitt húsráð er að geyma eldfæri ávallt þar sem börn og dýr ná ekki til,“ segir Haukur þegar hann er kraf- inn um góð ráð sem geta nýst öllum vel í húshaldi. „Að eldfæri séu á góðum stað á alltaf vel við og eru orð í tíma töluð,“ segir hann og ekki ætti að vera erfitt að fara eftir þeim ráðleggingum. GÓÐ HÚSRÁÐ ELDFÆRI Á GÓÐUM STAÐ ÞJÓNUSTA Magnús Örn Óskarsson hjá Borgarhjólum segist tryggja það að þau hjól sem þau taki í viðgerð í dag verði tilbúin á morgun, þótt yfir- og helgarvinnu þurfi til. ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR TÆMUM BÚÐIRNAR 40% EKKERT UNDIR AFSLÆTTI MÆTIÐ Á STAÐINN ÁÐUR EN ALLT KLÁRAST GILDIR Í VERSLUNUM OKKAR Í KRINGLUNNI OG SMÁRALIND

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.