Fréttablaðið - 17.04.2008, Síða 61

Fréttablaðið - 17.04.2008, Síða 61
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2008 33 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Kjaramál Í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingamálaráð- herra hafa tekið gildi lög sem hafa í för með sér meiri réttindi til handa lífeyrisþegum en í tíð margra síðustu ríkisstjórna. Fullnaðarsigur Um síðustu mánaðamót náðist loksins fram fullnaðarsigur í þeirri mannréttindabaráttu sem lífeyrisþegar hafa háð á annan áratug. Baráttu fyrir þeim sjálf- sögðu mannréttindum að lífeyrir úr almannatryggingunum skerð- ist ekki vegna tekna maka. Sigur í baráttu sem hefur sett mark sitt á söguna m.a. með makalausri túlk- un á öryrkjadómnum, mótmælum og kröfugöngum. Það var ekki fyrr en Samfylkingin var komin í ríkisstjórn og með forræði á líf- eyristryggingum almannatrygg- inga, að þessi sjálfsögðu mann- réttindi voru í höfn. Um 5.800 lífeyrisþegar fengu hærri bætur við afnám makateng- ingarinnar − mismiklar eftir tekj- um og samspili þeirra − jafnvel tugi þúsunda á mánuði. Fleiri kjarabætur tóku gildi um mánaða- mótin − skerðingarhlutfall ellilíf- eyris lækkaði úr 30% í 25% og frí- tekjumark hækkaði til samræmis við örorkulífeyri sem kom 460 elli- lífeyrisþegum til góða. Vasapen- ingar til tekjulausra hjúkrunar- sjúklinga á hjúkrunarheimilum hækkuðu um tæplega 30%, en frá desember hafa þeir hækkað úr 28.600 í 38.225 krónur. Einnig tók gildi 90.000 króna frí- tekjumark á fjármagnstekjur til að minnka of- og vangreiðslur. Gera má ráð fyrir að sú aðgerð komi í veg fyrir skerðingu bóta hjá 7–8.000 lífeyrisþegum, en þorri þeirra hefur fjármagnstekj- ur undir þessum mörkum. Lífeyrir hækkaði um 7,4% eða 9.400 krónur Um mánaðamótin var greidd 4% hækkun á lífeyri. Hækkunin var ákveðin í kjölfar samninga ASÍ og SA og gildir frá 1. febrúar. Hækkunin kemur til viðbótar fyrri hækkunum, en um áramótin hækkaði lífeyrir almannatrygg- inga um 3,3%. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga hafa því hækk- að um 7,4% á þessu ári eða um 9.400 krónur til þeirra sem fá óskertar greiðslur frá Trygginga- stofnun. Ég minni á að samkvæmt útreikningum ASÍ og SA er reikn- að með að meðaltalshækkun lægstu launa á grundvelli nýgerðs kjarasamnings verði um það bil 7% á árinu. Engar hækkanir urðu hjá þessum hópum um síðustu ára- mót. Næstu skref 1. júlí Kjarabæturnar um síðustu mán- aðamót eru aðeins fyrstu skrefin í að bæta kjör lífeyrisþega og þegar hafa verið lögfestar ýmsar kjara- bætur sem ganga í gildi 1. júlí og ég hvet fólk til að kynna sér. Meðal annars mun frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyr- isþega 67–70 ára hækka í 100.000 krónur á mán- uði. Um 700 ellilífeyris- þegar fá þá hækkun, allt að 46.000 krónum mánuði. Þá verður sett 300.000 króna frítekju- mark á lífeyrisgreiðsl- ur örorkulífeyrisþega. Um helmingur allra örorkulífeyrisþega mun fá hærri bætur vegna þessa. Aldurstengd örorkuuppbót hækkar og aldurs- viðmið þeirra sem fá 100% uppbót vegna fyrsta örorkumats verður fært úr 19 ára aldri í 24 ár. Bætur þeirra sem fá 100% uppbót munu hækka um 58.600 krón- ur á ári en um 12.000 örorku- og endurhæf- ingarlífeyrisþegar njóta hækkunarinnar. Í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við samninga ASÍ og SA var kveðið á um mótun lágmarksfram- færsluviðmiðs fyrir lífeyrisþega. Stefnt er að því að það liggi fyrir 1. júlí í stað 1. nóvember 2008. Það á meðal annars að taka tillit til hækkunar lægstu launa í nýgerðum kjarasamningum. Þeir verst settu fá 24.400 Að síðustu í þessum áfanga verður öllum öldruðum, sem fá minna en 25.000 krónur úr lífeyrissjóði, tryggð sérstök kjarabót sem jafn- gildir 25.000 króna greiðslu úr líf- eyrissjóði á mánuði. Fjárhæðin skerðir aðrar bætur eins og lífeyr- issjóðsgreiðslur gera og jafngildir þessi fjárhæð því ríflega 15.000 krónum fyrir skatta. Þessi kjara- bót skilar sér beint til þeirra sem búa við lökust kjörin meðal ellilíf- eyrisþega. Fimmtán þúsundirnar koma til viðbótar þeim 9.400 krón- um sem 7,4% hækkun lífeyris- greiðslna skilar til þessa hóps og því hækka tekjur hans um ríflega 24.400 krónur fyrir skatta á mán- uði. Til samanburðar hækkuðu þeir lægst launuðu í kjarasamn- ingunum um 18.000 krónur á mán- uði. Vinstri grænir eru á villigötum þegar þeir gera lítið úr kjarabót- um til lífeyrisþega í þessum áfanga ríkisstjórnarinnar − vissu- lega má alltaf gera betur en það munar verulega um þessi fyrstu skref. Höfundur er alþingismaður. Kjarabætur − tugþúsundir króna ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR Um 5.800 lífeyrisþegar fengu hærri bætur við afnám maka- tengingarinnar – mismiklar eftir tekjum og samspili þeirra – jafnvel tugi þúsunda á mán- uði. „30.000 blaðberar bara byrjunin“ segja útgefendur Fréttablaðsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.