Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 28
28 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Mörg undangengin ár hef ég hér og víðar vakið máls á auknum ójöfnuði í skiptingu auðs og tekna á Íslandi, og það hafa aðrir einnig gert, þar á meðal Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur og Stefán Ólafsson prófessor. Hagstofa Íslands hefur ekki hirt um að kortleggja tekjuskiptinguna og þróun hennar þrátt fyrir ítrekað- ar áskoranir úr ýmsum áttum og skýrar fyrirmyndir frá hagstof- um annars staðar um Norðurlönd. Ríkisskattstjóraembættið hljóp í skarðið og lagði fram tölur um tekjuskiptingu fyrir árin 1993- 2005. Tölur ríkisskattstjóra sýna, að Gini-stuðullinn, sem er algengur mælikvarði á misskiptingu tekna, hækkaði úr 21 í 36 frá 1993 til 2005, eða um eitt stig á ári að jafnaði og ríflega það. Hér er miðað við ráðstöfunartekjur hjóna, það er að segja heildartekj- ur hjóna að greiddum sköttum og þegnum bótum, svo að tekjujöfn- unaráhrif skatta- og velferðar- kerfisins eru tekin með í reikn- inginn eins og vera ber. Gini-stuðullinn nær frá núlli, ef allir hafa sömu tekjur (fullur jöfnuður), upp í hundrað, ef allar tekjur falla einum manni í skaut (fullkominn ójöfnuður). Tíu stiga munur á Gini-kvarðann svarar til munarins á ójöfnuði tekjuskipt- ingar í Noregi (26) og Bretlandi (36); það er umtalsverður munur. Tekjuskiptingin á Norðurlöndum er býsna jöfn á heimsvísu, mun jafnari en í Bretlandi og Banda- ríkjunum (41, segja Sameinuðu þjóðirnar; Bandaríska leyniþjón- ustan CIA segir 45). Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð eru öll á bilinu 25 til 27. Nú hefur ríkisskattstjóri sent frá sér nýrri tölur um Ísland. Þær sýna, að ójöfnuður hélt áfram að ágerast frá 2005 til 2006: Gini- stuðullinn hækkaði úr 36 í 37. Ísland er komið upp fyrir Bretland. Ríkisstjórnin þrætti ásamt erindrekum sínum fyrir opinberar tölur ríkisskattstjóra fyrir kosningarnar í fyrra, og hafði forsætisráðherra þó sjálfur lagt sömu upplýsingar fram á Alþingi. Tvær skýringar Hvernig gat þetta gerzt? Tvær skýringar virðast líklegar. Misskiptingin í kringum kvóta- kerfið, sem brýtur gegn stjórnar- skránni og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna eins og nú er komið í ljós, sljóvgaði svo siðvitund ríkjandi afla í stjórn- málaflokkunum, að þau hættu að sjást fyrir. Spillingin og græðgin undu svo upp á sig, að stjórnmálamenn tóku að skammta sjálfum sér auð og embætti langt út yfir áður viðurkennd velsæmismörk, og tók steininn úr, þegar fáeinir framsóknarmenn slógu eign sinni á Búnaðarbankann og formaður Sjálfstæðisflokksins, þrotinn að kröftum, tók sér sæti í banka- stjórn Seðlabankans og lét umsvifalaust hækka launin sín þar upp fyrir laun forseta Íslands ofan á sérsaumuð eftirlaunalög. Framsóknarflokkurinn fékk að finna til tevatnsins í kosningun- um í fyrra og missti þá svo sem við var að búast nær helminginn af fyrra kjörfylgi sínu. Sjálfstæð- isflokkurinn fékk frest. Hin skýringin er sú, að hnattvæðing undangenginna ára hefur einnig sums staðar annars staðar leitt til aukins ójafnaðar, einkum í Bandaríkjunum, en þó í minni mæli en hér heima. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sótt ýmsar fyrirmyndir sínar til bandarískra repúblikana, þar á meðal hugmyndina um skatta- lækkun sem allra meina bót. Skattalækkunin var að vísu bundin við hátekjuhópa og hélzt í hendur við aukin ríkisumsvif í báðum löndum og aukinn ójöfnuð. Misskiptingin var skipulögð. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 1995-2007 létti skattbyrði hátekjufólks með því að lækka fjármagnstekjuskatta langt niður fyrir skatta af vinnutekjum, og hún þjarmaði samtímis að láglaunafólki með því að leyfa frítekjumarkinu að síga neðar og neðar að raungildi, svo að skattbyrði fátæks fólks þyngdist. Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) tekur undir þessa lýsingu og hnykkir á þætti ríkisins, sem þyngdi skattbyrði heimila með lágar tekjur til að fjármagna skattalækkun handa auðmönnum. Viðurkenning í verki Umræðan um aukinn ójöfnuð hefur skilað árangri. Til að greiða fyrir kjarasamningum lofaði ríkisstjórnin að hækka frítekju- markið næstu þrjú ár um 20.000 krónur umfram verðtryggingu til að létta skattbyrði fátæks fólks. Þetta dugir að vísu ekki til að bæta fyrir lækkun fyrri ára. Því er borið við, að ríflegri leiðrétting frítekjumarksins myndi kosta ríkissjóð of mikið fé. Viðbáran ber með sér, að jafnvægið í ríkisbúskapnum síðustu ár hefur hvílt á skatt- greiðslum láglaunahópa. Léttari skattbyrði hátekjufólks hefur að þessu marki verið fjármögnuð með skattlagningu fátæks fólks. Ójöfnuður í skiptingu ráðstöfun- artekna milli heimila hlaut að ágerast eftir því. Hrói Höttur fengi flog Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Aukinn ójöfnuður UMRÆÐAN Löggæslumál Ef lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæð-inu hefði rétt fyrir sér um að bæjar- stjórinn í Kópavogi „kastaði rýrð“ á störf lögreglunnar, bæði bæjarstjórinn í Kópavogi varla lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um aukna þjónustu. Samt heldur lögreglustjórinn þessu fram í samtali við blaðamann Fréttablaðsins. Lögreglan í Kópavogi vinnur þarft og gott starf og leysir það vel af hendi. Það fer ekki á milli mála. Þess vegna leggjast bæjaryfirvöld í Kópavogi gegn þeirri ákvörðun að loka lögreglustöð- inni í bænum um nætur og helgar í sparnaðarskyni. Það vill svo til að sjónarmið bæjaryfirvalda eiga sér málsvara innan lögreglunnar líka. Ég varaði við því að sameining lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu gæti leitt til skertrar þjónustu við íbúana. Samkvæmt mínum upplýsingum hefur lögreglumönnum á hverri vakt fækkað úr 29 að meðaltali í 20. Lágmarksfjöldi átti þó að vera 24. Lögreglubílar eru sjaldnar á ferli í bænum en áður en mælingar sýna því miður að verkefnin eru ærin. Mikið öryggi er í því fólgið að hafa lögreglustöðina í bænum opna allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Þá eiga íbúarnir hægt um vik með að leita til hennar þegar á þarf að halda auk þess sem fælingarmáttur opinnar lögreglustöðvar er mun meiri en lokaðrar. Meiri sérfræðingur en ég á þessu sviði birtist vopnaður kúbeini í blaðaviðtali og sagðist sjálfur hafa snúið baki við glæpum en hvatti lögregluna til að hafa opið á háannatíma þjófa og ræningja, nefnilega á kvöldin og nóttinni. Fyrir mánuði lét bæjarráð Kópavogs senda lögreglustjóranum á höfuðborgar- svæðinu bókun þar sem tekið var undir með honum að löggæslan hefði verið efld í byrjun ársins 2007. Við það hefði öryggi og öryggistilfinning íbúa Kópavogs aukist eins og til stóð, enda hefði því verið komið skilmerkilega á framfæri að lögreglustöðin væri opin allan sólarhringinn. Til að viðhalda þeim góða árangri óska bæjaryfirvöld í Kópavogi eftir að lögreglan endurskoði þá ákvörðun að loka lögreglustöðinni í Kópavogi frá kl. 23.00 á kvöldin til 07.00 á morgnana. Með þessu er alls ekki kastað rýrð á þau góðu störf sem lögreglan í Kópavogi vinnur. Öðru nær. Við viljum fá að njóta þeirra sem mest. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Auglýst eftir fælingarmætti GUNNAR I. BIRGISSON E ftirmál síðustu vaxtahækkunar Seðlabankans hafa aðal- lega verið tvenns konar: Annars vegar birtast þau í kröf- um úr ýmsum áttum um nýja yfirstjórn bankans. Hins vegar í eins konar uppreisnaráformum atvinnulífsins um einhliða innleiðingu evru um bakdyrnar. Hvort tveggja má að sjálfsögðu ræða. Viðfangsefnin sem brýnast er að glíma við lúta hins vegar að öðru. Vaxtahækkunin sjálf var eðlilega umdeild. Þrennt annað sem fram kom af hálfu Seðlabankans í tengslum við kynningu á henni vekur þó enn frekar upp spurningar um framhaldið bæði til skemmri og lengri tíma. Í fyrsta lagi mátti skilja yfirlýsingar bankastjórnarinnar á þann veg að hún vildi ýta út af borðinu þeim boðskap sem forsætisráð- herrann flutti á ársfundi bankans og greinilega hafði jákvæð áhrif á fjármálamarkaðinn. Ekki er víst að það hafi verið ætlunin. En af viðbrögðum mátti merkja að menn væru ekki vissir um að Seðla- bankinn og ríkisstjórnin gengju í takt. Tilfinningin ein getur haft sömu áhrif og veruleiki í slíku samhengi. Þessari óvissu verður ekki eytt með orðum. Það sem gildir í því efni er að ríkisstjórnin dragi ekki að koma í framkvæmd þeirri skynsamlegu stefnumörkun sem forsætisráðherra mælti fyrir og miðaði að því að auðvelda bönkunum að takast á við erlenda láns- fjárkreppu. Tímasetningar athafna í tilvikum sem þessum eru vandasamar. Vera má að yfirlýsingar bankastjórnarinnar hafi vilj- andi eða óviljandi leitt til þess að hafa þurfi hraðari hendur um þetta en áformað var. Í annan stað má ráða af rökstuðningi Seðlabankans fyrir vaxta- hækkuninni að hann sjái ekki önnur ráð til að halda niðri verðbólgu en að hækka vexti í þeim tilgangi að fá erlenda spákaupmenn til að draga upp gengi krónunnar á ný. Það gæti vitaskuld haft jákvæð áhrif á innflutningsverð um stund. Til lengri tíma yrði þetta hins vegar endurtekning á sömu hringekjunni. Efnahagslegt jafnvægi og lág verðbólga getur ekki til frambúð- ar byggst á vaxtagreiðslum til erlendra spákaupmanna. Jafnvæg- ið hlýtur að ráðast af jöfnuði í viðskiptum við útlönd með aukinni verðmætasköpun í landinu. Reiknilíkan bankans hefur það sem af er þessari öld sýnt verðbólgumarkmiðið innan seilingar jafn oft og vaxtaákvarðanir hafa verið tilkynntar. Jafn oft hefur það brugðist og er engu raunhæfara nú en áður. Í þriðja lagi er á það að horfa að nú eru tvö ár síðan aðalhagfræð- ingur Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu með skýrum rökum að ávinningurinn af sjálfstæðri krónu á opnum fjármálamarkaði væri minni en enginn. Í greinargerð bankans með vaxtahækkuninni nú er engin tilraun gerð til þess að horfast í augu við þetta alvarlega álitaefni. Með öðrum orðum: Bankanum hefur ekki tekist að sýna fram á að ná megi varanlegum stöðugleika með íslenskri krónu. Eins og mál blasa við er meira virði að þessi áleitnu viðfangs- efni verði skýrð og leidd til lykta áður en orku verður eytt í skipu- lagsbreytingar á yfirstjórn Seðlabankans. Fyrst þarf samstöðu um trúverðuga peningamálastefnu og framkvæmd þeirra áforma sem þegar hefur verið lagt upp með af hálfu ríkisstjórnarinnar. Eins er með Samtök atvinnulífsins. Mikilvægara er að þau sam- eini kraftana til að styrkja umræðuna um upptöku evru á þeim eina grundvelli sem getur skapað tiltrú. Við þurfum ekki nýjar óvissu- tilraunir. Samstarf samtaka atvinnufyrirtækja og launafólks gæti svo hugsanlega reist á þessu sviði mikilvægan vegvísi að varanlegri stöðugleika. Eitt er brýnna en annað. Eftirmál ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Átök Reykjavík er smám saman að breytast í eitt allsherjar átakasvæði; varla nokk- uð gert nema það sé liður í sérstöku átaki, eða „aðgerðaáætlun“, og undir grípandi slagorði. Sem dæmi má nefna Greiðar götur, Hlemm plús, 1, 2 og Reykjavík, Grænu skrefin, Betra loft fyrir alla og Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík. Nú ætlar borgin að hlaupa undir bagga með foreldrum sem bíða eftir leikskólaplássi undir yfirskriftinni Borgarbörn og malbika hjólreiðastíg undir nafninu Göngum meira, hjól- um lengra. Fróðlegt verður að sjá hvaða mergjaða nafngift verður fyrir valinu þegar borgin ákveður að taka holræsakerfið í gegn. Guðmundur hættir Guðmundur Steingrímsson, vara- þingmaður Samfylkingarinnar, hættir sem upplýsingarfulltrúi Vegagerðar- innar í næstu viku eftir stutta viðdvöl. Hann var ráðinn í starfið tímabundið fyrir tveimur vikum í veikindaleyfi Jóhannesar Tómassonar upplýsinga- fulltrúa. Jóhannes er nú óðum að braggast og væntanlegur aftur til starfa innan skamms. Hvar er Svandís? Hvar er Svandís Svavarsdóttir? spyrja áhugamenn um borgarpólitík en lítið hefur farið fyrir oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn und- anfarið. Ekki er langt síðan Svandís var mjög áberandi í borgarpólitíkinni. Í kjölfar skýrslu REI-nefndarinnar sem Svandís fór fyrir var hún jafnvel nefnd sem líklegur arftaki Steingríms J. Sigfússon- ar. Nú er það Þorleifur Gunnlaugsson sem lætur að sér kveða og talar fyrir hönd Vinstri grænna í borginni, síðast um málefni Fríkirkjuvegs 11 og Hallargarðsins, en furðulítið spyrst til Svandísar. bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.