Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 50

Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 50
 17. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Hægt er að leika sér í vinnu- vélum í skemmtigörðunum Diggerland. Stórar vinnuvélar eru fyrir mörg- um óstjórnleg tryllitæki sem ætti að láta eiga sig. Þeir telja betra að eftirláta fagmönnum að keyra vélarnar án þess að hafa nokkru sinni á ævinni tekið í slíka mask- ínu. Þeir sem vilja hins vegar prófa ættu ef til vill að gera sér ferð í at- hyglisverða skemmtigarða á Eng- landi sem eiga sér örugglega ekki marga líka í heiminum. Skemmti- garðarnir nefnast Diggerland eða Gröfuland upp á íslensku, en eins og heitið gefur til kynna fá gestir og gangandi að spreyta sig í vinnu- vélafærni. Vinnuvélarnar eru af öllum stærðum og gerðum, bæði ætluð börnum og fullorðnum. Má þar finna allt frá vörubílum yfir í litlar sem stórar gröfur. Í görðun- um er svo hægt læra á vélarnar undir leiðsögn fagmanna. Fram fara ýmsar keppnir sem starfs- menn garðanna standa fyrir og má þar nefna gröfukappakstur og gröfulagni. Diggerland hentar afar vel öllum þeim sem hafa brennandi áhuga á vinnuvélum og einnig þeim sem vilja kynna sér vinnu- vélar á nýjan og skemmtilegan hátt. Hægt er finna fjóra Digger- land-skemmtigarða víðs vegar um England, það er í Kent, Durham, Cullompton í Devon og Castleford í Vestur-Jórvíkurskíri. Áhugasöm- um er bent á heimasíðu skemmti- garðanna, www.diggerland.com. - mmr Öðruvísi skemmtigarðar Ekki er leiðinlegt að vera sveiflað til og frá í stórri gröfu eins og gert er í Diggerland. Ungviðið fær að speyta sig á ýmsum vinnuvélum. Ýmsir kappakstrar fara fram daglega. Óvenjuleg skemmtitæki eru í skemmtigörðum Diggerland á Englandi. • Vélin má bera 14 til 15 tonn á vegi. • Vélin getur sturtað í 180°frá sér. • Vélin er með veltibremsu og fjöðrun á lið. • Vélin er útbúin fyrir snjótönn, sóp, krana, saltara og sandara o . o . • Vélin útheimtir aðeins vinnuvélaréttindi til stjórnunar. • Vélin hefur allstaðar slegið í gegn. Forskot til framtíðar! Hydrema hönnun og hátækni Til afgreiðslu strax Hydrema 912D  utningstæki/fjölnotatæki Vélin er á litaðri olíu og má vera á öllum götum og vegum Vélin er skráð sem vinnuvél í IF  okki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.