Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 32
[ ]
Þjóðlegt og undurfagurt háls-
men úr víravirki eftir Helgu
Ósk Einarsdóttur er nú í eigu
Condoleezzu Rice, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna.
Menið var gjöf frá utanríkis-
ráðherra Íslands, Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur, á fundi
þeirra tveggja á dögunum.
Samkvæmt upplýsingum úr utan-
ríkisráðuneytinu var hálsmen úr
línunni Millu eftir Helgu Ósk Ein-
arsdóttur valið vegna fegurðar
þess, langrar hefðar víravirkis í
íslenskum þjóðbúningum og því
hversu táknrænt það er, með vísan
til heimskringlunnar. „Þú munt
örugglega sjá mig með þetta men
opinberlega,“ sagði Rice himinlif-
andi við íslenska starfssystur sína.
„Pétri Breiðfjörð, gullsmíða-
meistara mínum, fannst mikilvægt
að ég lærði smíði víravirkis og frá
því ég útskrifaðist sem gullsmiður
1995 hefur stór hluti gullsmíða-
vinnu minnar farið í íslenska víra-
virkið,“ segir Helga Ósk sem nú er
ein fárra gullsmiða af yngri kyn-
slóðinni sem hefur kunnáttu til
smíði búningasilfurs.
„Ég verð Pétri ævinlega þakklát
að hafa hvatt mig til að læra gamla
handverkið, en eftir að hafa smíð-
að búningasilfur árum saman datt
mér í hug að nota það í nýtísku-
legra skart, án þess að það væri
bundið við búninga. Víst hafði allt-
af verið til ein og ein næla eða arm-
band úr skrínum eldri kvenna, en
óttalegar lummur, fannst mér, og
úr takti við nútímann,“ segir Helga
þar sem hún teygar í sig angan af
nýslegnu grasi inn um glugga einn-
ar af lestum Kaupmannahafnar á
leið heim til bús og barna eftir
annasaman dag í skólanum.
„Mig langaði að bæta við mig
skartgripahönnun og hélt utan til
náms í Danmörku með fjölskyld-
una í fyrrasumar. Ég kann óskap-
lega vel við mig, enda alltaf stefnt
að því að geta unnið hvar sem er í
heiminum og þetta er fyrsti vísir
að því. Ég er heppin að hafa afnot
af aðstöðu í skólanum til eigin
smíða, en oft tek ég vinnu með mér
heim líka og sit við að þræða inn í
víraverkið á kvöldin,“ segir Helga
Ósk, sem fyrir þremur árum hóf að
hanna eigin skartgripalínu úr víra-
virki, með tilvísun í munstur úr
íslenskri þjóðbúningahefð.
„Ég smíða hálsmen, hringa,
eyrnalokka og armbönd í mismun-
andi útfærslum. Það geri ég hérna
úti og sendi heim því ég sel skartið
í þremur verslunum á Íslandi.
Blaðamenn erlendis hafa reglulega
samband og ég hef tekið þátt í sýn-
ingum ytra og alltaf fengið mjög
góðar viðtökur, en almennt þykir
vinnan og sagan á bak við víravirk-
ið afar merkileg,“ segir Helga Ósk,
en nálgast má víravirki hennar í
Kraumi í Aðalstræti og galleríum
Hótels Hilton og Hótels Loftleiða.
„Í sumar kem ég með nýja línu
og svo er ég á fullu að smíða margt
fallegt sem er óviðkomandi víra-
virkinu. Skólinn hefur opnað mér
nýjar víddir og nú smíða ég einnig
stóra skartgripi sem ég hefði ekki
trúað upp á mig áður,“ segir Helga
Ósk, hláturmild og hamingjusöm í
danska vorinu. thordis@frettabladid.is
Íslensk heimskringla
Helga Ósk Einarsdóttir gullsmiður í skólastofu TKS í Kaupmannahöfn, en þar leggur
hún stund á skartgripahönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Sólgleraugu eru fylgihlutur sem þarf að fara
að huga að. Á sólríkum sumardögum eru það flott
sólgleraugu sem fullkomna útlitið.
Hálsmen líkt því sem Condoleezza Rice fékk
að gjöf frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, úr
skartgripalínunni Milla; sjá www.milla.is.
Laugaveg 54,
sími: 552 5201
stærðir: 36 - 48
NÝJAR VÖRUR
Skólavörðustígur 2.
Sími: 445-2020
www.birna.net
annonce1 02.03.08 .indd 1 4/2/08 4:04:34 PM
FLOTT FÖT
www.vefta.is
s: 557 2010
Vefta
Tískuföt Hólagarði