Fréttablaðið - 17.04.2008, Síða 68

Fréttablaðið - 17.04.2008, Síða 68
40 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 17 Danska söngvaskáldið, tónlistarmað- urinn og fræðimaðurinn Per Warming flytur fyrirlestur um neðanjarðar- söngva á dögum Sovétríkjanna í Reykjavíkurakademíunni, Hring- braut 121, í dag kl. 17. Í fyrirlestri sínum fjallar hann einkum um andófssöngvarana Vladimir Vysot- skij og Bulat Okudzjava og lofar áheyrendum að heyra söngva þeirra við eigin gítarleik. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða helgaðir söngstjörnum gullaldar söngvamyndanna í Hollywood. Hljómsveit- inni til halds og trausts á tónleikunum verða bandaríska söngleikjadívan Kim Criswell og hljómsveitarstjórinn John Wilson. Átrúnaðargoð Kim Criswell hafa frá barnæsku verið söngkonur á borð við Julie Andrews og Judy Garland og á tónleikunum í kvöld fá að hljóma mörg þeirra dýrðlegu laga sem þær gerðu fræg og mun andi gullaldarára Hollywood svífa yfir vötnum. Criswell hefur átt glæstan feril sem leik- og söngkona í söng- leikjum í New York og London, hefur komið fram með mörgum frægustu hljómsveitum heims og gert ótal hljóðritanir. Fjórum þekkt- um leik- og söngkonum verða gerð góð skil í efnisskrá kvöldsins. Fyrsta skal telja Judy Gar- land sem er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í Galdrakarlinum frá Oz frá árinu 1939. Eftir að hafa verið á samningi hjá MGM-kvikmyndaver- inu í ein fimmtán ár var henni sagt upp þrátt fyrir mikla sigra og velgengni. Garland sneri sér þá að tónleikasviðinu og upptökum og náði að heilla heiminn upp úr skónum þar rétt eins og hún hafði gert á kvikmyndatjaldinu. Doris Day er þekkt fyrir fjölbreytt hlutverk og dans- og sönghæfileika sína. Hún var ein vin- sælasta stjarna síns tíma og lék í um fjörutíu kvikmyndum auk þess að syngja inn á einar 45 hljómplötur. Hin enska Julie Andrews hefur í gegnum sinn feril verið hlaðin lofi og verðlaunum fyrir störf sín. Ferillinn spannar nú um 45 ár og hún er ekki sest í helgan stein enn. Frægust er hún án efa fyrir hlutverk sín í Sound of Music, Mary Poppins og My Fair Lady. Fjórða söngkonan sem Kim Criswell tekst á við er Barbra Streisand. Tvenn Óskarsverðlaun og sautján kvikmyndir teljast til afreka hennar, en Streisand verður þó sennilega fyrst og fremst minnst sem farsællar söngkonu. - vþ Sönglög Hollywood KIM CRISWELL Syngur lög úr söngvamyndum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Listahátíðin List án landamæra verður sett í fimmta skipti á morgun kl. 17 með opnunarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á dagskránni eru tónlistaratriði, upplestur og uppistand. Meðal flytjenda eru Freyja Haralds- dóttir og Alma Guðmundsdóttir sem lesa upp úr bók sinni Postulín, Valgeir Guðjónsson kemur fram með kór Fjölmennt- ar, Beggi blindi verður með uppistand og Páll Óskar Hjálmtýsson treður upp með Dansklúbbi Hins hússins. Í kjölfarið verður svo opnuð stórglæsileg myndlistarsýning í Austursalnum. Um helgina kennir svo margra grasa á dagskrá hátíðarinnar. Á laugardaginn stendur Átak fyrir gjörningi við Alþingishúsið kl. 13 þar sem myndaður verður óslitinn hringur um húsið sem tákn um sameiningu ólíkra hópa í samfélaginu og er ljóst að þar þarf margar fúsar hendur til. Á Kaffi Rót í Hafnarstrætinu er svo Geðveikt kaffihús Hugar- afls, handverksmarkaður og ljósmyndasýning. Á Akureyri verða opnaðar tvær sýningar á Safnasafninu á Svalbarðseyri kl. 14 á laugardag og í Borgarnesi verður opnuð sýning í Landnámssetrinu kl. 14 á sunnudag. Af öðru áhugaverðu sem hátíðin býður upp á má nefna myndlistarsýningu finnskra listamanna í Norræna húsinu, tónleika á skemmtistað- unum Organ í samvinnu við tímaritið Mónitor og leiklistar- veislu í Borgarleikhúsinu. Það er því ljóst að af nógu er að taka fyrir áhugafólk um menningu og listir á þessari skemmtilega fordómalausu listahátíð. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar í heild sinni á síðunni www.listanlandamaera. blog.is - vþ Fjölbreytt listahátíð LIST ÁN LANDAMÆRA Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á þessari líflegu hátíð. Menningarmiðstöðin Gerðu- berg í Breiðholti stendur fyrir ritþingi með Einari Kárasyni næstkomandi laugardag kl. 13.30. Einar er þjóðinni að sjálfsögðu vel kunnur fyrir skáldsögur á borð við Þar sem Djöflaeyjan rís... og því hafa væntanlega margir áhuga á að heyra hann spjalla um verk sín og störf. Stjórnandi umræðna á þinginu er Halldór Guð- mundsson og spyrlar eru rit- höfundarnir Sjón og Gerður Kristný. En það verður ekki aðeins spjallað á þinginu heldur verð- ur einnig boðið upp á upplestur úr verkum Einars og tónlistar- atriði. Fram koma Karl Guð- mundsson leikari, tónlistar- maðurinn KK og Tómas R. Einarsson og hljómsveit. Ritþing hafa verið haldin í Gerðubergi frá árinu 1999 og hafa fyrir löngu eignast fastan sess í menningarlífi borgarinn- ar. Þingunum er ætlað að veita persónulega innsýn í líf og feril íslenskra rithöfunda. - vþ Ritþing með Einari Kárasyni EINAR OG KISI Einar mætir á ritþing í Gerðu- bergi á laugardag, en ólíklegt er að kisi láti sjá sig.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.