Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 31

Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 31
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Albert Hauksson, nemandi í MS og tónlistar- stjóri söngleiksins Stjörnustríðs, fer ekki leynt með fataáhuga sinn og er af samnemendum talinn smekkmaður. „Þessa dagana á ég mér uppáhaldsbuxur og -jakka úr Sautján. Þetta eru svartar Nudie-gallabuxur úr þurru gallaefni eða „dry denim“. Þær eru þröngar, með mjög spes áferð og lagast vel að manni. Jakkinn er síðan grár með svörtum kraga. Hann er töff og sígild- ur og hentar vel á djammið,“ segir Albert Hauksson sem er einn þeirra fjölmörgu sem taka þátt í upp- færslu Menntaskólans við Sund á söngleiknum Stjörnustríði. Lára Heimisdóttir, formaður leikfélags Mennta- skólans við Sund, gaukaði því að blaðamanni að Albert væri smekkmaður þegar kæmi að fatavali. Inntur eftir því hlær hann við og segist ekki geta þrætt fyrir fataáhugann. „Ég er með frekar einfald- an og stílhreinan fatasmekk en á það þó til að fara í skærar og skemmtilegar flíkur. Ég hef líka aðeins verið að fikta við að gera mín eigin föt og hef hannað boli sem ég stensla sjálfur á,“ segir hann og nefnir boli með myndum af vinum sínum sem dæmi. Albert, sem stundar klassískt píanónám, útsetur lögin í Stjörnustríði og sér um öll hljóð í sýningunni. Hún hefur gengið vonum framar og verða aukasýn- ingar í Austurbæ á föstudag og laugardag. vera@frettabladid.is Yfirleitt fínn í tauinu Albert í sígildum jakka sem hann notar mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÞJÓÐLEG HÖNNUN Gullsmiðurinn Helga Ósk Einars- dóttir hannar meðal annars hálsmen úr víravirki, en eitt slíkt er nú í eigu Condol- eezzu Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. TÍSKA 2 ÚRSLIT Í DAG Tíu grunnskólar keppa til úr- slita í dag í hinni geysivinsælu Skólahreysti. Undirbúningur fyrir keppnina hefur undan- farin þrjú ár orðið stór þáttur í íþróttakennslu grunnskóla. HEILSA 5 B A C K U P B O X H JÓ LA G R IN D U R T O P P B O G A R www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur | Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður Draupnisgata 1, 600 Akureyri | Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Upplifðu Ísland með THULE ferðavörum. Margvíslegar lausnir fyrir mismunandi þarfir. Allar upplýsingar um ferðaboxin er að finna á vef Stillingar www.stilling.is Allar upplýsingar um ferðaboxin er að finna á vef Stillingar www.stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur | Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður Draupnisgata 1, 600 Akureyri | Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Upplifðu Ísland með THULE ferðavörum. Margvísl r lausnir fyrir ismunandi þarfir. TH U LE TO PP B O GA R TH U LE HJ Ó LA GR IN DU R TH U LE BA CK U P BO X

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.