Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 62
34 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Ólympíuleikarnir Ólympíuleikarnir í Peking eru mikil- vægasti viðburður sem Kínverjar hafa staðið fyrir á okkar tímum. Almenningur í Kína stendur heilshugar að baki stjórnvöldum í að gera leikana glæsilega og tekur á markvissan hátt þátt í undirbúningnum sem staðið hefur í áraraðir. Til að geta tekið með bravör á móti gestum leikanna hefur höfuðborginni verið umbylt sem og flestum þekktum ferða- mannastöðum í landinu. Einnig má víðsvegar finna fólk sem leggur sig allt fram við að læra ensku eða hefur stofnað fyrirtæki til að aðstoða og græða á ferðalöngum. Ólympíuleikarnir eru hluti af áætlun stjórnvalda um að nútímavæða Kína. Markmiðið er að bæta efnahag landsmanna, auka tengsl við umheim- inn, gera landið líkara Vesturlöndum og sam- keppnishæft í alþjóða- samfélaginu. Kínversk- an almenning þyrstir í aukin tengsl við hinn vestræna heim og lífs- gæðin sem þar bjóðast. Litið er á Ólympíuleikana sem stór- an þátt í þeirri opnun á landinu sem stjórnvöld hafa staðið fyrir á síð- astliðnum þremur áratugum. Það er augljóst að kínversk stjórnvöld ætla einnig að reyna að nota Ólympíuleikana til að bæta ímynd sína innanlands sem utan. Hið sama hafa öll ríki sem haldið hafa Ólympíuleika gert, þó þau hafi misgóðan málstað að verja. Staðsetning Ólympíuleikana í Pek- ing hefur hins vegar gert það að verkum að kastljósið beinist að mannréttindabrotum, ritskoðun og skort á lýðræði í Kína, einkum í Tíbet. Ólympíuleikarnir í Peking eru þannig í raun stórkostlegt tæki- færi til að þrýsta á kínversk stjórn- völd. Það hefur verið gert með góðum árangri með mótmælum í London, París og San Francisco. Aftur á móti hafa kínversk stjórnvöld ýtt undir þjóðernis- hyggju með markvissum hætti með einsleitum og röngum frétta- flutningi af mótmælunum. Almenn- ingur fær því brenglaða mynd af afstöðu Vesturlanda til Kína þar sem rökin fyrir mótmælunum heyrast ekki heldur það eitt að Vesturlöndin séu einfaldlega á móti Kína. Það getur þess vegna verið varhugavert að slá á útrétta hönd almennings í alþýðulýðveld- inu með því að sniðganga leikana sjálfa. Með því að sniðganga leik- ana geta stjórnmálamenn fallið í þá gryfju að vera eingöngu að frið- þægja gagnrýnisraddir heimafyrir en ekki að bæta stöðu hins almenna kínverska borgara. Stóra spurningin er hverju það skilar að sniðganga leikana? Er líklegt að kínversk stjórnvöld bregðist við með því að gera braga- bót heimafyrir ef Þorgerður Katr- ín, Brown, Merkel og Sarkozy mæta ekki á opnunarhátíð leik- anna? Er ekki vænlegra til árang- urs að þessir ráðamenn ræði allir sem einn á opinskáan hátt við kín- verska valdamenn um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda og hvernig aukið frelsi getur gagnast kínversku samfélagi og bætt hag borgaranna? Efast má um að besta leiðin sé að sitja heima og gagnrýna kínversk stjórnvöld í vestrænum fjölmiðl- um sem ná ekki eyrum valdhafa né almennings í Kína. Líklegra til árangurs er að taka í útrétta hönd kínversk almennings og bjóða hann velkominn í samfélag þjóðanna þar sem fólk getur skipst á skoðunum. Vestrænir ráðherrar hafa verið allt of varkárir við að taka þessi mál- efni upp á skipulagðan og mark- vissan hátt við kínverska ráða- menn. Nú er lag. Því má við bæta að það er nokk- uð sérstakt og sýndarmennska í því fólgin hjá vestrænum valdhöf- um að hitta kínverska valdahafa hvarvetna í heiminum til að stuðla að auknum viðskiptum og menn- ingarsamskiptum en neita á sama tíma að hitta þessa sömu valdhafa á Ólympíuleikunum í ágúst í Pek- ing. Er nema von að almenningur í Kína eigi erfitt með að skilja Vest- rið. Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Tækifærið í Peking BALDUR ÞÓRHALLSSON UMRÆÐAN Samgöngumál Margir hafa fagnað því að loksins skuli hafist handa við tvöföldun Suðurlandsvegar, en ríkisstjórnin tilkynnti fyrir skömmu að ráðist skyldi í þá mikilvægu framkvæmd strax á þessu ári. Í þessum fyrsta áfanga verður vegurinn tvöfaldaður milli Litlu kaffistofunnar, niður Kambana og að Hveragerði. Hér er um gríðarlega mikilvægt umferðarörygg- ismál að ræða, enda hefur það ekki farið fram hjá neinum að skelfileg slys hafa átt sér stað á Suðurlandsvegi í nágrenni borgarinnar og að Selfossi í gegnum tíðina. Gagnvart slíkum slysatöl- um má öllum ljóst vera að algerlega bráðnauðsyn- legt er orðið að tvöfalda veginn. Hvar á að byrja? Eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um áform sín um að hefja tvöföldun Suðurlandsvegar á áðurnefndum kafla, hafa þær raddir heyrst að skynsamlegra hefði verið að byrja tvöföldun vegarins á kaflanum milli Hveragerðis og Selfoss. Það er rétt að slysatölur styðja þau sjónarmið, að á þeim kafla sé mest aðkallandi að tvöfalda. Og það stendur vissulega til. Það er hins vegar mikilvægt að eyða öllum misskilningi þegar kemur að svo mikilvægum almannahagsmunum eins og vegaframkvæmdir eru. Í umræðunni um Suðurlandsveg er nauðsynlegt að hafa í huga, að þeir tveir vegakaflar sem hér um ræðir – annars vegar milli Litlu kaffistofu og Hveragerðis og hins vegar milli Hveragerðis og Selfoss – útiloka ekki hvor annan á tímaásnum. Með öðrum orðum: Það að ákveðið hafi verið að ráðast í tvöföldun á fyrrnefnda vegakaflanum nú hefur engin áhrif á það hversu fljótt verður hægt að ráðast í tvöföldun á þeim síðarnefnda. Skipulagsferli skemur á veg komið Vegakaflinn milli Hveragerðis og Selfoss er mun skemur á veg kominn í skipulagsferli. Af þeim sökum var aldrei um það að ræða að ráðast í tvöföldun á þeim kafla strax á þessu ári. Svo þetta sé áréttað: Þó svo ríkisstjórnin hefði ákveðið að hefjast ekki handa við tvöföldun milli Litlu kaffistofunnar og Hveragerðis – sem sannarlega er bráðnauðsynleg aðgerð – hefði það engan veginn leitt til þess að þá hefði verið hægt að ráðast í tvöföldun á hinum á þessu ári. Um þetta stóð aldrei val. Þetta er mikilvægt að hafa í huga í hinni almennu umræðu, þar sem ákvarðanir hins opinbera eru stundum gagnrýndar eins og gerist og gengur. Höfundur er varaþingmaður Suðurkjördæmis og aðstoðarmaður samgönguráðherra. Nokkur orð um Suðurlandsveg RÓBERT MARSHALL þeir tveir vegakaflar sem hér um ræðir – ann- ars vegar milli Litlu kaffistofu og Hveragerðis og hins vegar milli Hveragerðis og Selfoss – úti- loka ekki hvor annan á tímaásnum. UMRÆÐAN Löggæsla á Suðurnesjum Hugmyndir dómsmálaráð-herra þess efnis að stokka upp og slíta í sundur samstarf aðila við löggæslu og landa- mæraeftirlit í Leifsstöð, sem og að færa yfirstjórn mála undir fleiri en eitt ráðuneyti, er hrein og bein eyðilegging á öllu því starfi sem unnið hefur verið á svæðinu. Starfi sem skilað hefur árangri og tekið hefur verið eftir í því sambandi. Það er og verður gjörsamlega óviðunandi að bjóða mönnum er starfa að málum sem löggæslu upp á slík handahófskennd vinnubrögð við breytingar af hálfu ráðherra málaflokksins. Staðreynd málsins er sú að lögregluembætti voru sam- einuð fyrir 16 mánuðum undir eina yfirstjórn, með hagræðingu að markmiði og loforðum um aukna löggæslu á svæðinu með þeim breyt- ingum. Þau hin sömu loforð um aukningu sem eðli máls samkvæmt þýðir fjármagn til starfsseminnar, hafa hins vegar ekki gengið eftir. Rök ráðherra fyrir sameiningu á sínum tíma voru eins og áður sagði hagræðing, en nú eru sömu rök notuð til þess að verja hugmyndir um uppstokkun og tilfærslu, sem er stórfurðulegt. Það gefur augaleið að þessi rakalausa hringferð ráðherra í máli þessu er með ólíkindum, og ljóst að hvers konar við- bótarbreytingar munu kosta aukna fjármuni til viðbótar þeim sem nú þegar hefur verið lofað en ekki er búið að efna. Það er einfaldlega ekki hægt að henda frá sér sam- vinnu aðila í sérhæfðum málum við löggæslu sem landamæravarsla eðlilega er á Keflavíkurflugvelli með því móti sem hér er verið að gera. Hvergi nokkurs staðar er mikilvægara að viðhalda samvinnu aðila allra er koma að málum og nýta þá reynslu af samvinnu sem skapast hefur í samstarfi aðila með eina yfirstjórn mála á svæðinu. Ég skora á ráðherra dómsmála að hverfa nú þegar frá þessum hug- myndum um breytingar og eyða óvissu þeirri sem starfsmenn lög- gæslu og öryggisvarða og tollvarða á Suðurnesjum hafa mátt þola í þessu sambandi. Þegar kemur að öryggi borgar- anna þá skyldu menn skoða og gaumgæfa það atriði að þar gildir ekki að „spara aurinn en kasta krónunni“ frekar en annars staðar. Höfundur er alþingismaður. Óviðunandi geðþóttaákvarðanir GRÉTAR MAR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.