Fréttablaðið - 17.04.2008, Page 46

Fréttablaðið - 17.04.2008, Page 46
 17. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Sýningin Verk og vit 2008 verður haldin dagana 17. til 20. apríl næstkomandi í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugar- dal. Sýningin Verk og vit 2008 er til- einkuð byggingariðnaði, skipu- lagsmálum og mannvirkjagerð en þetta er í annað sinn sem sýningin er haldin. Um 100 sýnendur taka þátt í Verki og viti 2008 og nú stefnir í að sýningin verði sú veglegasta sem haldin hefur verið á þessu sviði hér á landi. Sýnendur koma frá fjölmörgum sviðum atvinnu- lífsins. Sem dæmi má nefna byggingarverktaka, verkfræði- stofur, tæknifyrirtæki, tækja- leigur, fjármálafyrirtæki, orku- fyrirtæki, skóla, ráðagjafarfyrir- tæki og sveitarfélög. Einnig koma sýnendur frá útlöndum. Nýbygging Háskólans í Reykja- vík, fyrirhugað háskólasjúkrahús, nýjungar í vetnisvæðingu og mörg af stærstu skipulagsverkefnum höfuðborgarsvæðisins verða meðal þess sem fyrir augu ber á Verki og viti. Þá verða kynntar fjölmargar tækninýjungar í byggingariðnaði og mannvirkja- gerð auk þess sem sýnd verða nýjustu tæki og tól fyrir áhuga- menn jafnt sem atvinnumenn í byggingar iðnaði. Fjölbreyttir viðburðir verða haldnir samhliða Verki og viti, meðal þeirra má nefna Íslands- mót iðngreina sem haldið verður föstudaginn 18. og laugardaginn 19. apríl í anddyri gömlu Laugar- dalshallarinnar. Á mótinu etja iðn- nemar og nýútskrifaðir iðnaðar- menn kappi í ellefu iðngreinum. Þá ber að geta þess að fimmtu- daginn 17. apríl verður haldin ráð- stefna undir yfirskriftinni „Skipu- lag eða stjórnleysi?“ um skipu- lagsmál, fjármögnun og nýjar framkvæmdir auk ýmissa ann- arra viðburða á vegum samstarfs- aðila og sýnenda. Fyrstu tvo dagana, 17. og 18. apríl, verður sýningin opin fyrir fagaðila en helgina 19. til 20. apríl verður almenningur einnig boðinn velkominn. AP sýningar standa að Verki og viti 2008 í samstarfi við iðnaðar- ráðuneyti, Reykjavíkurborg, Sam- tök iðnaðarins, Landsbankann og Ístak. - kka Byggingariðnaður og skipulag í brennidepli Sýningin Verk og vit 2008 verður haldin í Laugardalshöllinni dagana17. til 20. apríl. Um 100 sýnendur taka þátt en þeir koma frá fjölmörgum sviðum atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Guðný Dóra Gestsdóttir Svavars Gestssonar NÝR · R L- 100 1S · R L- 100 2S · NÝR · R L- 100 1S · R L- 100 2S · NÝR · R L- 100 1S · R L- 100 2S · NÝR · R L- 100 1S · R L- 100 2S · NÝR · R L- 100 1S · R L- 100 ÁBYRGÐ TOPCON NÝR HALLA LASER It´s time. Nýr staðalbúnaður nákvæmni, hraði, hátækni  5 arc endurstilling á sekúndu  Fjarstýring fyrir RL-100 2S  Víð hallastilling  Aukin ending rafhlöðu  Vinnusvið – 770 m  Háskerpuskjár ÁRA NÝR Kraftvélar ehf. /// Dalvegi 6-8 /// 201 Kópavogi Sími 535 3500 /// Fax 535 3501 /// www.kraftvelar.is/// Nákvæm Stjórnun g ra fit -w er b ea g en tu r.d e Það nýjasta í 3DXi og GPS gröfutækni – Hratt og sveigjanlegt – Notendavænn stjórnbúnaður – Val um íslensku í stjórnborði – Engin vandamál með tvöfalda bómu og tilt Nýr bæklingur kominn á íslenskuKraftvélar ehf. /// Dalvegi 6-8 /// 201 Kópavogi Sími 535 3500 /// Fax 535 3501 /// www.kraftvelar.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.