Fréttablaðið - 17.04.2008, Page 38

Fréttablaðið - 17.04.2008, Page 38
 17. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● vinnuvélar „The Dancing Diggers“ frá JCB sýndi danskunáttu sína fyrir afmælisgesti við mikla hrifningu. Margt var um manninn á afmælishátíð Vélavers og nutu gestir þess að skoða full- komnustu gerðir JCB-vinnuvéla í sýningarsal. Hér mjakar Grímur Grétarsson sér ofan af vörubílspalli á beltagröfu, án utanað- komandi hjálpar. Traktorsgröfum JCB er greinilega ýmislegt til lista lagt, utan kröftugrar vinnugetu. MYNDIR/JÓN STEINAR JÓNSSON Hún var ævintýri líkust, afmælishátíð Vélavers, í tilefni þess að nú eru liðin 45 ár síðan fyrstu JCB- vinnuvélarnar voru fluttar til landsins. Á þriðja hundrað gestum var boðið til veglegrar af- mælisveislu í glæsilegum húsakynnum Vélavers að Krókhálsi föstudaginn 4. apríl, en alls voru tuttugu JCB-vinnuvélar þeim mörgu góðu gestum til sýnis sem sáu sér fært að halda daginn hátíðlegan með starfsfólki Vélavers og fulltrúum JCB-vinnuvéla- framleiðandans. Boðið var upp á dýrindis veitingar og tónlistar- atriði, en auk þess kom sérstaklega til landsins „The Dancing Diggers“ frá JCB til að sýna gestum sýningaratriði sitt á þremur JCB-traktorsgröfum á bílaplaninu fyrir utan húsið, og þótti gestum mikið til koma. Einnig kom Grímur Grétarsson á traktorsgröfu og sýndi ásamt syni sínum Grétari Grímssyni hvernig þeir bera sig að við að klifra á gröfunni upp á vagn og þá niður af og upp á vörubílspall á belta- gröfu, án utanaðkomandi hjálpar, en við það gripu gestir andann á lofti af hrifningu. Fyrstu JCB-vinnuvélarnar voru sextán traktors- gröfur af gerðunum JCB 3 og JCB 4, en þær komu til landsins í mars árið 1963. Þremur árum síðar komu fyrstu JCB-beltagröfurnar til starfa hérlendis, en til gamans má geta þess að árið 1963 var talið að aldrei fyrr hefði svo stór sending vinnuvéla komið til Íslands, og voru allar vélarnar þegar seldar. JCB er annað elsta nafn framleiðanda vinnuvéla sem selja vélar á Íslandi og er heildarfloti JCB- vinnuvéla sem eru í notkun í dag um 1.000 vinnu- vélar, en það gerir JCB-vinnuvélar að þriðja stærsta vinnuvélaflota landsins. Í tilefni afmælisins var kynntur afmælisafsláttur af JCB-vinnuvélum sem gildir út apríl. - þlg Dansandi traktorsgröfur Tilkomumiklar JCB-traktorsgröfur mynda hér tignarleg göng fyrir aðrar vinnuvélar að keyra í gegnum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.